Handbolti

Ísland níunda besta handboltaþjóð Evrópu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði.
Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði. vísir/ernir
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gefur árlega út lista yfir bestu handboltaþjóðir álfunnar.

Hér er eingöngu verið að tala um karlaliðin í Evrópu en til að fá út bestu þjóðurnar er lagður saman árangur þjóðanna á EM U-18, U-20 og hjá A-landsliðunum.

Ísland er í níunda sæti á listanum. Einu sæti á eftir Svíum og í sætinu fyrir ofan Slóveníu sem Ísland mætir einmitt á HM eftir nokkra daga.

Evrópumeistaratitill Þýskalands undir stjórn Dags Sigurðssonar gefur þjóðinni ansi mörg stig og sér til þess að Þýskaland trónir á toppnum.

Bestu handboltaþjóðir Evrópu:

1. Þýskaland - 308 stig

2. Spánn - 284

3. Króatía - 272

4. Frakkland - 264

5. Danmörk - 228

6. Noregur - 220

7. Pólland - 182

8. Svíþjóð - 170

9. Ísland - 164

10. Slóvenía - 156

11. Rússland - 148

12. Ungverjaland - 134

13. Serbía - 128

14. Makedónía - 122

15. Hvíta-Rússland - 112

16. Sviss - 104

17. Holland - 96

18. Portúgal - 88

19. Tékkland - 74

20. Svartfjallaland - 72




Fleiri fréttir

Sjá meira


×