Handbolti

Strákarnir þurftu ekkert á Arnari Frey og Ómari Inga að halda | Komnir á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur skorað samtals 20 mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM.
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur skorað samtals 20 mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM. mynd/ihf
Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri er komið á HM sem fer fram í Alsír næsta sumar.

Þetta var ljóst eftir sigur Litháa á Serbum í kvöld. Fyrr í dag unnu íslensku strákarnir sjö marka sigur á Grikkjum, 24-31.Í gær vann Ísland Litháen með sama mun, 32-25.

Ísland er með fjögur stig á toppi síns riðils í undankeppninni. Litháen og Grikkland eru með tvö stig í sætum 2. og 3. sæti en geta ekki komist upp fyrir Ísland sökum lakari árangurs í innbyrðis viðureignum.

Íslendingar mæta stigalausum Serbum í lokaleik sínum í hádeginu á morgun.

Arnar Freyr Arnarsson og Ómar Ingi Magnússon áttu að leika með U-21 árs liðinu gegn Serbum á morgun og voru því kallaðir úr A-landsliðinu sem tekur nú þátt á æfingamóti í Danmörku.

Óvíst er hvort þeir spili með á morgun en þeir verða væntanlega báðir í lokahópi A-landsliðsins sem fer á HM í Frakklandi.


Tengdar fréttir

Annar sjö marka sigur hjá strákunum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri er með fullt hús í sínum riðli í undankeppni HM eftir sigur á Grikkjum í dag, 24-31.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×