Rassskellur á móti Dönum er enginn heimsendir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2017 06:00 Geir Sveinsson. Vísir/Ernir Geir Sveinsson og strákarnir okkar þurfa að gera miklu betur á HM í Frakklandi en þeir gerðu í átta marka tapi, 34-26, fyrir lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í gærkvöldi. Danir höfðu ekki mikið fyrir því að rassskella íslenska liðið sem tapaði þar með tveimur síðustu leikjum sínum fyrir HM sem hefst á fimmtudaginn. Eftir flottan sigur á Egyptum á fimmtudaginn töpuðu strákarnir á móti Ungverjum á föstudaginn og svo í Árósum í gærkvöldi. Íslenska liðið mætir Spánverjum á fimmtudaginn og það góða við leikinn í gærkvöldi er það að Spánverjum er hætt við að vanmeta okkar menn eftir svona útreið.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirBara veruleikinn í dag „Þetta er bara veruleikinn í dag. Að tapa á móti Ólympíumeisturum Dana á þeirra eigin heimavelli með átta mörkum er enginn heimsendir. Yfirburðirnir eru klárlega til staðar og þetta var bara brekka allan leikinn. Þetta var bara virkilega erfitt en við vissum það líka. Þetta er bara munurinn á þessum toppklassa og þar sem við erum staddir í dag,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Geir hefur ekki áhyggjur af því að enda undirbúninginn á svona skelli. „Það skiptir engu máli. Menn læra yfirleitt mest af því að gera mistök. Við verðum bara að nýta þetta og læra af þessu. Eins og ég sagði við drengina eftir leikinn er, að það er það sem við krefjum okkur sjálfa um. Við gerum þær kröfur til okkar, alveg óháð úrslitunum og alveg óháð getu Dana, að sætta okkur ekki við að þetta sé svona heldur finna út hvað við hefðum getað gert betur til þess að bæta okkar leik. Það er bara okkar vinna,“ sagði Geir. Landsliðsþjálfarinn mun ákveða það á morgun hverjir fara með íslenska liðinu á heimsmeistaramótið í Frakklandi. „Ég þarf að melta þetta. Auðvitað er ég með einhverjar hugmyndir um hvað ég ætla að gera. Ég gef mér sólarhringinn í að ákveða það,“ sagði Geir og eitt af stærstu spurningamerkjunum er stórskyttan Aron Pálmarsson.Aron PálmarssonVísir/ErnirKemur í ljós með Aron á morgun „Aron mun koma út og til móts við okkur á morgun (í dag). Við munum taka stöðuna á Aroni Pálmarssyni niður í Frakklandi 10. janúar. Þetta veltur svolítið á æfingunni sem við prófum hann. Það teygist hugsanlega yfir á 11. janúar áður en endanleg niðurstaða fæst,“ segir Geir. Íslenska landsliðið saknaði mikið ógnunarinnar frá Aroni en hvaða landslið myndi ekki gera það. „Við erum ekki að fara að hengja haus yfir þessu og þetta er enginn heimsendir. Það kemur dagur eftir þennan dag. Okkar markmið er bara að halda áfram okkar vinnu. Það er langt og strangt mót fram undan og við þurfum bara að vinna í okkar hlutum, hafa trú á því sem við erum að gera og reyna að bæta okkur,“ segir Geir og hann hrósaði skapgerð sinna manna „Viljinn er til staðar og það vantaði ekkert upp á það hjá leikmönnum í dag. Það var vilji og menn voru að gefa sig alla í verkefnið. Andstæðingurinn var einfaldlega það sterkur og við með of marga tæknifeila í leiknum. Ég held samt að ég sé ekkert að fara með rangt mál að segja að þessi styrkleiki bíður okkar í fyrsta leik,“ sagði Geir að lokum.Mads Mensah skorar í leiknum í gær.Vísir/Getty Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Geir Sveinsson og strákarnir okkar þurfa að gera miklu betur á HM í Frakklandi en þeir gerðu í átta marka tapi, 34-26, fyrir lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í gærkvöldi. Danir höfðu ekki mikið fyrir því að rassskella íslenska liðið sem tapaði þar með tveimur síðustu leikjum sínum fyrir HM sem hefst á fimmtudaginn. Eftir flottan sigur á Egyptum á fimmtudaginn töpuðu strákarnir á móti Ungverjum á föstudaginn og svo í Árósum í gærkvöldi. Íslenska liðið mætir Spánverjum á fimmtudaginn og það góða við leikinn í gærkvöldi er það að Spánverjum er hætt við að vanmeta okkar menn eftir svona útreið.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirBara veruleikinn í dag „Þetta er bara veruleikinn í dag. Að tapa á móti Ólympíumeisturum Dana á þeirra eigin heimavelli með átta mörkum er enginn heimsendir. Yfirburðirnir eru klárlega til staðar og þetta var bara brekka allan leikinn. Þetta var bara virkilega erfitt en við vissum það líka. Þetta er bara munurinn á þessum toppklassa og þar sem við erum staddir í dag,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Geir hefur ekki áhyggjur af því að enda undirbúninginn á svona skelli. „Það skiptir engu máli. Menn læra yfirleitt mest af því að gera mistök. Við verðum bara að nýta þetta og læra af þessu. Eins og ég sagði við drengina eftir leikinn er, að það er það sem við krefjum okkur sjálfa um. Við gerum þær kröfur til okkar, alveg óháð úrslitunum og alveg óháð getu Dana, að sætta okkur ekki við að þetta sé svona heldur finna út hvað við hefðum getað gert betur til þess að bæta okkar leik. Það er bara okkar vinna,“ sagði Geir. Landsliðsþjálfarinn mun ákveða það á morgun hverjir fara með íslenska liðinu á heimsmeistaramótið í Frakklandi. „Ég þarf að melta þetta. Auðvitað er ég með einhverjar hugmyndir um hvað ég ætla að gera. Ég gef mér sólarhringinn í að ákveða það,“ sagði Geir og eitt af stærstu spurningamerkjunum er stórskyttan Aron Pálmarsson.Aron PálmarssonVísir/ErnirKemur í ljós með Aron á morgun „Aron mun koma út og til móts við okkur á morgun (í dag). Við munum taka stöðuna á Aroni Pálmarssyni niður í Frakklandi 10. janúar. Þetta veltur svolítið á æfingunni sem við prófum hann. Það teygist hugsanlega yfir á 11. janúar áður en endanleg niðurstaða fæst,“ segir Geir. Íslenska landsliðið saknaði mikið ógnunarinnar frá Aroni en hvaða landslið myndi ekki gera það. „Við erum ekki að fara að hengja haus yfir þessu og þetta er enginn heimsendir. Það kemur dagur eftir þennan dag. Okkar markmið er bara að halda áfram okkar vinnu. Það er langt og strangt mót fram undan og við þurfum bara að vinna í okkar hlutum, hafa trú á því sem við erum að gera og reyna að bæta okkur,“ segir Geir og hann hrósaði skapgerð sinna manna „Viljinn er til staðar og það vantaði ekkert upp á það hjá leikmönnum í dag. Það var vilji og menn voru að gefa sig alla í verkefnið. Andstæðingurinn var einfaldlega það sterkur og við með of marga tæknifeila í leiknum. Ég held samt að ég sé ekkert að fara með rangt mál að segja að þessi styrkleiki bíður okkar í fyrsta leik,“ sagði Geir að lokum.Mads Mensah skorar í leiknum í gær.Vísir/Getty
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira