„Dæmir sig sjálfur“ Skúli Magnússon skrifar 8. desember 2017 08:00 Leiðari ritstjóra Fréttablaðsins, Kristínar Þorsteinsdóttur sl. laugardag er helgaður erindi mínu á síðasta aðalfundi Dómarafélags Íslands. Þar gerði ég að umtalsefni ítrekaðan neikvæðan fréttaflutning blaðsins af málefnum dómara og dómstóla, meðal annars umfjöllun blaðsins um launamál dómara í ársbyrjun 2016. Í leiðaranum er vísað til þess að hvorki fjölmiðlanefnd né siðanefnd blaðamanna hafi fundið nokkuð að fréttaflutningi blaðsins og því sé engu líkara en undirritaður halli vísvitandi réttu máli. Þetta er talið ósæmandi formanni félags dómara. Hinn 5. febrúar 2016 birti Fréttablaðið frétt um launamál dómara undir fyrirsögninni: „Laun hækkuðu um 38% í fyrra“. Í undirfyrirsögn sagði svo: „Eftirlaun dómara hækkuðu um alls 38% í fyrra með tveimur ákvörðunum kjararáðs. Meðalhækkun eftirlauna hjá ríkinu var 11,8%. Sanngjörn og eðlileg hækkun, segir formaður Dómarafélagsins.“ Um var að ræða fjórðu frétt blaðsins á þessum nótum frá áramótum og hafði þetta meðal annars leitt til þess að miðstjórn ASÍ samþykkti ályktun þar sem harðlega var mótmælt „meira en 40% hækkun á launum dómara“ og þess krafist að settir yrðu á hátekjuskattar til að stemma stigu við „ofurlaunum“. Sama dag ritaði ég aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins tölvuskeyti þar sem ég kvartaði yfir því að enn á ný væri á síðum blaðsins fjallað með villandi hætti um launamál dómara og án þess að leitað væri viðbragða Dómarafélagsins eða annarra sem gætu varpað ljósi á málið. Óskaði ég eftir því að stutt athugasemd mín, sem fylgdi með bréfinu, yrði tafarlaust birt, en þar kom m.a. fram að raunhækkun launa dómara hefði verið um 6-7%. Aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins svaraði erindi mínu samdægurs svona: „ Fyrirsögn fréttarinnar endaði fyrir mistök með þessum hætti. Það verður leiðrétting þess efnis í blaðinu á morgun.“ Fréttablaðið birti hins vegar enga leiðréttingu degi síðar heldur „áréttingu“ mánudaginn 8. febrúar. Í úrskurði siðanefndar blaðamanna 19. apríl 2016, vegna kæru minnar til nefndarinnar, var talið að þessi vinnubrögð hefðu ekki falið í sér brot á siðareglum blaðamanna. Fyrirsögnin hefði ekki verið röng en hefði mátt vera nákvæmari. Þá hefði Fréttablaðið uppfyllt leiðréttingarkvöð siðareglna. Var þar vísað til þess að leiðréttingu minni hafði verið komið fyrir á vefnum visir.is enda þótt blaðið hefði hafnað því að birta hana á síðum blaðsins. Hver og einn getur lagt sitt mat á niðurstöðu siðanefndar blaðamanna en að henni vék ég ekki í fyrrnefndu erindi mínu á aðalfundi dómarafélagsins. Í erindi mínu sagði ég hins vegar að téðum fréttaflutningi blaðsins hefði ekki linnt fyrr en eftir kæru til siðanefndarinnar. Sú staðhæfing er rétt og því var hér ekki hallað réttu máli. Fullyrðing ritstjórans um að nefndin hafi ekki fundið nokkuð að fréttinni er einnig augljóslega röng og samræmist ekki einu sinni viðbrögðum blaðsins sjálfs. Andstætt ritstjóra Fréttablaðsins ætla ég hins vegar ekki að væna hana um að málflutningur af þessu tagi sé henni eða blaðinu ekki sæmandi.Athugasemd ritstjóra: Á þessum skrifum sannast að enginn er dómari í eigin sök. Ekkert var rangt í umræddum leiðara Fréttablaðsins. Skúla Magnússyni láðist að geta þess í ræðu sinni á aðalfundi Dómarafélags Íslands, að umkvartanir hans fengu engar undirtektir hvorki hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands né fjölmiðlanefnd. Fjölmiðlanefnd kvað upp úr með að ágreiningslaust væri að grunnlaun og þar með eftirlaun dómara hefðu hækkað um 38% með tveimur úrskurðum kjararáðs í nóvember og desember 2015. Skýrara getur það ekki verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Leiðari ritstjóra Fréttablaðsins, Kristínar Þorsteinsdóttur sl. laugardag er helgaður erindi mínu á síðasta aðalfundi Dómarafélags Íslands. Þar gerði ég að umtalsefni ítrekaðan neikvæðan fréttaflutning blaðsins af málefnum dómara og dómstóla, meðal annars umfjöllun blaðsins um launamál dómara í ársbyrjun 2016. Í leiðaranum er vísað til þess að hvorki fjölmiðlanefnd né siðanefnd blaðamanna hafi fundið nokkuð að fréttaflutningi blaðsins og því sé engu líkara en undirritaður halli vísvitandi réttu máli. Þetta er talið ósæmandi formanni félags dómara. Hinn 5. febrúar 2016 birti Fréttablaðið frétt um launamál dómara undir fyrirsögninni: „Laun hækkuðu um 38% í fyrra“. Í undirfyrirsögn sagði svo: „Eftirlaun dómara hækkuðu um alls 38% í fyrra með tveimur ákvörðunum kjararáðs. Meðalhækkun eftirlauna hjá ríkinu var 11,8%. Sanngjörn og eðlileg hækkun, segir formaður Dómarafélagsins.“ Um var að ræða fjórðu frétt blaðsins á þessum nótum frá áramótum og hafði þetta meðal annars leitt til þess að miðstjórn ASÍ samþykkti ályktun þar sem harðlega var mótmælt „meira en 40% hækkun á launum dómara“ og þess krafist að settir yrðu á hátekjuskattar til að stemma stigu við „ofurlaunum“. Sama dag ritaði ég aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins tölvuskeyti þar sem ég kvartaði yfir því að enn á ný væri á síðum blaðsins fjallað með villandi hætti um launamál dómara og án þess að leitað væri viðbragða Dómarafélagsins eða annarra sem gætu varpað ljósi á málið. Óskaði ég eftir því að stutt athugasemd mín, sem fylgdi með bréfinu, yrði tafarlaust birt, en þar kom m.a. fram að raunhækkun launa dómara hefði verið um 6-7%. Aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins svaraði erindi mínu samdægurs svona: „ Fyrirsögn fréttarinnar endaði fyrir mistök með þessum hætti. Það verður leiðrétting þess efnis í blaðinu á morgun.“ Fréttablaðið birti hins vegar enga leiðréttingu degi síðar heldur „áréttingu“ mánudaginn 8. febrúar. Í úrskurði siðanefndar blaðamanna 19. apríl 2016, vegna kæru minnar til nefndarinnar, var talið að þessi vinnubrögð hefðu ekki falið í sér brot á siðareglum blaðamanna. Fyrirsögnin hefði ekki verið röng en hefði mátt vera nákvæmari. Þá hefði Fréttablaðið uppfyllt leiðréttingarkvöð siðareglna. Var þar vísað til þess að leiðréttingu minni hafði verið komið fyrir á vefnum visir.is enda þótt blaðið hefði hafnað því að birta hana á síðum blaðsins. Hver og einn getur lagt sitt mat á niðurstöðu siðanefndar blaðamanna en að henni vék ég ekki í fyrrnefndu erindi mínu á aðalfundi dómarafélagsins. Í erindi mínu sagði ég hins vegar að téðum fréttaflutningi blaðsins hefði ekki linnt fyrr en eftir kæru til siðanefndarinnar. Sú staðhæfing er rétt og því var hér ekki hallað réttu máli. Fullyrðing ritstjórans um að nefndin hafi ekki fundið nokkuð að fréttinni er einnig augljóslega röng og samræmist ekki einu sinni viðbrögðum blaðsins sjálfs. Andstætt ritstjóra Fréttablaðsins ætla ég hins vegar ekki að væna hana um að málflutningur af þessu tagi sé henni eða blaðinu ekki sæmandi.Athugasemd ritstjóra: Á þessum skrifum sannast að enginn er dómari í eigin sök. Ekkert var rangt í umræddum leiðara Fréttablaðsins. Skúla Magnússyni láðist að geta þess í ræðu sinni á aðalfundi Dómarafélags Íslands, að umkvartanir hans fengu engar undirtektir hvorki hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands né fjölmiðlanefnd. Fjölmiðlanefnd kvað upp úr með að ágreiningslaust væri að grunnlaun og þar með eftirlaun dómara hefðu hækkað um 38% með tveimur úrskurðum kjararáðs í nóvember og desember 2015. Skýrara getur það ekki verið.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar