Gaman enn sem komið er Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2017 09:45 „Til að byrja með hélt ég reyndar að brennurnar og flugeldarnir og lætin öll væru út af mér,“ segir Guðmundur Andri sem á afmæli í dag. Vísir/Eyþór Árnason Þegar hringt er í Guðmund Andra Thorsson, rithöfund og nýbakaðan þingmann, hittist þannig á að hann er í fundahléi á hinu háa Alþingi. „Það var að ljúka fundi hér í allsherjar-og menntamálanefnd sem ég sit í og svo er þingfundur núna á eftir,“ segir hann og býst greinilega við einhverjum gáfulegum spurningum frá blaðamanni um landsins gagn og nauðsynjar en fær í staðinn þessa: Hvernig er að eiga afmæli á gamlársdag? „Ja – ég þekki svo sem ekkert annað,“ svarar hann. „En ég væri alveg til í að eiga afmæli í maí.“ Meinarðu svo að þú gætir farið út í fótbolta eftir súkkulaðidrykkjuna og kökuátið? „Já, eða að það hefði einhver getað komið í afmælið manns þegar maður var lítill. Það var oft mikið vesen fyrir mömmu að fá einhvern til að mæta en hún var að reyna að halda upp á afmælið milli klukkan þrjú og fimm á gamlársdag. Var sjálf fréttastjóri á ríkisútvarpinu og mátti auðvitað ekkert vera að þessu en eitthvað varð að gera. Til að byrja með hélt ég reyndar að brennurnar og flugeldarnir og lætin öll væru út af mér. Það var dálítið góð tilfinning en þeim mun alvarlegra varð náttúrlega áfallið þegar ég áttaði mig á að svo var ekki. – Nei, nei. Þetta er bara afmælisdagurinn minn. Ég held að það sé enn verra að eiga afmæli á jólunum.“ En það verður margheilagt hjá þér núna. Þú fagnar nýju aldursári og nýjum tug, fyrir utan nýtt almanaksár eins og allir aðrir. Verður veisla? „Nei, nei. Ég ætla bara að vera að heiman. Við höfum yfirleitt verið saman um áramótin, ég og bróðir minn og fjölskyldur okkar. Svo ætlum við konan mín að halda upp á sextugsafmælin okkar þegar aðeins er liðið á árið.“ En er einhver tími fyrir stuð nú þegar þú ert orðinn þingmaður? Nei, nei, það er enginn tími fyrir veislur, maður er bara í stífri vinnu, aðallega stífu læri.“ Kanntu vel við þennan nýja starfsvettvang? „Já, þetta er spennandi starf og allt öðru vísi en annað sem ég hef fengist við. Ég er sem sagt bara að læra og það er gaman enn sem komið er.“ Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Þegar hringt er í Guðmund Andra Thorsson, rithöfund og nýbakaðan þingmann, hittist þannig á að hann er í fundahléi á hinu háa Alþingi. „Það var að ljúka fundi hér í allsherjar-og menntamálanefnd sem ég sit í og svo er þingfundur núna á eftir,“ segir hann og býst greinilega við einhverjum gáfulegum spurningum frá blaðamanni um landsins gagn og nauðsynjar en fær í staðinn þessa: Hvernig er að eiga afmæli á gamlársdag? „Ja – ég þekki svo sem ekkert annað,“ svarar hann. „En ég væri alveg til í að eiga afmæli í maí.“ Meinarðu svo að þú gætir farið út í fótbolta eftir súkkulaðidrykkjuna og kökuátið? „Já, eða að það hefði einhver getað komið í afmælið manns þegar maður var lítill. Það var oft mikið vesen fyrir mömmu að fá einhvern til að mæta en hún var að reyna að halda upp á afmælið milli klukkan þrjú og fimm á gamlársdag. Var sjálf fréttastjóri á ríkisútvarpinu og mátti auðvitað ekkert vera að þessu en eitthvað varð að gera. Til að byrja með hélt ég reyndar að brennurnar og flugeldarnir og lætin öll væru út af mér. Það var dálítið góð tilfinning en þeim mun alvarlegra varð náttúrlega áfallið þegar ég áttaði mig á að svo var ekki. – Nei, nei. Þetta er bara afmælisdagurinn minn. Ég held að það sé enn verra að eiga afmæli á jólunum.“ En það verður margheilagt hjá þér núna. Þú fagnar nýju aldursári og nýjum tug, fyrir utan nýtt almanaksár eins og allir aðrir. Verður veisla? „Nei, nei. Ég ætla bara að vera að heiman. Við höfum yfirleitt verið saman um áramótin, ég og bróðir minn og fjölskyldur okkar. Svo ætlum við konan mín að halda upp á sextugsafmælin okkar þegar aðeins er liðið á árið.“ En er einhver tími fyrir stuð nú þegar þú ert orðinn þingmaður? Nei, nei, það er enginn tími fyrir veislur, maður er bara í stífri vinnu, aðallega stífu læri.“ Kanntu vel við þennan nýja starfsvettvang? „Já, þetta er spennandi starf og allt öðru vísi en annað sem ég hef fengist við. Ég er sem sagt bara að læra og það er gaman enn sem komið er.“
Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira