Alþjóðlegur baráttudagur fyrir mannsæmandi vinnu - 7. október Framkvæmdastjórn Norræna verkalýðssambandsins (NFS) skrifar 5. október 2017 10:15 Við lifum á tímum hverfandi félagslegrar samheldni, þar sem andstæðurnar skerpast og óánægja eykst hjá stórum hluta þjóðarinnar. Á Vesturlöndum eykst stuðningur kjósenda við leiðtoga sem aðhyllast valdboð og popúlistíska stjórnmálaflokka – sem jafnvel einkennast af þjóðernishyggju og skorti á lýðræðislegum gildum. Frá sjónarhorni norrænnar verkalýðshreyfingar er þetta áhyggjuefni vegna þess að popúlismi hefur tilhneigingu til þess að taka eiginhagsmuni fram yfir alþjóðlegt samstarf, lokuð landamæri og verndarhyggju fram yfir frjálst flæði fólks, þjónustu, vöru og fjármagns, og valdboð fram yfir framsækin og frjálslynd gildi. Ein helsta ástæðan fyrir verndarstefnu og popúlisma er vaxandi efnahagslegur ójöfnuður. Staðfest er í mörgum rannsóknum þ.á.m. hjá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, að þróunin síðan á 9. áratug síðustu aldar hefur haft í för með sér að æ færri njóta góðs af auðlindum samfélagsins. Þetta er að miklu leyti afleiðing þeirrar efnahagsstefnu sem síðan á 9. áratugnum hefur viljað auka frjálsræði með því að fækka reglum, breyta skattkerfinu og draga úr opinberri fjárfestingu. Útþynnt samstarf aðila vinnumarkaðarins og minni alþjóðleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar, jafnt á vinnustöðum sem á heildarskiptingu gæða, innanlands, í Evrópu og á alþjóðavísu, hefur jafnvel stuðlað að auknum ójöfnuði. Við þetta bætast þær áskoranir sem fylgja hnattvæðingunni og stafrænu byltingunni, þar sem fólk er oft og tíðum með óreglulega ráðningarsamninga og kjör sem ekki eru til fyrirmyndar þegar litið er til sanngjarnra og samningsbundinna launa, vinnuumhverfis, félagslegs öryggis, orlofsmála og möguleika til endurmenntunar. Norræna verkalýðshreyfingin telur að besta leiðin til þess að stuðla að félagslegri samstöðu og berjast gegn andlýðræðislegum straumum sé að koma aftur á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna. Á alþjóðlegum baráttudegi fyrir mannsæmandi vinnu – World Day for Decent Work – skorum við á ríkisstjórnir Norðurlanda og Norrænu ráðherranefndina að styrkja og efla hinar fjórar stoðir í „Decent Work Agenda“, sem samþykktar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnuninni – stofnun Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um atvinnumál. Hinar fjórar stoðir Stefnunnar; aukin atvinna, réttindi verkafólks, skilvirkt samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg vernd, miða að því að koma á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna, og eru að miklu leyti í samræmi við grundvallaratriði norræna líkansins. Þannig stuðlar Stefnan einnig að því að ná markmiði 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna (Agenda 2030). Gerum því markmið 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og hinar fjóru stoðir í „Decent Work Agenda“ Alþjóðavinnumálastofnunarinnar að kjarna norræns samstarfs.Framkvæmdastjórn Norræna verkalýðssambandsins (NFS) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum hverfandi félagslegrar samheldni, þar sem andstæðurnar skerpast og óánægja eykst hjá stórum hluta þjóðarinnar. Á Vesturlöndum eykst stuðningur kjósenda við leiðtoga sem aðhyllast valdboð og popúlistíska stjórnmálaflokka – sem jafnvel einkennast af þjóðernishyggju og skorti á lýðræðislegum gildum. Frá sjónarhorni norrænnar verkalýðshreyfingar er þetta áhyggjuefni vegna þess að popúlismi hefur tilhneigingu til þess að taka eiginhagsmuni fram yfir alþjóðlegt samstarf, lokuð landamæri og verndarhyggju fram yfir frjálst flæði fólks, þjónustu, vöru og fjármagns, og valdboð fram yfir framsækin og frjálslynd gildi. Ein helsta ástæðan fyrir verndarstefnu og popúlisma er vaxandi efnahagslegur ójöfnuður. Staðfest er í mörgum rannsóknum þ.á.m. hjá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, að þróunin síðan á 9. áratug síðustu aldar hefur haft í för með sér að æ færri njóta góðs af auðlindum samfélagsins. Þetta er að miklu leyti afleiðing þeirrar efnahagsstefnu sem síðan á 9. áratugnum hefur viljað auka frjálsræði með því að fækka reglum, breyta skattkerfinu og draga úr opinberri fjárfestingu. Útþynnt samstarf aðila vinnumarkaðarins og minni alþjóðleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar, jafnt á vinnustöðum sem á heildarskiptingu gæða, innanlands, í Evrópu og á alþjóðavísu, hefur jafnvel stuðlað að auknum ójöfnuði. Við þetta bætast þær áskoranir sem fylgja hnattvæðingunni og stafrænu byltingunni, þar sem fólk er oft og tíðum með óreglulega ráðningarsamninga og kjör sem ekki eru til fyrirmyndar þegar litið er til sanngjarnra og samningsbundinna launa, vinnuumhverfis, félagslegs öryggis, orlofsmála og möguleika til endurmenntunar. Norræna verkalýðshreyfingin telur að besta leiðin til þess að stuðla að félagslegri samstöðu og berjast gegn andlýðræðislegum straumum sé að koma aftur á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna. Á alþjóðlegum baráttudegi fyrir mannsæmandi vinnu – World Day for Decent Work – skorum við á ríkisstjórnir Norðurlanda og Norrænu ráðherranefndina að styrkja og efla hinar fjórar stoðir í „Decent Work Agenda“, sem samþykktar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnuninni – stofnun Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um atvinnumál. Hinar fjórar stoðir Stefnunnar; aukin atvinna, réttindi verkafólks, skilvirkt samstarf aðila vinnumarkaðarins og félagsleg vernd, miða að því að koma á jafnvægi á milli félagslegrar ábyrgðar og efnahagslegra hagsmuna, og eru að miklu leyti í samræmi við grundvallaratriði norræna líkansins. Þannig stuðlar Stefnan einnig að því að ná markmiði 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna (Agenda 2030). Gerum því markmið 8 í Sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og hinar fjóru stoðir í „Decent Work Agenda“ Alþjóðavinnumálastofnunarinnar að kjarna norræns samstarfs.Framkvæmdastjórn Norræna verkalýðssambandsins (NFS)
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar