Um Alþingi og kosningar Reynir Vilhjálmsson skrifar 5. október 2017 15:14 Í dag, 5. október, eru 23 dagar til kosninga. Kosið verður nýtt þing og allt bendir til að miklar breytingar verði frá fyrra þingi. Skoðanakannanir hafa margoft sýnt að traust kjósenda á Alþingi er mjög lítið og áhöld eru um hvort það breytist skyndilega. Þorvaldur Gylfason ritar grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á þingið og vanhæfni þess að setja landinu nýja stjórnarskrá. Ég tek undir gagnrýni hans en bendi þó á að litlar líkur eru á að óhæft þing sem nýtur einskis trausts sé líklegt til að færa hlutina til betri vegar svo að einhverju muni. Hvað er til ráða? Tómas Guðmundsson segir í ljóði sínu um Hótel jörð að „við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða“. Við íslendingar höfum ekki nema þetta eina Alþingi og það hefur öll völd í okkar umboði. Málskotsréttur forseta er frekar lítilfjörlegur réttur landsbúa, því að hann er háður ákvörðun eins manns, og ef honum er beitt hefur þjóðin einungis möguleika á að segja annað hvort já eða nei við einni lagasetningu. Alþingi er í lófa lagt að koma í veg fyrir að þjóðin segi eitt eða neitt með því að draga lögin til baka – og setja ný. Hvað sem þessu líður erum við háð Alþingi hvort sem er í gleði eða neyð. Þess vegna verðum við að vanda til verka þegar við setjum krossinn okkar á þar til gerðan kjörseðil. Alþingi setur okkur lög og við verðum að hlýta þeim - óháð því hvort þau eru skynsamleg, sanngjörn eða réttlát. Ég haga mér í kjörklefanum ekki mikið öðruvísi en margir aðrir kjósendur. Þegar ég var ungur fór ég að hallast að heimsskoðun sem ég hef fylgt síðan. Það skiptir miklu máli um það hvar ég set krossinn. Það væri mjög erfitt fyrir mig að setja krossinn annars staðar jafnvel þótt mér líkaði stefna einhverra annara flokka vel. Þrátt fyrir það er mér stefna flokkanna mikilvæg jafnvel mikilvægari en nöfn þeirra sem eru í framboði. Ég tel það skyldu þingmanna að fylgja þeirri stefnu sem kjósendum hefur verið kynnt hver sem þingmaðurinn er. Að vísu er þingmaður einungis háður samvisku sinni en hún verður að bjóða honum eða henni að uppfylla loforðin sem þau gáfu kjósendum. Undantekningar verða að vera sjaldgæfar. Þegar ég set krossinn er mér ljóst að ég ber ábyrgð á því sem eftir fylgir. Það er sorglegt að heyra þegar fólk segir: Hvers vegna kjósum við aftur og aftur þetta lið yfir okkur? Berum við ekki sjálf ábyrgð á því? Höfum við kjark til að setja krossinn annars staðar en við erum vön? Höfum við kjark til að velja í þetta sinn Alþingi sem við ætlum að treysta? Höfum við kjark til að kjósa þing sem setur okkur nýja stjórnarskrá sem við getum síðan kosið um? Íslenska þjóðin hefur tvisvar kosið um stjórnarskrá. Í fyrra skiptið var 1944. Þá átti hún ekkert val. Seinna skiptið var 2012 en þá átti hún val og vildi tillögu stjórnarskrárráðs. Eða viljum við sem minnstar breytingar? Er það hættuminna að hafa engar breytingar eða getur það ekki verið hættulegt líka í heimi sem er sífellt að breytast? Það tekur enginn þessa ákvörðun fyrir okkur nema í einu tilviki – að við sitjum heima og kjósum ekki. Þá verða það aðrir sem ráða yfir okkur. Viljum við það? Reynir Vilhjálmsson eðlisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 5. október, eru 23 dagar til kosninga. Kosið verður nýtt þing og allt bendir til að miklar breytingar verði frá fyrra þingi. Skoðanakannanir hafa margoft sýnt að traust kjósenda á Alþingi er mjög lítið og áhöld eru um hvort það breytist skyndilega. Þorvaldur Gylfason ritar grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á þingið og vanhæfni þess að setja landinu nýja stjórnarskrá. Ég tek undir gagnrýni hans en bendi þó á að litlar líkur eru á að óhæft þing sem nýtur einskis trausts sé líklegt til að færa hlutina til betri vegar svo að einhverju muni. Hvað er til ráða? Tómas Guðmundsson segir í ljóði sínu um Hótel jörð að „við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða“. Við íslendingar höfum ekki nema þetta eina Alþingi og það hefur öll völd í okkar umboði. Málskotsréttur forseta er frekar lítilfjörlegur réttur landsbúa, því að hann er háður ákvörðun eins manns, og ef honum er beitt hefur þjóðin einungis möguleika á að segja annað hvort já eða nei við einni lagasetningu. Alþingi er í lófa lagt að koma í veg fyrir að þjóðin segi eitt eða neitt með því að draga lögin til baka – og setja ný. Hvað sem þessu líður erum við háð Alþingi hvort sem er í gleði eða neyð. Þess vegna verðum við að vanda til verka þegar við setjum krossinn okkar á þar til gerðan kjörseðil. Alþingi setur okkur lög og við verðum að hlýta þeim - óháð því hvort þau eru skynsamleg, sanngjörn eða réttlát. Ég haga mér í kjörklefanum ekki mikið öðruvísi en margir aðrir kjósendur. Þegar ég var ungur fór ég að hallast að heimsskoðun sem ég hef fylgt síðan. Það skiptir miklu máli um það hvar ég set krossinn. Það væri mjög erfitt fyrir mig að setja krossinn annars staðar jafnvel þótt mér líkaði stefna einhverra annara flokka vel. Þrátt fyrir það er mér stefna flokkanna mikilvæg jafnvel mikilvægari en nöfn þeirra sem eru í framboði. Ég tel það skyldu þingmanna að fylgja þeirri stefnu sem kjósendum hefur verið kynnt hver sem þingmaðurinn er. Að vísu er þingmaður einungis háður samvisku sinni en hún verður að bjóða honum eða henni að uppfylla loforðin sem þau gáfu kjósendum. Undantekningar verða að vera sjaldgæfar. Þegar ég set krossinn er mér ljóst að ég ber ábyrgð á því sem eftir fylgir. Það er sorglegt að heyra þegar fólk segir: Hvers vegna kjósum við aftur og aftur þetta lið yfir okkur? Berum við ekki sjálf ábyrgð á því? Höfum við kjark til að setja krossinn annars staðar en við erum vön? Höfum við kjark til að velja í þetta sinn Alþingi sem við ætlum að treysta? Höfum við kjark til að kjósa þing sem setur okkur nýja stjórnarskrá sem við getum síðan kosið um? Íslenska þjóðin hefur tvisvar kosið um stjórnarskrá. Í fyrra skiptið var 1944. Þá átti hún ekkert val. Seinna skiptið var 2012 en þá átti hún val og vildi tillögu stjórnarskrárráðs. Eða viljum við sem minnstar breytingar? Er það hættuminna að hafa engar breytingar eða getur það ekki verið hættulegt líka í heimi sem er sífellt að breytast? Það tekur enginn þessa ákvörðun fyrir okkur nema í einu tilviki – að við sitjum heima og kjósum ekki. Þá verða það aðrir sem ráða yfir okkur. Viljum við það? Reynir Vilhjálmsson eðlisfræðingur.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar