Við erum ekki orðnar saddar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2017 06:00 Gleðin var við völd hjá Stjörnustúlkum er þær fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir magnaðan sigur á Fram í Safamýrinni. fréttablaðið/andri Fram var í kjörstöðu fyrir leikinn gegn Stjörnunni um helgina. Tveim stigum á undan og mátti tapa leiknum með fjórum mörkum og jafnvel fimm. Stjörnustúlkur vissu alveg hvað þær þurftu að gera og unnu leikinn með sex marka mun, 21-27, og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stæl. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði markið mikilvæga undir lokin en hún fór á kostum í leiknum og skoraði níu mörk.Einn okkar besti leikur „Þetta var mjög góður leikur og einn sá besti hjá okkur í vetur. Mér leið vel alla vikuna og var klár í þennan slag. Við ætluðum okkur alltaf að ná þessu og það gekk sem betur fer eftir,“ segir Helena Rut en Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Við náðum að halda forskotinu út allan leikinn. Misstum bara niður í fjögur en komumst svo upp í sex. Fram fékk lokasóknina en mér fannst það ekkert standa tæpt frekar en allan leikinn. Vörnin hélt vel allan tímann og stelpurnar í markinu mjög góðar fyrir aftan. Það var svo ljúft að sjá boltann liggja í netinu hjá mér í lokamarkinu.“ Stjarnan varð með þessum sigri tvöfaldur meistari í vetur en þær unnu einnig bikarkeppnina fyrr í vetur. Liðið er þó ekki búið að fá nóg. „Við erum ekki orðnar saddar og ætlum okkur alla leið. Ég hef ekki enn unnið Íslandsmeistaratitilinn. Hann er einn eftir og ég stefni á að fá hann núna. Við erum allar staðráðnar í að taka þennan titil,“ segir skyttan sterka en hvað gerir þetta Stjörnulið svona gott?Mikil breidd „Við erum með rosalega góðan mannskap og mikla breidd. Eigum tvo frábæra markverði. Vörnin hefur verið góð og liðið hefur bætt sig jafnt og þétt í allan vetur. Breiddin er sterk og ef einhver finnur sig ekki þá er alltaf einhver önnur góð klár í að koma af bekknum.“ Stjarnan mætir Gróttu í undanúrslitunum á meðan Fram spilar við Hauka. Stjarnan er búin að tapa fyrir Gróttunni tvö ár í röð í úrslitum Íslandsmótsins og er búið að tapa úrslitaeinvíginu fjögur ár í röð. Það á ekki að koma fyrir aftur.Helena sækir hér að marki Fram um helgina.fréttablaðið/andriNóg af silfri „Ég er mjög spennt fyrir því að mæta Gróttu og við eigum heldur betur harma að hefna gegn þeim. Ég eiginlega get ekki beðið yfir páskana eftir að byrja. Ég held að þetta verði jafnt og spennandi einvígi. Þessi síðustu tvö ár sitja í okkur. Við erum vel stemmdar og ákveðnar í að komast áfram,“ segir Helena en Stjarnan og Fram voru yfirburðalið í deildinni í vetur. Flestir spá þar af leiðandi þeim í úrslitum en Helena segir að það sé ekkert gefið. „Úrslitakeppnin er allt annað mót og allt öðruvísi. Stjarnan og Fram hafa samt sýnt sinn styrkleika en Fram hefur tapað gegn Haukum og við gegn Gróttu. Þau eiga því séns í þessi einvígi. Grótta nær alltaf góðum leik gegn okkur og ég á því von á mjög erfiðum leikjum. Eftir fjögur silfur í röð kemur samt ekkert annað til greina hjá okkur en gull.“Festa sig í sessi með landsliðinu Helena Rut hefur sífellt verið að bæta sinn leik og er lykilmaður í Stjörnuliðinu. Hún skoraði 112 mörk í deildinni og var markahæst Stjörnukvenna. „Ég hef náð að bæta mig í ár sem er alltaf stefnan. Ég hef bætt leikskilninginn og er skynsamari í sókninni en áður. Ég er orðin fjölhæfari og farin að opna betur fyrir hinar í kringum mig,“ segir Helena en hún ætlar að festa sig í sessi með landsliðinu. „Ég fékk tækifæri í síðasta landsliðsverkefni og það gekk ágætlega. Vonandi fæ ég fleiri tækifæri þar. Ég stefni alltaf lengra og langar að ná langt í íþróttinni. Vonandi næ ég að festa mig í sessi þar eftir að hafa verið inn og út úr hópnum.“ Ef skyttan heldur áfram á sömu braut þá hljóta erlend lið að fara að banka á dyrnar. „Það væri gaman að komast út. Ég ætla samt fyrst að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en ég reyni það. Vonandi gerist það í ár. Draumurinn er að komast út einhvern tímann. Mér líður samt vel í Stjörnunni og er ekki að hugsa um neitt annað en að vinna Íslandsmeistaratitilinn núna.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Fram var í kjörstöðu fyrir leikinn gegn Stjörnunni um helgina. Tveim stigum á undan og mátti tapa leiknum með fjórum mörkum og jafnvel fimm. Stjörnustúlkur vissu alveg hvað þær þurftu að gera og unnu leikinn með sex marka mun, 21-27, og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stæl. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði markið mikilvæga undir lokin en hún fór á kostum í leiknum og skoraði níu mörk.Einn okkar besti leikur „Þetta var mjög góður leikur og einn sá besti hjá okkur í vetur. Mér leið vel alla vikuna og var klár í þennan slag. Við ætluðum okkur alltaf að ná þessu og það gekk sem betur fer eftir,“ segir Helena Rut en Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Við náðum að halda forskotinu út allan leikinn. Misstum bara niður í fjögur en komumst svo upp í sex. Fram fékk lokasóknina en mér fannst það ekkert standa tæpt frekar en allan leikinn. Vörnin hélt vel allan tímann og stelpurnar í markinu mjög góðar fyrir aftan. Það var svo ljúft að sjá boltann liggja í netinu hjá mér í lokamarkinu.“ Stjarnan varð með þessum sigri tvöfaldur meistari í vetur en þær unnu einnig bikarkeppnina fyrr í vetur. Liðið er þó ekki búið að fá nóg. „Við erum ekki orðnar saddar og ætlum okkur alla leið. Ég hef ekki enn unnið Íslandsmeistaratitilinn. Hann er einn eftir og ég stefni á að fá hann núna. Við erum allar staðráðnar í að taka þennan titil,“ segir skyttan sterka en hvað gerir þetta Stjörnulið svona gott?Mikil breidd „Við erum með rosalega góðan mannskap og mikla breidd. Eigum tvo frábæra markverði. Vörnin hefur verið góð og liðið hefur bætt sig jafnt og þétt í allan vetur. Breiddin er sterk og ef einhver finnur sig ekki þá er alltaf einhver önnur góð klár í að koma af bekknum.“ Stjarnan mætir Gróttu í undanúrslitunum á meðan Fram spilar við Hauka. Stjarnan er búin að tapa fyrir Gróttunni tvö ár í röð í úrslitum Íslandsmótsins og er búið að tapa úrslitaeinvíginu fjögur ár í röð. Það á ekki að koma fyrir aftur.Helena sækir hér að marki Fram um helgina.fréttablaðið/andriNóg af silfri „Ég er mjög spennt fyrir því að mæta Gróttu og við eigum heldur betur harma að hefna gegn þeim. Ég eiginlega get ekki beðið yfir páskana eftir að byrja. Ég held að þetta verði jafnt og spennandi einvígi. Þessi síðustu tvö ár sitja í okkur. Við erum vel stemmdar og ákveðnar í að komast áfram,“ segir Helena en Stjarnan og Fram voru yfirburðalið í deildinni í vetur. Flestir spá þar af leiðandi þeim í úrslitum en Helena segir að það sé ekkert gefið. „Úrslitakeppnin er allt annað mót og allt öðruvísi. Stjarnan og Fram hafa samt sýnt sinn styrkleika en Fram hefur tapað gegn Haukum og við gegn Gróttu. Þau eiga því séns í þessi einvígi. Grótta nær alltaf góðum leik gegn okkur og ég á því von á mjög erfiðum leikjum. Eftir fjögur silfur í röð kemur samt ekkert annað til greina hjá okkur en gull.“Festa sig í sessi með landsliðinu Helena Rut hefur sífellt verið að bæta sinn leik og er lykilmaður í Stjörnuliðinu. Hún skoraði 112 mörk í deildinni og var markahæst Stjörnukvenna. „Ég hef náð að bæta mig í ár sem er alltaf stefnan. Ég hef bætt leikskilninginn og er skynsamari í sókninni en áður. Ég er orðin fjölhæfari og farin að opna betur fyrir hinar í kringum mig,“ segir Helena en hún ætlar að festa sig í sessi með landsliðinu. „Ég fékk tækifæri í síðasta landsliðsverkefni og það gekk ágætlega. Vonandi fæ ég fleiri tækifæri þar. Ég stefni alltaf lengra og langar að ná langt í íþróttinni. Vonandi næ ég að festa mig í sessi þar eftir að hafa verið inn og út úr hópnum.“ Ef skyttan heldur áfram á sömu braut þá hljóta erlend lið að fara að banka á dyrnar. „Það væri gaman að komast út. Ég ætla samt fyrst að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en ég reyni það. Vonandi gerist það í ár. Draumurinn er að komast út einhvern tímann. Mér líður samt vel í Stjörnunni og er ekki að hugsa um neitt annað en að vinna Íslandsmeistaratitilinn núna.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira