Við erum ekki orðnar saddar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2017 06:00 Gleðin var við völd hjá Stjörnustúlkum er þær fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir magnaðan sigur á Fram í Safamýrinni. fréttablaðið/andri Fram var í kjörstöðu fyrir leikinn gegn Stjörnunni um helgina. Tveim stigum á undan og mátti tapa leiknum með fjórum mörkum og jafnvel fimm. Stjörnustúlkur vissu alveg hvað þær þurftu að gera og unnu leikinn með sex marka mun, 21-27, og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stæl. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði markið mikilvæga undir lokin en hún fór á kostum í leiknum og skoraði níu mörk.Einn okkar besti leikur „Þetta var mjög góður leikur og einn sá besti hjá okkur í vetur. Mér leið vel alla vikuna og var klár í þennan slag. Við ætluðum okkur alltaf að ná þessu og það gekk sem betur fer eftir,“ segir Helena Rut en Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Við náðum að halda forskotinu út allan leikinn. Misstum bara niður í fjögur en komumst svo upp í sex. Fram fékk lokasóknina en mér fannst það ekkert standa tæpt frekar en allan leikinn. Vörnin hélt vel allan tímann og stelpurnar í markinu mjög góðar fyrir aftan. Það var svo ljúft að sjá boltann liggja í netinu hjá mér í lokamarkinu.“ Stjarnan varð með þessum sigri tvöfaldur meistari í vetur en þær unnu einnig bikarkeppnina fyrr í vetur. Liðið er þó ekki búið að fá nóg. „Við erum ekki orðnar saddar og ætlum okkur alla leið. Ég hef ekki enn unnið Íslandsmeistaratitilinn. Hann er einn eftir og ég stefni á að fá hann núna. Við erum allar staðráðnar í að taka þennan titil,“ segir skyttan sterka en hvað gerir þetta Stjörnulið svona gott?Mikil breidd „Við erum með rosalega góðan mannskap og mikla breidd. Eigum tvo frábæra markverði. Vörnin hefur verið góð og liðið hefur bætt sig jafnt og þétt í allan vetur. Breiddin er sterk og ef einhver finnur sig ekki þá er alltaf einhver önnur góð klár í að koma af bekknum.“ Stjarnan mætir Gróttu í undanúrslitunum á meðan Fram spilar við Hauka. Stjarnan er búin að tapa fyrir Gróttunni tvö ár í röð í úrslitum Íslandsmótsins og er búið að tapa úrslitaeinvíginu fjögur ár í röð. Það á ekki að koma fyrir aftur.Helena sækir hér að marki Fram um helgina.fréttablaðið/andriNóg af silfri „Ég er mjög spennt fyrir því að mæta Gróttu og við eigum heldur betur harma að hefna gegn þeim. Ég eiginlega get ekki beðið yfir páskana eftir að byrja. Ég held að þetta verði jafnt og spennandi einvígi. Þessi síðustu tvö ár sitja í okkur. Við erum vel stemmdar og ákveðnar í að komast áfram,“ segir Helena en Stjarnan og Fram voru yfirburðalið í deildinni í vetur. Flestir spá þar af leiðandi þeim í úrslitum en Helena segir að það sé ekkert gefið. „Úrslitakeppnin er allt annað mót og allt öðruvísi. Stjarnan og Fram hafa samt sýnt sinn styrkleika en Fram hefur tapað gegn Haukum og við gegn Gróttu. Þau eiga því séns í þessi einvígi. Grótta nær alltaf góðum leik gegn okkur og ég á því von á mjög erfiðum leikjum. Eftir fjögur silfur í röð kemur samt ekkert annað til greina hjá okkur en gull.“Festa sig í sessi með landsliðinu Helena Rut hefur sífellt verið að bæta sinn leik og er lykilmaður í Stjörnuliðinu. Hún skoraði 112 mörk í deildinni og var markahæst Stjörnukvenna. „Ég hef náð að bæta mig í ár sem er alltaf stefnan. Ég hef bætt leikskilninginn og er skynsamari í sókninni en áður. Ég er orðin fjölhæfari og farin að opna betur fyrir hinar í kringum mig,“ segir Helena en hún ætlar að festa sig í sessi með landsliðinu. „Ég fékk tækifæri í síðasta landsliðsverkefni og það gekk ágætlega. Vonandi fæ ég fleiri tækifæri þar. Ég stefni alltaf lengra og langar að ná langt í íþróttinni. Vonandi næ ég að festa mig í sessi þar eftir að hafa verið inn og út úr hópnum.“ Ef skyttan heldur áfram á sömu braut þá hljóta erlend lið að fara að banka á dyrnar. „Það væri gaman að komast út. Ég ætla samt fyrst að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en ég reyni það. Vonandi gerist það í ár. Draumurinn er að komast út einhvern tímann. Mér líður samt vel í Stjörnunni og er ekki að hugsa um neitt annað en að vinna Íslandsmeistaratitilinn núna.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Fram var í kjörstöðu fyrir leikinn gegn Stjörnunni um helgina. Tveim stigum á undan og mátti tapa leiknum með fjórum mörkum og jafnvel fimm. Stjörnustúlkur vissu alveg hvað þær þurftu að gera og unnu leikinn með sex marka mun, 21-27, og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stæl. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði markið mikilvæga undir lokin en hún fór á kostum í leiknum og skoraði níu mörk.Einn okkar besti leikur „Þetta var mjög góður leikur og einn sá besti hjá okkur í vetur. Mér leið vel alla vikuna og var klár í þennan slag. Við ætluðum okkur alltaf að ná þessu og það gekk sem betur fer eftir,“ segir Helena Rut en Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Við náðum að halda forskotinu út allan leikinn. Misstum bara niður í fjögur en komumst svo upp í sex. Fram fékk lokasóknina en mér fannst það ekkert standa tæpt frekar en allan leikinn. Vörnin hélt vel allan tímann og stelpurnar í markinu mjög góðar fyrir aftan. Það var svo ljúft að sjá boltann liggja í netinu hjá mér í lokamarkinu.“ Stjarnan varð með þessum sigri tvöfaldur meistari í vetur en þær unnu einnig bikarkeppnina fyrr í vetur. Liðið er þó ekki búið að fá nóg. „Við erum ekki orðnar saddar og ætlum okkur alla leið. Ég hef ekki enn unnið Íslandsmeistaratitilinn. Hann er einn eftir og ég stefni á að fá hann núna. Við erum allar staðráðnar í að taka þennan titil,“ segir skyttan sterka en hvað gerir þetta Stjörnulið svona gott?Mikil breidd „Við erum með rosalega góðan mannskap og mikla breidd. Eigum tvo frábæra markverði. Vörnin hefur verið góð og liðið hefur bætt sig jafnt og þétt í allan vetur. Breiddin er sterk og ef einhver finnur sig ekki þá er alltaf einhver önnur góð klár í að koma af bekknum.“ Stjarnan mætir Gróttu í undanúrslitunum á meðan Fram spilar við Hauka. Stjarnan er búin að tapa fyrir Gróttunni tvö ár í röð í úrslitum Íslandsmótsins og er búið að tapa úrslitaeinvíginu fjögur ár í röð. Það á ekki að koma fyrir aftur.Helena sækir hér að marki Fram um helgina.fréttablaðið/andriNóg af silfri „Ég er mjög spennt fyrir því að mæta Gróttu og við eigum heldur betur harma að hefna gegn þeim. Ég eiginlega get ekki beðið yfir páskana eftir að byrja. Ég held að þetta verði jafnt og spennandi einvígi. Þessi síðustu tvö ár sitja í okkur. Við erum vel stemmdar og ákveðnar í að komast áfram,“ segir Helena en Stjarnan og Fram voru yfirburðalið í deildinni í vetur. Flestir spá þar af leiðandi þeim í úrslitum en Helena segir að það sé ekkert gefið. „Úrslitakeppnin er allt annað mót og allt öðruvísi. Stjarnan og Fram hafa samt sýnt sinn styrkleika en Fram hefur tapað gegn Haukum og við gegn Gróttu. Þau eiga því séns í þessi einvígi. Grótta nær alltaf góðum leik gegn okkur og ég á því von á mjög erfiðum leikjum. Eftir fjögur silfur í röð kemur samt ekkert annað til greina hjá okkur en gull.“Festa sig í sessi með landsliðinu Helena Rut hefur sífellt verið að bæta sinn leik og er lykilmaður í Stjörnuliðinu. Hún skoraði 112 mörk í deildinni og var markahæst Stjörnukvenna. „Ég hef náð að bæta mig í ár sem er alltaf stefnan. Ég hef bætt leikskilninginn og er skynsamari í sókninni en áður. Ég er orðin fjölhæfari og farin að opna betur fyrir hinar í kringum mig,“ segir Helena en hún ætlar að festa sig í sessi með landsliðinu. „Ég fékk tækifæri í síðasta landsliðsverkefni og það gekk ágætlega. Vonandi fæ ég fleiri tækifæri þar. Ég stefni alltaf lengra og langar að ná langt í íþróttinni. Vonandi næ ég að festa mig í sessi þar eftir að hafa verið inn og út úr hópnum.“ Ef skyttan heldur áfram á sömu braut þá hljóta erlend lið að fara að banka á dyrnar. „Það væri gaman að komast út. Ég ætla samt fyrst að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en ég reyni það. Vonandi gerist það í ár. Draumurinn er að komast út einhvern tímann. Mér líður samt vel í Stjörnunni og er ekki að hugsa um neitt annað en að vinna Íslandsmeistaratitilinn núna.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira