Rúmlega tveggja áratuga bið Selfoss á enda | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2017 12:15 vísir/eyþór Eftir 21 árs bið leikur karlalið Selfoss í handbolta sinn fyrsta leik í úrslitakeppni þegar það sækir Aftureldingu heim í kvöld. Nýliðar Selfoss enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar í vetur sem verður að teljast afar góður árangur hjá ungu og óreyndu liði. Verðlaunin fyrir það eru leikir gegn Aftureldingu, silfurliði síðustu tveggja ára. Fyrsti leikur liðanna er í N1-höllinni í Mosfellsbæ klukkan 20:00 í kvöld. Þetta er mikill áfangi fyrir Selfoss en liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 1996. Það tímabil endaði Selfoss í 8. sæti Nissandeildarinnar og mætti deildarmeisturum KA í 8-liða úrslitum.Svona var lið Selfoss skipað fyrir 21 ári síðan.mynd/skjáskotKA vann fyrsta leikinn fyrir norðan 34-32 þar sem þeir Patrekur Jóhannesson og Róbert Julian Duranona skoruðu samtals 23 mörk. Valdimar Grímsson, spilandi þjálfari Selfoss, skoraði 12 mörk og Einar Gunnar Sigurðsson bætti sjö mörkum við fyrir gestina. Auk þeirra voru kappar eins og Sigurjón Bjarnason, Gísli Felix Bjarnason og Erlingur Richardsson í liði Selfoss fyrir 21 ári. Selfoss jafnaði metin með eins marks sigri, 25-24, í öðrum leiknum á heimavelli. Valdimar var aftur markahæstur í liði Selfoss með sjö mörk. Í oddaleiknum hafði KA svo betur, 27-21, og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Valdimar og Björgvin Þór Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Selfoss í leiknum. Tveir leikmenn í Selfoss-liðinu í dag eiga pabba sem voru í liðinu 1996. Sonur Gríms Hergeirssonar, Hergeir Grímsson, er einn af lykilmönnum Selfoss í dag og sömu sögu er að segja af Teiti Erni Einarssyni Guðmundssonar. Þess má geta að Grímur Hergeirsson er aðstoðarmaður Stefáns Árnasonar, þjálfara Selfoss, í dag. Í tilefni af þessum fyrsta leik Selfoss í úrslitakeppni í rúma tvo áratugi bjuggu Selfyssingar til skemmtilegt myndband þar sem sagan er rifjuð upp. Myndbandið má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Eftir 21 árs bið leikur karlalið Selfoss í handbolta sinn fyrsta leik í úrslitakeppni þegar það sækir Aftureldingu heim í kvöld. Nýliðar Selfoss enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar í vetur sem verður að teljast afar góður árangur hjá ungu og óreyndu liði. Verðlaunin fyrir það eru leikir gegn Aftureldingu, silfurliði síðustu tveggja ára. Fyrsti leikur liðanna er í N1-höllinni í Mosfellsbæ klukkan 20:00 í kvöld. Þetta er mikill áfangi fyrir Selfoss en liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 1996. Það tímabil endaði Selfoss í 8. sæti Nissandeildarinnar og mætti deildarmeisturum KA í 8-liða úrslitum.Svona var lið Selfoss skipað fyrir 21 ári síðan.mynd/skjáskotKA vann fyrsta leikinn fyrir norðan 34-32 þar sem þeir Patrekur Jóhannesson og Róbert Julian Duranona skoruðu samtals 23 mörk. Valdimar Grímsson, spilandi þjálfari Selfoss, skoraði 12 mörk og Einar Gunnar Sigurðsson bætti sjö mörkum við fyrir gestina. Auk þeirra voru kappar eins og Sigurjón Bjarnason, Gísli Felix Bjarnason og Erlingur Richardsson í liði Selfoss fyrir 21 ári. Selfoss jafnaði metin með eins marks sigri, 25-24, í öðrum leiknum á heimavelli. Valdimar var aftur markahæstur í liði Selfoss með sjö mörk. Í oddaleiknum hafði KA svo betur, 27-21, og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Valdimar og Björgvin Þór Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Selfoss í leiknum. Tveir leikmenn í Selfoss-liðinu í dag eiga pabba sem voru í liðinu 1996. Sonur Gríms Hergeirssonar, Hergeir Grímsson, er einn af lykilmönnum Selfoss í dag og sömu sögu er að segja af Teiti Erni Einarssyni Guðmundssonar. Þess má geta að Grímur Hergeirsson er aðstoðarmaður Stefáns Árnasonar, þjálfara Selfoss, í dag. Í tilefni af þessum fyrsta leik Selfoss í úrslitakeppni í rúma tvo áratugi bjuggu Selfyssingar til skemmtilegt myndband þar sem sagan er rifjuð upp. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira