Rúmlega tveggja áratuga bið Selfoss á enda | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2017 12:15 vísir/eyþór Eftir 21 árs bið leikur karlalið Selfoss í handbolta sinn fyrsta leik í úrslitakeppni þegar það sækir Aftureldingu heim í kvöld. Nýliðar Selfoss enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar í vetur sem verður að teljast afar góður árangur hjá ungu og óreyndu liði. Verðlaunin fyrir það eru leikir gegn Aftureldingu, silfurliði síðustu tveggja ára. Fyrsti leikur liðanna er í N1-höllinni í Mosfellsbæ klukkan 20:00 í kvöld. Þetta er mikill áfangi fyrir Selfoss en liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 1996. Það tímabil endaði Selfoss í 8. sæti Nissandeildarinnar og mætti deildarmeisturum KA í 8-liða úrslitum.Svona var lið Selfoss skipað fyrir 21 ári síðan.mynd/skjáskotKA vann fyrsta leikinn fyrir norðan 34-32 þar sem þeir Patrekur Jóhannesson og Róbert Julian Duranona skoruðu samtals 23 mörk. Valdimar Grímsson, spilandi þjálfari Selfoss, skoraði 12 mörk og Einar Gunnar Sigurðsson bætti sjö mörkum við fyrir gestina. Auk þeirra voru kappar eins og Sigurjón Bjarnason, Gísli Felix Bjarnason og Erlingur Richardsson í liði Selfoss fyrir 21 ári. Selfoss jafnaði metin með eins marks sigri, 25-24, í öðrum leiknum á heimavelli. Valdimar var aftur markahæstur í liði Selfoss með sjö mörk. Í oddaleiknum hafði KA svo betur, 27-21, og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Valdimar og Björgvin Þór Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Selfoss í leiknum. Tveir leikmenn í Selfoss-liðinu í dag eiga pabba sem voru í liðinu 1996. Sonur Gríms Hergeirssonar, Hergeir Grímsson, er einn af lykilmönnum Selfoss í dag og sömu sögu er að segja af Teiti Erni Einarssyni Guðmundssonar. Þess má geta að Grímur Hergeirsson er aðstoðarmaður Stefáns Árnasonar, þjálfara Selfoss, í dag. Í tilefni af þessum fyrsta leik Selfoss í úrslitakeppni í rúma tvo áratugi bjuggu Selfyssingar til skemmtilegt myndband þar sem sagan er rifjuð upp. Myndbandið má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Eftir 21 árs bið leikur karlalið Selfoss í handbolta sinn fyrsta leik í úrslitakeppni þegar það sækir Aftureldingu heim í kvöld. Nýliðar Selfoss enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar í vetur sem verður að teljast afar góður árangur hjá ungu og óreyndu liði. Verðlaunin fyrir það eru leikir gegn Aftureldingu, silfurliði síðustu tveggja ára. Fyrsti leikur liðanna er í N1-höllinni í Mosfellsbæ klukkan 20:00 í kvöld. Þetta er mikill áfangi fyrir Selfoss en liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 1996. Það tímabil endaði Selfoss í 8. sæti Nissandeildarinnar og mætti deildarmeisturum KA í 8-liða úrslitum.Svona var lið Selfoss skipað fyrir 21 ári síðan.mynd/skjáskotKA vann fyrsta leikinn fyrir norðan 34-32 þar sem þeir Patrekur Jóhannesson og Róbert Julian Duranona skoruðu samtals 23 mörk. Valdimar Grímsson, spilandi þjálfari Selfoss, skoraði 12 mörk og Einar Gunnar Sigurðsson bætti sjö mörkum við fyrir gestina. Auk þeirra voru kappar eins og Sigurjón Bjarnason, Gísli Felix Bjarnason og Erlingur Richardsson í liði Selfoss fyrir 21 ári. Selfoss jafnaði metin með eins marks sigri, 25-24, í öðrum leiknum á heimavelli. Valdimar var aftur markahæstur í liði Selfoss með sjö mörk. Í oddaleiknum hafði KA svo betur, 27-21, og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Valdimar og Björgvin Þór Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Selfoss í leiknum. Tveir leikmenn í Selfoss-liðinu í dag eiga pabba sem voru í liðinu 1996. Sonur Gríms Hergeirssonar, Hergeir Grímsson, er einn af lykilmönnum Selfoss í dag og sömu sögu er að segja af Teiti Erni Einarssyni Guðmundssonar. Þess má geta að Grímur Hergeirsson er aðstoðarmaður Stefáns Árnasonar, þjálfara Selfoss, í dag. Í tilefni af þessum fyrsta leik Selfoss í úrslitakeppni í rúma tvo áratugi bjuggu Selfyssingar til skemmtilegt myndband þar sem sagan er rifjuð upp. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn