Alvarlegur hagsmunaárekstur í Hollvinafélagi MR Hrafnkell Hringur Helgason skrifar 26. maí 2017 14:01 Kristín Heimisdóttir, stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, hefur áhyggjur af því að framboð mitt til formanns félagsins stefni starfi þess í hættu. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á Stundinni í dag. Ég hef aldrei hitt Kristínu og veit ekki hvað fær hana til að fella þennan dóm yfir mér og mínu framboði. Ég er ekki þekktur fyrir annað en að vanda til verka þegar ég tek að mér ábyrgðarhlutverk. Kristín bendir á að Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi „unnið af heilindum og reynst einstaklega málefnalegur í öllu starfi fyrir hollvini.“ Þessu er ég hjartanlega sammála, enda tók ég einmitt fram í framboðstilkynningu minni síðustu helgi að Benedikt ætti hrós skilið fyrir að hafa „leitt félagið með glæsibrag“. Við Benedikt áttum góðan og málefnalegan fund á þriðjudaginn. Þar kom fram að störf Hollvinafélagsins fælust einna helst í því að hringja í einstaklinga og fyrirtæki og safna fjármunum til styrktar Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta væri einkum á hendi formannsins sjálfs. Nefnir Kristín að félagið hafi safnað 15 milljónum á undanförnum árum sem hafi runnið beint til skólans. Ég bið félagsmenn og núverandi og tilvonandi stjórnarmenn um að staldra við og velta fyrir sér þessari spurningu: Er við hæfi að sjálfur fjármálaráðherra Íslands – æðsti aðili framkvæmdavaldsins þegar kemur að fjármálastjórnun hins opinbera og flutningsmaður fjárlaga á ári hverju – stundi það í frítíma sínum að hringja í fólk og fyrirtæki fyrir hönd félagasamtaka til að biðja um peningastyrki? Ég tel að slíkt sé ekki í anda góðs stjórnmálasiðferðis né vandaðra stjórnsýsluhátta. Þá tel ég einnig að færa megi haldbær rök fyrir því að athafnir af þessu tagi stangist á við siðareglur ráðherra. Kristín gefur lítið fyrir gagnrýni mína á niðurskurð til framhaldsskóla og lætur eins og þar sé um aukaatriði að ræða. Í raun afgreiðir hún ábendingar mínar um skert fjárframlög með setningunni: „Menn geta haft sínar skoðanir.“ Það er ekki skoðun að samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin. Það er staðreynd. Það er líka staðreynd að árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Menntakerfið á Íslandi fær beinlínis skelfilega útreið í fjármálaáætlun Benedikts. Stjórnendur framhaldsskólanna og framhaldsskólakennarar hafa gagnrýnt áætlunina harðlega. Á meðan hefur ekki heyrst múkk frá Hollvinafélagi MR, enda er Benedikt, flutningsmaður fjármálaáætlunarinnar, sjálfur formaður félagsins. Hagsmunaáreksturinn er augljós. Raunar er Benedikt Jóhannesson að koma sjálfum sér í vandræði með því að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Hollvinafélags MR meðan hann gegnir embætti fjármálaráðherra. Framboð mitt gæti skorið hann úr þeirri snöru. Ég minni á að allir útskrifaðir MR-ingar eru sjálfkrafa félagar í Hollvinafélaginu og hvet þá til að fjölmenna á aðalfund þess í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík kl. 13:00 á laugardag. Skerum upp herör gegn fjársveltistefnu í menntamálum og krefjumst þess að stjórnvöld byggi upp í stað þess að skera niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Kristín Heimisdóttir, stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, hefur áhyggjur af því að framboð mitt til formanns félagsins stefni starfi þess í hættu. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á Stundinni í dag. Ég hef aldrei hitt Kristínu og veit ekki hvað fær hana til að fella þennan dóm yfir mér og mínu framboði. Ég er ekki þekktur fyrir annað en að vanda til verka þegar ég tek að mér ábyrgðarhlutverk. Kristín bendir á að Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi „unnið af heilindum og reynst einstaklega málefnalegur í öllu starfi fyrir hollvini.“ Þessu er ég hjartanlega sammála, enda tók ég einmitt fram í framboðstilkynningu minni síðustu helgi að Benedikt ætti hrós skilið fyrir að hafa „leitt félagið með glæsibrag“. Við Benedikt áttum góðan og málefnalegan fund á þriðjudaginn. Þar kom fram að störf Hollvinafélagsins fælust einna helst í því að hringja í einstaklinga og fyrirtæki og safna fjármunum til styrktar Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta væri einkum á hendi formannsins sjálfs. Nefnir Kristín að félagið hafi safnað 15 milljónum á undanförnum árum sem hafi runnið beint til skólans. Ég bið félagsmenn og núverandi og tilvonandi stjórnarmenn um að staldra við og velta fyrir sér þessari spurningu: Er við hæfi að sjálfur fjármálaráðherra Íslands – æðsti aðili framkvæmdavaldsins þegar kemur að fjármálastjórnun hins opinbera og flutningsmaður fjárlaga á ári hverju – stundi það í frítíma sínum að hringja í fólk og fyrirtæki fyrir hönd félagasamtaka til að biðja um peningastyrki? Ég tel að slíkt sé ekki í anda góðs stjórnmálasiðferðis né vandaðra stjórnsýsluhátta. Þá tel ég einnig að færa megi haldbær rök fyrir því að athafnir af þessu tagi stangist á við siðareglur ráðherra. Kristín gefur lítið fyrir gagnrýni mína á niðurskurð til framhaldsskóla og lætur eins og þar sé um aukaatriði að ræða. Í raun afgreiðir hún ábendingar mínar um skert fjárframlög með setningunni: „Menn geta haft sínar skoðanir.“ Það er ekki skoðun að samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin. Það er staðreynd. Það er líka staðreynd að árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Menntakerfið á Íslandi fær beinlínis skelfilega útreið í fjármálaáætlun Benedikts. Stjórnendur framhaldsskólanna og framhaldsskólakennarar hafa gagnrýnt áætlunina harðlega. Á meðan hefur ekki heyrst múkk frá Hollvinafélagi MR, enda er Benedikt, flutningsmaður fjármálaáætlunarinnar, sjálfur formaður félagsins. Hagsmunaáreksturinn er augljós. Raunar er Benedikt Jóhannesson að koma sjálfum sér í vandræði með því að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Hollvinafélags MR meðan hann gegnir embætti fjármálaráðherra. Framboð mitt gæti skorið hann úr þeirri snöru. Ég minni á að allir útskrifaðir MR-ingar eru sjálfkrafa félagar í Hollvinafélaginu og hvet þá til að fjölmenna á aðalfund þess í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík kl. 13:00 á laugardag. Skerum upp herör gegn fjársveltistefnu í menntamálum og krefjumst þess að stjórnvöld byggi upp í stað þess að skera niður.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar