Að eldast í borginni okkar, Reykjavík Dagbjört Jónsdóttir skrifar 27. október 2017 10:25 Mikið hefur verið rætt um eldri borgara undanfarin misseri. Fram hefur farið umræða um hvað varðar atvinnutækifæri eldri borgara og kjör þeirra, en þá ekki hvað síst hvað framtíð þeirra snertir sem eru að eldast í Borginni. Fyrir nokkrum árum var Félag eldri borgara stofnað (FEB) með það að markmiði að vekja athygli á eldri borgurum í samfélaginu og kjörum þeirra. Stór þáttur í starfsemi félagsins er að gera eldri borgurum kleift að hittast og sinna áhugamálum sínum, t.d. ganga saman, ferðast, stunda líkamsrækt og skapandi skrif svo eitthvað sé nefnt. Öll starfsemi félagsins miðar að því að hvetja eldri borgara til að lifa lífinu af áhuga og vera þátttakandur í lífinu. Fyrir nokkru var Grái herinn stofnaður; samtök eftirlaunaþega sem hvetja eldri borgara til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Þegar við ræðum um þá sem eru að eldast er okkur tamt að setja alla eftirlaunaþega undir einn hatt og tala einungis um eldri borgara. Það er mjög mikilvægt að skilgreina aldur eftirlaunaþega, þ.e. frá 67 – 80 ára eða frá 80 ára og eldri, því himinn og haf skilur fólk að á þessu aldursbili. Heilsa fólks eftir 67 ára aldur er oftar en ekki góð, því það að eldast er í sjálfu sér ekki sjúkdómur. Fyrstu 10 árin a.m.k. eftir að eftirlaunaaldri er náð er fólk ennþá í fullu fjöri, eins og sagt er, og tilbúið til að sinna hinum ýmsu verkefnum í samfélaginu, ef eftir því er spurt. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum eldri borgara að lifa lífinu lifandi og taka þátt í samfélaginu eins lengi og kostur er. Það er mjög mikilvægt fyrir eftirlaunaþega að eiga val, til dæmis um búsetuúrræði. Gjarnan er talað um að allir eftirlaunaþegar vilji búa sem lengst heima. Að mínu mati er þetta mantra sem hefur verið kyrjuð af miklum móð undanfarin ár. Margir eftirlaunaþegar búa einir, en myndu kjósa að búa í félagi við aðra, ef það væri í boði. Þegar búsetu eftirlaunaþega ber á góma er oftast er talað um hjúkrunarheimili. Á hjúkrunarheimilum búa aldraðir veikir einstaklingar sem þurfa umönnun allan sólarhringinn, en það er tiltölulega lítill hluti eftirlaunaþega sem þurfa að nýta þetta úrræði og þá ekki fyrr en seinna á ævinni. Þeir eru mun fleiri sem þurfa, og myndu vilja búsetuúræði eins og þjónustuíbúðir eða dvalarheimili stæði það til boða. Enginn er eyland er oft sagt, því öll þurfum við á félagsskap og umhyggju að halda allt frá fæðingu, og þá ekki hvað síst eftir langa ævi og þjónustu við samfélagið. Ég hvet Reykjavíkurborg, borgina okkar, að skoða málefni eldri borgara og aldraðra frá nýjum sjónarhóli, okkur öllum til velfarnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um eldri borgara undanfarin misseri. Fram hefur farið umræða um hvað varðar atvinnutækifæri eldri borgara og kjör þeirra, en þá ekki hvað síst hvað framtíð þeirra snertir sem eru að eldast í Borginni. Fyrir nokkrum árum var Félag eldri borgara stofnað (FEB) með það að markmiði að vekja athygli á eldri borgurum í samfélaginu og kjörum þeirra. Stór þáttur í starfsemi félagsins er að gera eldri borgurum kleift að hittast og sinna áhugamálum sínum, t.d. ganga saman, ferðast, stunda líkamsrækt og skapandi skrif svo eitthvað sé nefnt. Öll starfsemi félagsins miðar að því að hvetja eldri borgara til að lifa lífinu af áhuga og vera þátttakandur í lífinu. Fyrir nokkru var Grái herinn stofnaður; samtök eftirlaunaþega sem hvetja eldri borgara til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Þegar við ræðum um þá sem eru að eldast er okkur tamt að setja alla eftirlaunaþega undir einn hatt og tala einungis um eldri borgara. Það er mjög mikilvægt að skilgreina aldur eftirlaunaþega, þ.e. frá 67 – 80 ára eða frá 80 ára og eldri, því himinn og haf skilur fólk að á þessu aldursbili. Heilsa fólks eftir 67 ára aldur er oftar en ekki góð, því það að eldast er í sjálfu sér ekki sjúkdómur. Fyrstu 10 árin a.m.k. eftir að eftirlaunaaldri er náð er fólk ennþá í fullu fjöri, eins og sagt er, og tilbúið til að sinna hinum ýmsu verkefnum í samfélaginu, ef eftir því er spurt. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum eldri borgara að lifa lífinu lifandi og taka þátt í samfélaginu eins lengi og kostur er. Það er mjög mikilvægt fyrir eftirlaunaþega að eiga val, til dæmis um búsetuúrræði. Gjarnan er talað um að allir eftirlaunaþegar vilji búa sem lengst heima. Að mínu mati er þetta mantra sem hefur verið kyrjuð af miklum móð undanfarin ár. Margir eftirlaunaþegar búa einir, en myndu kjósa að búa í félagi við aðra, ef það væri í boði. Þegar búsetu eftirlaunaþega ber á góma er oftast er talað um hjúkrunarheimili. Á hjúkrunarheimilum búa aldraðir veikir einstaklingar sem þurfa umönnun allan sólarhringinn, en það er tiltölulega lítill hluti eftirlaunaþega sem þurfa að nýta þetta úrræði og þá ekki fyrr en seinna á ævinni. Þeir eru mun fleiri sem þurfa, og myndu vilja búsetuúræði eins og þjónustuíbúðir eða dvalarheimili stæði það til boða. Enginn er eyland er oft sagt, því öll þurfum við á félagsskap og umhyggju að halda allt frá fæðingu, og þá ekki hvað síst eftir langa ævi og þjónustu við samfélagið. Ég hvet Reykjavíkurborg, borgina okkar, að skoða málefni eldri borgara og aldraðra frá nýjum sjónarhóli, okkur öllum til velfarnaðar.