Að eldast í borginni okkar, Reykjavík Dagbjört Jónsdóttir skrifar 27. október 2017 10:25 Mikið hefur verið rætt um eldri borgara undanfarin misseri. Fram hefur farið umræða um hvað varðar atvinnutækifæri eldri borgara og kjör þeirra, en þá ekki hvað síst hvað framtíð þeirra snertir sem eru að eldast í Borginni. Fyrir nokkrum árum var Félag eldri borgara stofnað (FEB) með það að markmiði að vekja athygli á eldri borgurum í samfélaginu og kjörum þeirra. Stór þáttur í starfsemi félagsins er að gera eldri borgurum kleift að hittast og sinna áhugamálum sínum, t.d. ganga saman, ferðast, stunda líkamsrækt og skapandi skrif svo eitthvað sé nefnt. Öll starfsemi félagsins miðar að því að hvetja eldri borgara til að lifa lífinu af áhuga og vera þátttakandur í lífinu. Fyrir nokkru var Grái herinn stofnaður; samtök eftirlaunaþega sem hvetja eldri borgara til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Þegar við ræðum um þá sem eru að eldast er okkur tamt að setja alla eftirlaunaþega undir einn hatt og tala einungis um eldri borgara. Það er mjög mikilvægt að skilgreina aldur eftirlaunaþega, þ.e. frá 67 – 80 ára eða frá 80 ára og eldri, því himinn og haf skilur fólk að á þessu aldursbili. Heilsa fólks eftir 67 ára aldur er oftar en ekki góð, því það að eldast er í sjálfu sér ekki sjúkdómur. Fyrstu 10 árin a.m.k. eftir að eftirlaunaaldri er náð er fólk ennþá í fullu fjöri, eins og sagt er, og tilbúið til að sinna hinum ýmsu verkefnum í samfélaginu, ef eftir því er spurt. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum eldri borgara að lifa lífinu lifandi og taka þátt í samfélaginu eins lengi og kostur er. Það er mjög mikilvægt fyrir eftirlaunaþega að eiga val, til dæmis um búsetuúrræði. Gjarnan er talað um að allir eftirlaunaþegar vilji búa sem lengst heima. Að mínu mati er þetta mantra sem hefur verið kyrjuð af miklum móð undanfarin ár. Margir eftirlaunaþegar búa einir, en myndu kjósa að búa í félagi við aðra, ef það væri í boði. Þegar búsetu eftirlaunaþega ber á góma er oftast er talað um hjúkrunarheimili. Á hjúkrunarheimilum búa aldraðir veikir einstaklingar sem þurfa umönnun allan sólarhringinn, en það er tiltölulega lítill hluti eftirlaunaþega sem þurfa að nýta þetta úrræði og þá ekki fyrr en seinna á ævinni. Þeir eru mun fleiri sem þurfa, og myndu vilja búsetuúræði eins og þjónustuíbúðir eða dvalarheimili stæði það til boða. Enginn er eyland er oft sagt, því öll þurfum við á félagsskap og umhyggju að halda allt frá fæðingu, og þá ekki hvað síst eftir langa ævi og þjónustu við samfélagið. Ég hvet Reykjavíkurborg, borgina okkar, að skoða málefni eldri borgara og aldraðra frá nýjum sjónarhóli, okkur öllum til velfarnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um eldri borgara undanfarin misseri. Fram hefur farið umræða um hvað varðar atvinnutækifæri eldri borgara og kjör þeirra, en þá ekki hvað síst hvað framtíð þeirra snertir sem eru að eldast í Borginni. Fyrir nokkrum árum var Félag eldri borgara stofnað (FEB) með það að markmiði að vekja athygli á eldri borgurum í samfélaginu og kjörum þeirra. Stór þáttur í starfsemi félagsins er að gera eldri borgurum kleift að hittast og sinna áhugamálum sínum, t.d. ganga saman, ferðast, stunda líkamsrækt og skapandi skrif svo eitthvað sé nefnt. Öll starfsemi félagsins miðar að því að hvetja eldri borgara til að lifa lífinu af áhuga og vera þátttakandur í lífinu. Fyrir nokkru var Grái herinn stofnaður; samtök eftirlaunaþega sem hvetja eldri borgara til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Þegar við ræðum um þá sem eru að eldast er okkur tamt að setja alla eftirlaunaþega undir einn hatt og tala einungis um eldri borgara. Það er mjög mikilvægt að skilgreina aldur eftirlaunaþega, þ.e. frá 67 – 80 ára eða frá 80 ára og eldri, því himinn og haf skilur fólk að á þessu aldursbili. Heilsa fólks eftir 67 ára aldur er oftar en ekki góð, því það að eldast er í sjálfu sér ekki sjúkdómur. Fyrstu 10 árin a.m.k. eftir að eftirlaunaaldri er náð er fólk ennþá í fullu fjöri, eins og sagt er, og tilbúið til að sinna hinum ýmsu verkefnum í samfélaginu, ef eftir því er spurt. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum eldri borgara að lifa lífinu lifandi og taka þátt í samfélaginu eins lengi og kostur er. Það er mjög mikilvægt fyrir eftirlaunaþega að eiga val, til dæmis um búsetuúrræði. Gjarnan er talað um að allir eftirlaunaþegar vilji búa sem lengst heima. Að mínu mati er þetta mantra sem hefur verið kyrjuð af miklum móð undanfarin ár. Margir eftirlaunaþegar búa einir, en myndu kjósa að búa í félagi við aðra, ef það væri í boði. Þegar búsetu eftirlaunaþega ber á góma er oftast er talað um hjúkrunarheimili. Á hjúkrunarheimilum búa aldraðir veikir einstaklingar sem þurfa umönnun allan sólarhringinn, en það er tiltölulega lítill hluti eftirlaunaþega sem þurfa að nýta þetta úrræði og þá ekki fyrr en seinna á ævinni. Þeir eru mun fleiri sem þurfa, og myndu vilja búsetuúræði eins og þjónustuíbúðir eða dvalarheimili stæði það til boða. Enginn er eyland er oft sagt, því öll þurfum við á félagsskap og umhyggju að halda allt frá fæðingu, og þá ekki hvað síst eftir langa ævi og þjónustu við samfélagið. Ég hvet Reykjavíkurborg, borgina okkar, að skoða málefni eldri borgara og aldraðra frá nýjum sjónarhóli, okkur öllum til velfarnaðar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun