Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er þremur höggum frá efsta sætinu á Saler Valencia-mótinu í golfi eftir fyrri níu holurnar á lokahringnum sem hófst í morgun.
Mótið er hluti af LET Access-mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu en fyrir lokahringinn var Valdís jöfn hinni sænsku Emmu Nilsson á fimm höggum undir pari.
Dagurinn fór ekki vel af stað hjá Valdísi sem fékk skolla bæði á annarri og þriðju braut sem eru par þrjú og par fjögur.
Valdís Þóra fékk svo fugl á fimmtu braut en tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu. Hún lauk svo þessum skrautlegu fyrri níu holum á öðrum fugli dagsins á níundu braut sem er par þrjú.
Skagamærin er því tveimur höggum yfir pari í dag og á þremur höggum undir pari í heildina en hún fór á kostum á fyrsta hring sem hún spilaði á sex höggum undir pari.
Sú sænska heldur efsta sætinu en hún er einu höggi undir pari eftir fyrri níu og sex höggum undir pari í heildina.
Valdís er nokkuð örugg í öðru sætinu enn sem komið er en næstu konur eru á parinu.
Skrautlegar fyrri níu hjá Valdísi á lokahringnum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti



„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn
