

Um bætur vegna lögregluaðgerða
Sakamálalögin ganga raunar lengra og tryggja einstaklingum rétt til gjafsóknar til að krefja íslenska ríkið um bætur vegna aðgerða eins og þeirra sem að framan eru taldar. Það þýðir að ríkið styrkir einstaklinga til greiðslu lögmannskostnaðar í slíkum dómsmálum óháð efnahag.
En ef aðgerðirnar voru löglegar?
Það er algengur misskilningur að aðgerðir lögreglu þurfi að hafa verið ólöglegar eða að sýna þurfi fram á sök lögreglu til þess að til bótaréttar gagnvart íslenska ríkinu stofnist í tilvikum sem þessum.
Sú aðstaða getur þannig vel verið uppi að t.d. leit á einstaklingi eða leit í bíl hafi verið lögleg og fullkomlega eðlileg miðað við aðstæður, en einstaklingurinn samt átt rétt á miskabótum. Þetta er vegna þess að bætur í málum sem þessum eru ákveðnar á hlutlægum grundvelli og skiptir því ekki máli hvort fullt tilefni hafi verið til aðgerðanna eins og málið horfði við lögreglu á sínum tíma.
En ef einstaklingur hefur samþykkt aðgerðirnar?
Annar misskilningur sem gjarnan er uppi er sá að með því að einstaklingur samþykki aðgerðir lögreglu þá firri hann sig um leið alltaf rétti til bóta. Sú er alls ekki raunin. Nýleg dómafordæmi staðfesta t.d. að samþykki fyrir líkamsleit girðir ekki fyrir rétt einstaklings til bóta ef önnur skilyrði bótaréttar eru til staðar. Einstaklingur getur m.ö.o. átt rétt á bótum þó hann hafi samþykkt aðgerðirnar.
Þetta er eðlilegt vegna þess að með því að samþykkja aðgerðir lögreglu leggur einstaklingur sitt af mörkum til að mál gangi skjótt fyrir sig. Hann á því ekki að firra sig bótarétti fyrir slíka samvinnu. Annað mundi í reynd þýða að maður gæti verið betur settur með því að vera ósamvinnuþýður við lögreglu og knýja hana jafnvel til að afla dómsúrskurða fyrir aðgerðum. Eðlilega er engin lagastoð fyrir svo afkáralegri túlkun bótareglunnar.
Grundvallaratriðið er einfalt
Loks er rétt að leiðrétta þriðja atriðið sem einnig má kalla misskilning eða mistúlkun um það efni sem hér er til umræðu. Það er það sjónarmið að einstaklingar, sem leita réttar síns vegna aðgerða lögreglu, séu sjálfkrafa með því að beina gagnrýni á störf lögreglu eða valdheimildir hennar. Svo þarf alls ekki að vera.
Sem fyrr segir er það ekki aðalatriði í málum af þessu tagi hvort lögreglan eða einstakir lögreglumenn hafi misbeitt valdi sínu eða yfirleitt gert nokkuð rangt. Aðalatriðið er einfaldlega það að við búum við eðlilegt og sanngjarnt réttarfar þar sem einstaklingar eru ekki látnir þola íþyngjandi lögregluaðgerðir bótalaust nema sýnt sé með ótvíræðum hætti fram á að þeir hafi sjálfir kallað þær aðgerðir yfir sig. Það er það einfalda grundvallaratriði sem réttilega er fest í lög.
Höfundur er héraðsdómslögmaður.
Skoðun

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar