Gengismál í sumarfríi Guðjón Viðar Valdimarsson skrifar 2. ágúst 2017 12:18 Við skötuhjúin erum núna stödd í sumarfrí í suðlægum löndum. Við höfum sem slík notið þess mjög hve íslenska krónan er sterk um þessar mundir en jafnvel að teknu tilliti til þess þá er vöruverð hér mun lægra en á Íslandi. Svo hefur maður vafrað um franska og portúgalska bæi og séð auglýsingar frá fasteignasölum í þar til gerðum sýningargluggum. Þar er nokkuð augljóst að verð á sæmilegu húsnæði er um það bil helmingi lægra en á Íslandi og greiðslubyrði af venjulegu húsnæðisnláni meira en helmingi lægri að auki. Nú er það örugglega svo að það sé einhver mjög mikilvæg ástæða fyrir því að við Íslendingar fáum ekki að njóta sömu kjara sem aðrir Evrópubúar en okkur er það í svipinn alveg hulin ráðgáta. Það er þó nokkuð ljóst að það hefur eitthvað með gengi krónunar og ekki síst vexti innan ESB svo ég vildi koma með smá söguskýringu fyrir þá sem eru mun yngri en ég og hafa kannski ekki þennan skilning á samhengi gengis og vaxta sem sannur Íslendingur ætti að hafa. Þegar ég var yngri þá var það lenska að formaður LÍU (Landsambands íslenskra útgerðamanna) hringdi í seðlabankastjóra og sagði honum að lækka gengið um einhver prósent. Þetta var gjarnan gert þegar hagnaður útgerðar var farin að vera óheppilega lágur að áliti útgerðamanna og þeir vildu frá fleiri krónur í kassann. Þetta virkaði þá þannig að fyrir sama magn af erlendum gjaldeyri þá fengu nú útgerðamenn fleiri krónur í kassan eftir gengislækkun og þannig jókst hagnaður þeirra. Auðvitað hafði það þau áhrif að allur kostnaður almennings jókst að sama skapi þannig að almenningur greiddi fyrir þennan ávinning útgerðamanna úr eigin vasa. Af því leiddi svo að verkalýðsfélög fóru að heimta hærri laun og eftir verkföll og læti þá fékkst það í gegn sem aftur gerði það að verkum að eftir nokkra mánuði þá voru útgerðamenn komin í sömu aðstöðu og fyrr vegna aukins launakostnaðar. Þá var náttúrulega hringt aftur í seðlabankastjóra og þessi hringavitleysa hófst á nýjan leik. Þetta rugl setti verðbólgubál af stað sem aftur varð til þess að fjármagnseigendur heimtuðu að sett væri á verðtrygging þannig að þeir væru settir fyrir utan þetta rugl fyrirkomulag og það hafðist svo í gegn með svokölluðum Ólafslögum árið 1979. Þetta þýddi að eftir þetta þá fékk almenningur gengislækkanir úr báðum hlaupum haglabyssunar, sem hækkun á matvöruverði og öðrum kostnaði en líka sem hækkun á öllum fjárskuldbindinum eins og húsnæðislánum. Í stuttu máli, gengi íslensku krónunnar var handstýrt til hagsbóta fyrir aðra en almenning. Það var ekki fyrir en með Þjóðarsáttarsamningum árið 1990 sem þessari hringavitleysu lauk að mestu leyti og gengið var að einhverju leyti frjálst en með verulegum takmörkunum á fjármagnsflutningum. Svo eftir einkavæðingu bankanna og möguleika þeirra á að afla sér fjármagns erlendis þá var gengið kannski fyrst orðið frjálst en samt undir miklu eftirliti. Þessir miklu fjármagnsflutningar hina nýlega einkavæddu banka á grundvelli lántöku erlendis og sölu á skuldabréfum í íslenskri mynt gerðu það að verkum að allt fór á annan endann í fjármálahruninu. Á þeim tímapunkti þegar Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland þá var gengið hins vegar ekki fest eða vísitalan heldur eins og hefði verið hægt að gera. Ástæðan var gamalkunnug, planið var að láta almenning greiða tapið í formi hækkunar á matvöru og öðru kostnaði ásamt því að að allar skuldbindingar eins og húsnæðislán hækkuðu upp úr öllu valdi. Þetta var sem sagt gamalt vín í nýjum belgjum og nýmælið fólst aðallega í því að ekki aðeins hækkuðu fasteignalán og önnur slík lán heldur lækkaði húsnæðisverð líka og þannig var eigið fé tugþúsunda manna þurrkað út líka. Eigið fé í þessum skilning væri þá það sem fólk átti í húsum sínum. Það var líka magnað til þess að hugsa að í huga almennings og út frá síðar gengnum dómum varðandi markaðsmisnotkun og annað skemmtilegt, þá var þetta vegna aðgerða bankanna sjálfra sem þetta hrunástand komst á. Þetta var svona svipað og bankinn lánaði þér fyrir húsi sem stæði undir fjalli og eftir undirritun færi svo upp í fjall og setti af stað skriðu sem rústaði húsinu þínu. Þegar svo reynt væri að kvarta yfir þessari meðferð þá segði bankinn, „Já, bömmer, en hvenær ætlar þú að borga lánið vinurinn“. Þetta er sá orðstírsvandi sem bankakerfi þessa lands býr við í huga almennings. Nú, 10 árum síðar, þegar loksins er búið að gera upp við erlenda kröfuhafa og koma krónunni aftur í eitthvað skaplegt form utan gjaldeyrishafta þá mætti maður spyrja sig, hvað er planið með krónunna? Nú hefur hún styrkst talsvert vegna innflæðis gjaldeyris frá ferðamönnum og það eru farnar að heyrast gamalkunnugar raddir sem vilja láta lækka gengið til að vernda hagnað sinn í íslenskum krónum. Væri það gert þá mundi sagan alveg örugglega endurtaka sig, verðbólga, verkföll, launahækkanir, gengisfelling og almenningur fengi þetta óþvegið eins og áður fyrr. Krónan er að styrkjast áfram og þá fer maður að velta fyrir sér hvort ekki sé innbyggt í kerfið eitthvað sem ætti að lækka gengi krónunnar líka. Alveg eins og innflæði gjaldeyris vegna ferðamanna þá ætti að gerast eitthvað sem væri með útflæði gjaldeyris á móti. Það hefur hingað til verið einkaneysla, fólk kaupir vörur erlendis frá sem aldri fyrr og er þannig að stuðla að útflæði gjaldeyris en það dugar bara ekki til. Það sem vantar er spákaupmennska með ótakmörkuðum höftum á flutning gjaldeyris til og frá landinu. Þegar vextir eru hærri í einu landi en öðru þá leitast fjármagnseigendur eftir því að flytja pening til landsins. Það í sjálfu sér ætti að styrkja gengið en þessir peningar eru mjög fljótandi og um gríðarlegar upphæðir er að ræða eða kannski milljarða dollara og það fyrir eina eða tvær nætur fremur en til lengri tíma. Þetta eru kölluð gengismunaviðskipti. Vextir á Íslandi eru mun hærri en erlendis þannig hingað ættu að streyma tugmilljarðar dollara til að nýta sér þetta háa vaxtastig. Það er hins vegar ekki hægt því að Seðlabankinn er með verulegar takmarkanir fyrir fjármagnsflutninga af þessu tagi. Erlendir fjármagnseigendur geta flutt pening til Íslands og fá hærri vexti en þeir geta ekki flutt pening úr landi fyrr en eftir dúk og disk sem er svona svipað eins og þú færir í Costco og gætir keypt frosinn kjúkling á 100 krónur kílóið en þú mátt fyrst sækja hann eftir 2 ár. Það sem er vandamálið er semsagt vaxtastig en ekki gengið sem slíkt. Ef við værum með sömu vexti og á Evrusvæðinu þá væri hreinlega engin ávinningur af svona gengismunaviðskiptum og þá værum við bara með mun þægilegra kerfi til að að stjórna gengisstiginu. Þetta er jú bara spurning um framboð og eftirspurn í grunninn en við eigum við smá sér íslenskt vandamál að auki. Þegar um svona örmynt eins og íslenska krónu er að ræða þá mundu risastórir fjármagnsflutningar til og frá landinu vegna gengismunaviðskipta valda gríðarlegum sveifum á gengi krónunar því hagkerfið er svo lítið. Miðað við hagkerfi stærri landa að þau séu eins og hafsjór þá er okkar eins og vatnsfilma. Það er bara mjög erfitt að gera annað en að handstýra genginu að mestu leyti eins og nú er gert meðan við erum með krónuna. Við getum þó gert eitt, í stað þess að festa gengi við myntkörfu eins og fjármálaráðherra er að tala fyrir, hvernig væri að festa vextina við vexti Evrópska seðlabankans í stað myntarinnar og byrja þar í staðinn. Mér skilst reyndar að það mundi setja allt á annan endann hérlendis. Almenningur gæti farið að njóta sömu vaxtakjara og aðrir Evrópubúar varðandi húsnæðiskaup, c.a 1 til 2 % vexti án verðtryggingar. Verðlag mundi einnig stórlækka á nauðsynjavörum og það væri náttúrulega hræðilegt líka eða svo segja bölsýnismenn. Maður er sem sagt að velta fyrir sér þeirri byltingarkenndu hugmynd að í stað þess að láta almenning borga brúsann eins og hingað til, hvernig væri að láta þá njóta vafans í eitt skipti?Melides, Portúgal, 2 ágúst 2017Guðjón Viðar Valdimarsson, viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við skötuhjúin erum núna stödd í sumarfrí í suðlægum löndum. Við höfum sem slík notið þess mjög hve íslenska krónan er sterk um þessar mundir en jafnvel að teknu tilliti til þess þá er vöruverð hér mun lægra en á Íslandi. Svo hefur maður vafrað um franska og portúgalska bæi og séð auglýsingar frá fasteignasölum í þar til gerðum sýningargluggum. Þar er nokkuð augljóst að verð á sæmilegu húsnæði er um það bil helmingi lægra en á Íslandi og greiðslubyrði af venjulegu húsnæðisnláni meira en helmingi lægri að auki. Nú er það örugglega svo að það sé einhver mjög mikilvæg ástæða fyrir því að við Íslendingar fáum ekki að njóta sömu kjara sem aðrir Evrópubúar en okkur er það í svipinn alveg hulin ráðgáta. Það er þó nokkuð ljóst að það hefur eitthvað með gengi krónunar og ekki síst vexti innan ESB svo ég vildi koma með smá söguskýringu fyrir þá sem eru mun yngri en ég og hafa kannski ekki þennan skilning á samhengi gengis og vaxta sem sannur Íslendingur ætti að hafa. Þegar ég var yngri þá var það lenska að formaður LÍU (Landsambands íslenskra útgerðamanna) hringdi í seðlabankastjóra og sagði honum að lækka gengið um einhver prósent. Þetta var gjarnan gert þegar hagnaður útgerðar var farin að vera óheppilega lágur að áliti útgerðamanna og þeir vildu frá fleiri krónur í kassann. Þetta virkaði þá þannig að fyrir sama magn af erlendum gjaldeyri þá fengu nú útgerðamenn fleiri krónur í kassan eftir gengislækkun og þannig jókst hagnaður þeirra. Auðvitað hafði það þau áhrif að allur kostnaður almennings jókst að sama skapi þannig að almenningur greiddi fyrir þennan ávinning útgerðamanna úr eigin vasa. Af því leiddi svo að verkalýðsfélög fóru að heimta hærri laun og eftir verkföll og læti þá fékkst það í gegn sem aftur gerði það að verkum að eftir nokkra mánuði þá voru útgerðamenn komin í sömu aðstöðu og fyrr vegna aukins launakostnaðar. Þá var náttúrulega hringt aftur í seðlabankastjóra og þessi hringavitleysa hófst á nýjan leik. Þetta rugl setti verðbólgubál af stað sem aftur varð til þess að fjármagnseigendur heimtuðu að sett væri á verðtrygging þannig að þeir væru settir fyrir utan þetta rugl fyrirkomulag og það hafðist svo í gegn með svokölluðum Ólafslögum árið 1979. Þetta þýddi að eftir þetta þá fékk almenningur gengislækkanir úr báðum hlaupum haglabyssunar, sem hækkun á matvöruverði og öðrum kostnaði en líka sem hækkun á öllum fjárskuldbindinum eins og húsnæðislánum. Í stuttu máli, gengi íslensku krónunnar var handstýrt til hagsbóta fyrir aðra en almenning. Það var ekki fyrir en með Þjóðarsáttarsamningum árið 1990 sem þessari hringavitleysu lauk að mestu leyti og gengið var að einhverju leyti frjálst en með verulegum takmörkunum á fjármagnsflutningum. Svo eftir einkavæðingu bankanna og möguleika þeirra á að afla sér fjármagns erlendis þá var gengið kannski fyrst orðið frjálst en samt undir miklu eftirliti. Þessir miklu fjármagnsflutningar hina nýlega einkavæddu banka á grundvelli lántöku erlendis og sölu á skuldabréfum í íslenskri mynt gerðu það að verkum að allt fór á annan endann í fjármálahruninu. Á þeim tímapunkti þegar Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland þá var gengið hins vegar ekki fest eða vísitalan heldur eins og hefði verið hægt að gera. Ástæðan var gamalkunnug, planið var að láta almenning greiða tapið í formi hækkunar á matvöru og öðru kostnaði ásamt því að að allar skuldbindingar eins og húsnæðislán hækkuðu upp úr öllu valdi. Þetta var sem sagt gamalt vín í nýjum belgjum og nýmælið fólst aðallega í því að ekki aðeins hækkuðu fasteignalán og önnur slík lán heldur lækkaði húsnæðisverð líka og þannig var eigið fé tugþúsunda manna þurrkað út líka. Eigið fé í þessum skilning væri þá það sem fólk átti í húsum sínum. Það var líka magnað til þess að hugsa að í huga almennings og út frá síðar gengnum dómum varðandi markaðsmisnotkun og annað skemmtilegt, þá var þetta vegna aðgerða bankanna sjálfra sem þetta hrunástand komst á. Þetta var svona svipað og bankinn lánaði þér fyrir húsi sem stæði undir fjalli og eftir undirritun færi svo upp í fjall og setti af stað skriðu sem rústaði húsinu þínu. Þegar svo reynt væri að kvarta yfir þessari meðferð þá segði bankinn, „Já, bömmer, en hvenær ætlar þú að borga lánið vinurinn“. Þetta er sá orðstírsvandi sem bankakerfi þessa lands býr við í huga almennings. Nú, 10 árum síðar, þegar loksins er búið að gera upp við erlenda kröfuhafa og koma krónunni aftur í eitthvað skaplegt form utan gjaldeyrishafta þá mætti maður spyrja sig, hvað er planið með krónunna? Nú hefur hún styrkst talsvert vegna innflæðis gjaldeyris frá ferðamönnum og það eru farnar að heyrast gamalkunnugar raddir sem vilja láta lækka gengið til að vernda hagnað sinn í íslenskum krónum. Væri það gert þá mundi sagan alveg örugglega endurtaka sig, verðbólga, verkföll, launahækkanir, gengisfelling og almenningur fengi þetta óþvegið eins og áður fyrr. Krónan er að styrkjast áfram og þá fer maður að velta fyrir sér hvort ekki sé innbyggt í kerfið eitthvað sem ætti að lækka gengi krónunnar líka. Alveg eins og innflæði gjaldeyris vegna ferðamanna þá ætti að gerast eitthvað sem væri með útflæði gjaldeyris á móti. Það hefur hingað til verið einkaneysla, fólk kaupir vörur erlendis frá sem aldri fyrr og er þannig að stuðla að útflæði gjaldeyris en það dugar bara ekki til. Það sem vantar er spákaupmennska með ótakmörkuðum höftum á flutning gjaldeyris til og frá landinu. Þegar vextir eru hærri í einu landi en öðru þá leitast fjármagnseigendur eftir því að flytja pening til landsins. Það í sjálfu sér ætti að styrkja gengið en þessir peningar eru mjög fljótandi og um gríðarlegar upphæðir er að ræða eða kannski milljarða dollara og það fyrir eina eða tvær nætur fremur en til lengri tíma. Þetta eru kölluð gengismunaviðskipti. Vextir á Íslandi eru mun hærri en erlendis þannig hingað ættu að streyma tugmilljarðar dollara til að nýta sér þetta háa vaxtastig. Það er hins vegar ekki hægt því að Seðlabankinn er með verulegar takmarkanir fyrir fjármagnsflutninga af þessu tagi. Erlendir fjármagnseigendur geta flutt pening til Íslands og fá hærri vexti en þeir geta ekki flutt pening úr landi fyrr en eftir dúk og disk sem er svona svipað eins og þú færir í Costco og gætir keypt frosinn kjúkling á 100 krónur kílóið en þú mátt fyrst sækja hann eftir 2 ár. Það sem er vandamálið er semsagt vaxtastig en ekki gengið sem slíkt. Ef við værum með sömu vexti og á Evrusvæðinu þá væri hreinlega engin ávinningur af svona gengismunaviðskiptum og þá værum við bara með mun þægilegra kerfi til að að stjórna gengisstiginu. Þetta er jú bara spurning um framboð og eftirspurn í grunninn en við eigum við smá sér íslenskt vandamál að auki. Þegar um svona örmynt eins og íslenska krónu er að ræða þá mundu risastórir fjármagnsflutningar til og frá landinu vegna gengismunaviðskipta valda gríðarlegum sveifum á gengi krónunar því hagkerfið er svo lítið. Miðað við hagkerfi stærri landa að þau séu eins og hafsjór þá er okkar eins og vatnsfilma. Það er bara mjög erfitt að gera annað en að handstýra genginu að mestu leyti eins og nú er gert meðan við erum með krónuna. Við getum þó gert eitt, í stað þess að festa gengi við myntkörfu eins og fjármálaráðherra er að tala fyrir, hvernig væri að festa vextina við vexti Evrópska seðlabankans í stað myntarinnar og byrja þar í staðinn. Mér skilst reyndar að það mundi setja allt á annan endann hérlendis. Almenningur gæti farið að njóta sömu vaxtakjara og aðrir Evrópubúar varðandi húsnæðiskaup, c.a 1 til 2 % vexti án verðtryggingar. Verðlag mundi einnig stórlækka á nauðsynjavörum og það væri náttúrulega hræðilegt líka eða svo segja bölsýnismenn. Maður er sem sagt að velta fyrir sér þeirri byltingarkenndu hugmynd að í stað þess að láta almenning borga brúsann eins og hingað til, hvernig væri að láta þá njóta vafans í eitt skipti?Melides, Portúgal, 2 ágúst 2017Guðjón Viðar Valdimarsson, viðskiptafræðingur
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun