Stjarnan tekur á móti Njarðvík í kvöld í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.05 og leikurinn klukkan 19.15.
Þessi lið hafa hildina háð undanfarin tvö tímabil en í bæði skiptin hefur einvígi liðanna í úrslitakeppninni farið alla leið í oddaleik.
Njarðvíkingar hafa haft betur í bæði skiptin, fyrst með sigri á heimavelli í oddaleik 2015 og svo með sigri í Ásgarði í oddaleik 2016.
Einvígi liðanna í úrslitakeppninni í fyrra, sem eru einmitt fimm síðustu leikir liðanna, var sérstakt því allir fimm leikirnir unnust á útivelli.
Njarðvíkingar hafa því unnið þrjá síðustu leiki sína í Garðabænum.
Njarðvíkurliðið hefur unnið 6 af 10 leikjum liðanna í úrslitakeppninni en Stjörnumenn hafa verið betri í deildarleikjum liðanna undanfarin tvö tímabil.
Stjarnan vann báða deildarleiki liðanna á síðasta tímabili og heimaleikinn sinn á móti Njarðvík tímabilið á undan.
Þetta þýðir að liðin hafa unnið sjö leiki hvort gegn hvoru öðru í Domino´s deildinni undanfarin tvö tímabil.
Teitur Örlygsson þjálfaði Stjörnuna frá 2008 til 2014 en var síðan aðstoðarþjálfari Friðriks Inga Rúnarssonar hjá Njarðvík undanfarin tvö tímabil.
Það er því óhætt að segja að hann hafi séð mikið af sínum gömlu lærisveinum síðan að hann hætti að þjálfa Stjörnuliðið. Fjórtán leikir á tveimur tímabilum er þokkalegur fjöldi af leikjum á ekki lengri tíma.
Fjórtán leikir Stjörnunnar og Njarðvíkur á Íslandsmótinu frá 2014 til 2016:
2015-16
- Úrslitakeppni -
31-03-2016 Stjarnan 75:79 Njarðvík
29-03-2016 Njarðvík 68:83 Stjarnan
24-03-2016 Stjarnan 68:73 Njarðvík
21-03-2016 Njarðvík 70:82 Stjarnan
18-03-2016 Stjarnan 62:65 Njarðvík
- Deild -
25-02-2016 Njarðvík 71:73 Stjarnan
26-11-2015 Stjarnan 80:70 Njarðvík
2014-15
- Úrslitakeppni -
02-04-2015 Njarðvík 92:73 Stjarnan
29-03-2015 Stjarnan 96:94 Njarðvík
26-03-2015 Njarðvík 92:86 Stjarnan
22-03-2015 Stjarnan 89:86 Njarðvík
19-03-2015 Njarðvík 88:82 Stjarnan
- Deild -
09-03-2015 Njarðvík 101:88 Stjarnan
15-12-2014 Stjarnan 87:80 Njarðvík
Bæði liðin hafa unnið hvort annað sjö sinnum síðan að Teitur yfirgaf Garðabæinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

