Karlar, nú stoppum við hver annan! Fjölnir Sæmundsson skrifar 18. október 2017 07:00 Við getum auðveldlega fækkað kynferðisbrotum á Íslandi og það án þess að kosta þar til einni einustu krónu. Starfandi dómsmálaráðherra boðaði aðgerðaáætlun gegn kynferðisbrotum á dögunum og Samfylkingin vill verja milljörðum í málaflokkinn og það er auðvitað frábært og gengur vonandi eftir. Hið aukna fjármagn mun nýtast vel við rannsókn brota og fjármagna kostnað fagfólks til að vinna með þolendum úr áföllum kynferðisbrota en hin grafalvarlega staðreynd málsins er að peningar minnka ekki kynferðisáreiti sem karlar beita konur né fækka kynferðisbrotum úti í samfélginu. Ég legg því til að við karlmenn ráðumst sjálfir í verkefnið með þvi að standa upp og sýna alvöru karlmennsku í verki. Hér er nauðsynlegt að gangast inn á hugarfarsbreytingu. Hugarfarsbreytingin felst í orðræðu okkar og sumir karlar þurfa einnig að breyta hugarfari sínu því margir karlmenn segjast ekki þola hugtök á borð við „feðraveldi“ og „feminista“ sem er einmitt hluti af vandamáli okkar, við upplifum að okkur sé ógnað og förum í vörn. Við kærum okkur ekki um að láta minna okkur á syndir feðranna eða jafnvel okkar eigin mistök og við óttumst að missa á einhvern hátt stöðu okkar. En ég held að þannig sé það alls ekki, við erum karlmenn og alvöru karlmenn finna til sín þegar þeim tekst að vernda konurnar okkar og mæður. Karlmennskan okkar karlanna felst í því að vernda sína nánustu, að taka ábygð á samfélaginu. Við viljum koma í veg fyrir að eiginkonur okkar, dætur og systur verði fyrir ofbeldi. Við viljum vernda þær. Það er þarna sem kemur til okkar kasta, við þurfum að skipta okkur af hver öðrum, vakta hver annan og taka eftir því og aðhafast þegar einhver kynbræðra okkar fer yfir strikið. Við eigum að segja: „Heyrðu vinur, það er ekki í boði að klípa í konur eins og þú ert að gera,“ „Heyrðu kallinn, það er ekki ásættanlegt að klæmast við ungar afgreiðsludömur, “ og „Heyrðu félagi, hún bað þig að láta sig í friði.“ Við eigum að skipta okkur af og gera það að skyldu okkar að láta ekki kynbræður okkar vaða yfir og niðurlægja systur okkar. Nú þegar hefur fjöldi karlmanna staðið upp fyrir konur en ekki nógu margir. Allt of algengt er að við séum hljóðir áhorfendur, kunnum ekki við að segja álit okkar og lítum undan en þessu verðum við að breyta drengir. Allir! Það er ekki ásættanlegt að konurnar okkar verði fyrir ofbeldi, að þær upplifi óöryggi við vera einar á ferð. Við eigum ekki að líða það að dætur okkar verði fyrir áreiti í skólanum eða á vinnustaðnum. Hugarfarsbreyting okkar kostar ekki peninga, hún kostar okkur ekkert en hún mun auka vellíðan kvennanna okkar og ekki síður vellíðan okkar sjálfra. Konur hafa upplifað nægan sársauka, nógu mikla hræðslu og nógu mikla niðurlægingu, nú er komið að okkur að breyta þessu, okkur körlum þessa samfélags. Nú skulum við karlar standa upp og taka ábyrgð á hver öðrum og segja stopp. Og eins og ég segi, það kostar ekki krónu, það er hreinlega ókeypis að standa með konunum okkar. Höfundur er lögreglufulltrúi og skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við getum auðveldlega fækkað kynferðisbrotum á Íslandi og það án þess að kosta þar til einni einustu krónu. Starfandi dómsmálaráðherra boðaði aðgerðaáætlun gegn kynferðisbrotum á dögunum og Samfylkingin vill verja milljörðum í málaflokkinn og það er auðvitað frábært og gengur vonandi eftir. Hið aukna fjármagn mun nýtast vel við rannsókn brota og fjármagna kostnað fagfólks til að vinna með þolendum úr áföllum kynferðisbrota en hin grafalvarlega staðreynd málsins er að peningar minnka ekki kynferðisáreiti sem karlar beita konur né fækka kynferðisbrotum úti í samfélginu. Ég legg því til að við karlmenn ráðumst sjálfir í verkefnið með þvi að standa upp og sýna alvöru karlmennsku í verki. Hér er nauðsynlegt að gangast inn á hugarfarsbreytingu. Hugarfarsbreytingin felst í orðræðu okkar og sumir karlar þurfa einnig að breyta hugarfari sínu því margir karlmenn segjast ekki þola hugtök á borð við „feðraveldi“ og „feminista“ sem er einmitt hluti af vandamáli okkar, við upplifum að okkur sé ógnað og förum í vörn. Við kærum okkur ekki um að láta minna okkur á syndir feðranna eða jafnvel okkar eigin mistök og við óttumst að missa á einhvern hátt stöðu okkar. En ég held að þannig sé það alls ekki, við erum karlmenn og alvöru karlmenn finna til sín þegar þeim tekst að vernda konurnar okkar og mæður. Karlmennskan okkar karlanna felst í því að vernda sína nánustu, að taka ábygð á samfélaginu. Við viljum koma í veg fyrir að eiginkonur okkar, dætur og systur verði fyrir ofbeldi. Við viljum vernda þær. Það er þarna sem kemur til okkar kasta, við þurfum að skipta okkur af hver öðrum, vakta hver annan og taka eftir því og aðhafast þegar einhver kynbræðra okkar fer yfir strikið. Við eigum að segja: „Heyrðu vinur, það er ekki í boði að klípa í konur eins og þú ert að gera,“ „Heyrðu kallinn, það er ekki ásættanlegt að klæmast við ungar afgreiðsludömur, “ og „Heyrðu félagi, hún bað þig að láta sig í friði.“ Við eigum að skipta okkur af og gera það að skyldu okkar að láta ekki kynbræður okkar vaða yfir og niðurlægja systur okkar. Nú þegar hefur fjöldi karlmanna staðið upp fyrir konur en ekki nógu margir. Allt of algengt er að við séum hljóðir áhorfendur, kunnum ekki við að segja álit okkar og lítum undan en þessu verðum við að breyta drengir. Allir! Það er ekki ásættanlegt að konurnar okkar verði fyrir ofbeldi, að þær upplifi óöryggi við vera einar á ferð. Við eigum ekki að líða það að dætur okkar verði fyrir áreiti í skólanum eða á vinnustaðnum. Hugarfarsbreyting okkar kostar ekki peninga, hún kostar okkur ekkert en hún mun auka vellíðan kvennanna okkar og ekki síður vellíðan okkar sjálfra. Konur hafa upplifað nægan sársauka, nógu mikla hræðslu og nógu mikla niðurlægingu, nú er komið að okkur að breyta þessu, okkur körlum þessa samfélags. Nú skulum við karlar standa upp og taka ábyrgð á hver öðrum og segja stopp. Og eins og ég segi, það kostar ekki krónu, það er hreinlega ókeypis að standa með konunum okkar. Höfundur er lögreglufulltrúi og skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun