Hann er kominn aftur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. febrúar 2017 07:00 Fyrir nokkrum árum las ég lunkna sögu eftir þýska rithöfundinn Timur Vermes sem sló óvænt í gegn eftir að hafa starfað um árabil sem draugspenni, þ.e.a.s hann skrifaði texta sem aðrir settu svo nafn sitt við og hlutu heiður fyrir. Það er sannkallað draumastarf – að geta sinnt ritstörfum ótruflaður af hégóma eins og viðtökum og dómum, dálæti og kjassi lesenda … Sagan sem Timur Vermes skrifaði loks sjálfur árið 2012, fjörutíu og fimm ára gamall – og sló í gegn – fjallar um það þegar Adolf Hitler vaknar einn góðan veðurdag á bekk í almenningsgarði á okkar dögum eftir að hafa sofið frá árinu 1945. Er ist wieder da heitir sagan og var gefin út fyrir nokkrum árum í ágætri íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar undir nafninu Aftur á kreik.Og fólkið hló Það er einhver óbærilegur léttleiki í þessari sögu. Hún er óþægilega kósí. Líflega skrifuð, víða fyndin og full af spaugilegum aðstæðum. Skemmtileg – sem er einmitt alls ekki skemmtilegt. Hitler er sem sagt aftur kominn á stjá í þessari bók. Hann er auðvitað fyrst og fremst hlægilegur. Hann fer um fokvondur og er sjálfum sér líkur; raunar svo líkur að enginn á orð yfir því hversu líkur hann sé Hitler. Hann er óbærilega heimskur, fordómafullur, fáfengilegur og fullur af meinlokum og illsku. Hann er sí-gargandi samhengislaust og rakalaust þvaður gegn Gyðingum og öðrum tilbúnum óvinum, ekki heil brú í neinu sem hann segir; málflutningurinn svo fáránlegur að ekki er viðlit að eiga orðastað við manninn. Allir sem á vegi hans verða skella sér á lær yfir því hversu gott atriði hann sé; hversu vel hann „nái honum“. Og svo fer að Hitler verður á vegi fólks sem starfar í sjónvarpinu og sér strax í honum möguleika á því að gera kringum þessa fígúru nýstárlegan og sniðugan „raunveruleikaþátt“. Í sjónvarpið kemst hann inn með sitt raus og áfram heldur fólk að skella sér á lær yfir honum; segir hvert við annað: „Ja það er gállinn á honum núna“ … „hann er laglegur í dag“ … en er um leið eins og dáleitt, getur ekki slitið sig undan málflutningi hans, lætur heillast af ósvífni hans og yfirgengilegum skítnum sem hann eys yfir saklaust fólk. Auðvitað ekki sammála því sem hann segir, finnst hann alltof öfgafullur, alls ekki tilbúið að ganga eins langt og hann segist vilja ganga en samt er eins og málflutningur hans finni sér hljómgrunn einhvers staðar í ólíklegustu hugskotum, þrátt fyrir allt. Það er eins og fólk verði háð því að heyra yfirgengilegan málflutning sem gengur fram af því – þetta verður eins og nokkurs konar fíkn; það þarf alltaf eitthvað nýtt og nýtt til að skella sér á lær yfir. Hatursrausið í Hitler verður smám saman að skemmtiefni, sem enginn upplifir sem stjórnmála-umræðu, heldur skopfærslu, „eitthvað í sjónvarpinu“ – hvert annað grín. Og smám saman fer fólk að venjast hugmyndum hans um Gyðinga og aðra tilfallandi óvini, hættir að upplifa þessar hugmyndir sem hættulegar og rangar, gott ef fara ekki að heyrast raddir um „góða fólkið“ og að „við verðum að taka umræðuna“ og „þöggunartilburði“.Vænsta fólk … Smám saman fjölgar þeim sem finnst það gott flipp að fylgja honum að málum og þáttur Hitlers slær út alla aðra þætti í vinsældum. Sjónvarpið gerir á ný úr honum stórstjörnu. Hann kemst í tísku; fólk tekur hann ekki alvarlega – en heldur ekki ógnina sem stafar frá málflutningi hans, lætur hann dilla sér. Það bíta allt í einu ekki á honum venjulegar leiðir til að þagga niður í lýðskrumurum og hatursframleiðendum. Fólk hlustar ekki lengur. Það yppir öxlum yfir því að þjóðernissósíalismi Hitlers sé skaðleg stefna – hefur heyrt það þúsund sinnum áður, en man ekki alveg hvað var svona hryllilegt við hann. Og hver er líka kominn til með að segja til um siðferðismörk, rétt og rangt, á póstmódernískum tímum, þegar öll hugmyndakerfi eru hrunin og eina boðorðið er að ota sínum tota sem lengst og best. Og án þess að fólk ætli sér það, eða geri sér fyllilega grein fyrir því – vænsta fólk sem ekki myndi gera neitt á hluta nokkurrar manneskju annarrar – þá fer það að lokum svo að það stígur yfir mörkin og er allt í einu statt á svæðinu handan góðs og ills, í múgsálinni sem maður rennur inn í og þar sem maður afsalar sér sjálfstæðri hugsun og siðferðishömlur hverfa. Og þetta góða fólk er allt skyndilega farið að hylla lítilmótlegan mann með asnalega hárgreiðslu og ömurlegar skoðanir vaktar af minnimáttarkennd, vanþekkingu, hatri og lygum. Kunnuglegt? Af hverju skyldi ég nú hafa farið að hugsa um þessa sögu núna? Sagan Aftur á kreik er nefnilega ekki saga um Adolf Hitler – heldur um okkur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum las ég lunkna sögu eftir þýska rithöfundinn Timur Vermes sem sló óvænt í gegn eftir að hafa starfað um árabil sem draugspenni, þ.e.a.s hann skrifaði texta sem aðrir settu svo nafn sitt við og hlutu heiður fyrir. Það er sannkallað draumastarf – að geta sinnt ritstörfum ótruflaður af hégóma eins og viðtökum og dómum, dálæti og kjassi lesenda … Sagan sem Timur Vermes skrifaði loks sjálfur árið 2012, fjörutíu og fimm ára gamall – og sló í gegn – fjallar um það þegar Adolf Hitler vaknar einn góðan veðurdag á bekk í almenningsgarði á okkar dögum eftir að hafa sofið frá árinu 1945. Er ist wieder da heitir sagan og var gefin út fyrir nokkrum árum í ágætri íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar undir nafninu Aftur á kreik.Og fólkið hló Það er einhver óbærilegur léttleiki í þessari sögu. Hún er óþægilega kósí. Líflega skrifuð, víða fyndin og full af spaugilegum aðstæðum. Skemmtileg – sem er einmitt alls ekki skemmtilegt. Hitler er sem sagt aftur kominn á stjá í þessari bók. Hann er auðvitað fyrst og fremst hlægilegur. Hann fer um fokvondur og er sjálfum sér líkur; raunar svo líkur að enginn á orð yfir því hversu líkur hann sé Hitler. Hann er óbærilega heimskur, fordómafullur, fáfengilegur og fullur af meinlokum og illsku. Hann er sí-gargandi samhengislaust og rakalaust þvaður gegn Gyðingum og öðrum tilbúnum óvinum, ekki heil brú í neinu sem hann segir; málflutningurinn svo fáránlegur að ekki er viðlit að eiga orðastað við manninn. Allir sem á vegi hans verða skella sér á lær yfir því hversu gott atriði hann sé; hversu vel hann „nái honum“. Og svo fer að Hitler verður á vegi fólks sem starfar í sjónvarpinu og sér strax í honum möguleika á því að gera kringum þessa fígúru nýstárlegan og sniðugan „raunveruleikaþátt“. Í sjónvarpið kemst hann inn með sitt raus og áfram heldur fólk að skella sér á lær yfir honum; segir hvert við annað: „Ja það er gállinn á honum núna“ … „hann er laglegur í dag“ … en er um leið eins og dáleitt, getur ekki slitið sig undan málflutningi hans, lætur heillast af ósvífni hans og yfirgengilegum skítnum sem hann eys yfir saklaust fólk. Auðvitað ekki sammála því sem hann segir, finnst hann alltof öfgafullur, alls ekki tilbúið að ganga eins langt og hann segist vilja ganga en samt er eins og málflutningur hans finni sér hljómgrunn einhvers staðar í ólíklegustu hugskotum, þrátt fyrir allt. Það er eins og fólk verði háð því að heyra yfirgengilegan málflutning sem gengur fram af því – þetta verður eins og nokkurs konar fíkn; það þarf alltaf eitthvað nýtt og nýtt til að skella sér á lær yfir. Hatursrausið í Hitler verður smám saman að skemmtiefni, sem enginn upplifir sem stjórnmála-umræðu, heldur skopfærslu, „eitthvað í sjónvarpinu“ – hvert annað grín. Og smám saman fer fólk að venjast hugmyndum hans um Gyðinga og aðra tilfallandi óvini, hættir að upplifa þessar hugmyndir sem hættulegar og rangar, gott ef fara ekki að heyrast raddir um „góða fólkið“ og að „við verðum að taka umræðuna“ og „þöggunartilburði“.Vænsta fólk … Smám saman fjölgar þeim sem finnst það gott flipp að fylgja honum að málum og þáttur Hitlers slær út alla aðra þætti í vinsældum. Sjónvarpið gerir á ný úr honum stórstjörnu. Hann kemst í tísku; fólk tekur hann ekki alvarlega – en heldur ekki ógnina sem stafar frá málflutningi hans, lætur hann dilla sér. Það bíta allt í einu ekki á honum venjulegar leiðir til að þagga niður í lýðskrumurum og hatursframleiðendum. Fólk hlustar ekki lengur. Það yppir öxlum yfir því að þjóðernissósíalismi Hitlers sé skaðleg stefna – hefur heyrt það þúsund sinnum áður, en man ekki alveg hvað var svona hryllilegt við hann. Og hver er líka kominn til með að segja til um siðferðismörk, rétt og rangt, á póstmódernískum tímum, þegar öll hugmyndakerfi eru hrunin og eina boðorðið er að ota sínum tota sem lengst og best. Og án þess að fólk ætli sér það, eða geri sér fyllilega grein fyrir því – vænsta fólk sem ekki myndi gera neitt á hluta nokkurrar manneskju annarrar – þá fer það að lokum svo að það stígur yfir mörkin og er allt í einu statt á svæðinu handan góðs og ills, í múgsálinni sem maður rennur inn í og þar sem maður afsalar sér sjálfstæðri hugsun og siðferðishömlur hverfa. Og þetta góða fólk er allt skyndilega farið að hylla lítilmótlegan mann með asnalega hárgreiðslu og ömurlegar skoðanir vaktar af minnimáttarkennd, vanþekkingu, hatri og lygum. Kunnuglegt? Af hverju skyldi ég nú hafa farið að hugsa um þessa sögu núna? Sagan Aftur á kreik er nefnilega ekki saga um Adolf Hitler – heldur um okkur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun