Hvað getum við gert? Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 30. janúar 2017 07:00 Leonardo Di Caprio hefur með mynd sinni „Before the Flood“ vakið aukna athygli á loftslagsmálum en myndin var nýlega sýnd á RÚV. En RÚV hefur nýlega staðið fyrir góðri og fróðlegri umfjöllun um loftslagsmál. Í myndinni hans Leonardos er fjallað um staðreyndirnar varðandi loftslagsmál, engar ýkjur. En þegar horft er á slíka mynd vaknar spurningin: hvað get ég gert? Stjórnvöld og fyrirtæki spila lykilhlutverk þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld geta notað fjárhagslega hvata til að stýra markaðnum, sett boð og bönn, ásamt því að fara fram með góðu fordæmi og rutt markaðinn fyrir metnaðargjörnum lausnum í umhverfismálum. Einnig geta yfirvöld hjálpað okkur að velja rétt og auðveldað okkur að verða umhverfisvæn. Fyrirtæki geta sýnt samfélagslega ábyrgð, dregið úr losun og verið hluti af lausninni með því að framleiða vörur og veita þjónustu sem veldur lágmarks losun. En hvað get ég gert? Það er ótal margt sem hægt er að gera til þess að draga úr losun. Mikið hefur verið talað um matarsóun. Með því að nýta matinn okkar vel erum við að draga úr losun, allt skiptir máli. Ef allir gera eitthvað þá erum við fljót að tala um fleiri þúsund kíló á ári. Auðlindanotkun er minni við grænmetisbúskap en vegna framleiðslu á kjötvörum. Þó svo að maður verði ekki alveg vegan þá er hægt að draga eitthvað úr kjötneyslu, en síðustu ár hefur kjötneysla heldur verið að aukast. Íslendingar flytja inn mikið magn af neysluvörum frá löndum þar sem umhverfiskröfur eru ekki eins strangar og á Íslandi og orkunotkunin háð bruna á jarðefnaeldsneyti. Um 85% af allri orkunotkun í heiminum eru byggð á jarðefnaeldsneyti. Þannig að þegar við kaupum innfluttar vörur getum við nánast gert ráð fyrir því að framleiðsla vörunnar hafi valdið losun á gróðurhúsaloftegundum. Í þessu samhengi sést mikilvægi þess að draga almennt úr neyslu á nýjum vörum. Líftími vara er ekki eins langur og hann var áður. Fatnaður verður fljótt snjáður og nýja þvottavélin á líklegast ekki eftir að endast eins lengi og þvottavélin hennar ömmu, sem var orðin meira en 40 ára. Það er afar slæmt fyrir umhverfið að það þurfi að framleiða t.d. þrjú pör af skóm í staðinn fyrir eitt par. Með því að lagfæra, nýta skiptimarkaði, kaupa notað erum við að draga úr losun á koltvísýringi vegna framleiðslu og flutnings á varningi. Hver ferð skiptir máli Í samgöngumálum getum við sameinast í bíla þegar verið er að skutla krökkum í frístundir eða fara til vinnu, hjólað, gengið eða notað almenningssamgöngur. Hver ferð skiptir máli. Rafmagnsbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti eru einnig hluti af lausninni, þó að það sé ekki sjálfbært að allir fari og kaupi sér nýjan bíl þegar tekið er tillit til alls framleiðsluferlisins. Flugumferðin í heiminum er sífellt að aukast og stendur fyrir um 3,5 prósentum af heildarlosun á gróðurhúsaloftegundum í heiminum. Þegar verið er að plana fríið eða vinnuferð, þá er kannski hægt að velja annan farkost en flug einhvern hluta ferðarinnar? Eða taka vinnufundinn í gegnum Skype? Það er líka hægt að láta gott af sér leiða í hinum ýmsu verkefnum t.d. á vegum Landverndar sem tengjast skógrækt eða endurheimt votlendis. Di Caprio kemur líka inn á eyðingu regnskóganna þar sem verið er að ryðja regnskóga til ræktunar á pálmaolíu. Með því að sniðganga pálmaolíu, getum við sem neytendur reynt að stuðla að minni eftirspurn eftir henni sem vonandi skilar sér til matvælaframleiðenda sem þá finna nýjar lausnir. Við neytendur höfum vald til þess að breyta. Þó svo að loftslagsbreytingarnar sem við erum að sjá nú þegar séu fremur ógnvekjandi, þá megum við ekki gefast upp, við þurfum bara að bretta upp ermarnar. Enginn getur gert allt, en við getum öll gert eitthvað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Leonardo Di Caprio hefur með mynd sinni „Before the Flood“ vakið aukna athygli á loftslagsmálum en myndin var nýlega sýnd á RÚV. En RÚV hefur nýlega staðið fyrir góðri og fróðlegri umfjöllun um loftslagsmál. Í myndinni hans Leonardos er fjallað um staðreyndirnar varðandi loftslagsmál, engar ýkjur. En þegar horft er á slíka mynd vaknar spurningin: hvað get ég gert? Stjórnvöld og fyrirtæki spila lykilhlutverk þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld geta notað fjárhagslega hvata til að stýra markaðnum, sett boð og bönn, ásamt því að fara fram með góðu fordæmi og rutt markaðinn fyrir metnaðargjörnum lausnum í umhverfismálum. Einnig geta yfirvöld hjálpað okkur að velja rétt og auðveldað okkur að verða umhverfisvæn. Fyrirtæki geta sýnt samfélagslega ábyrgð, dregið úr losun og verið hluti af lausninni með því að framleiða vörur og veita þjónustu sem veldur lágmarks losun. En hvað get ég gert? Það er ótal margt sem hægt er að gera til þess að draga úr losun. Mikið hefur verið talað um matarsóun. Með því að nýta matinn okkar vel erum við að draga úr losun, allt skiptir máli. Ef allir gera eitthvað þá erum við fljót að tala um fleiri þúsund kíló á ári. Auðlindanotkun er minni við grænmetisbúskap en vegna framleiðslu á kjötvörum. Þó svo að maður verði ekki alveg vegan þá er hægt að draga eitthvað úr kjötneyslu, en síðustu ár hefur kjötneysla heldur verið að aukast. Íslendingar flytja inn mikið magn af neysluvörum frá löndum þar sem umhverfiskröfur eru ekki eins strangar og á Íslandi og orkunotkunin háð bruna á jarðefnaeldsneyti. Um 85% af allri orkunotkun í heiminum eru byggð á jarðefnaeldsneyti. Þannig að þegar við kaupum innfluttar vörur getum við nánast gert ráð fyrir því að framleiðsla vörunnar hafi valdið losun á gróðurhúsaloftegundum. Í þessu samhengi sést mikilvægi þess að draga almennt úr neyslu á nýjum vörum. Líftími vara er ekki eins langur og hann var áður. Fatnaður verður fljótt snjáður og nýja þvottavélin á líklegast ekki eftir að endast eins lengi og þvottavélin hennar ömmu, sem var orðin meira en 40 ára. Það er afar slæmt fyrir umhverfið að það þurfi að framleiða t.d. þrjú pör af skóm í staðinn fyrir eitt par. Með því að lagfæra, nýta skiptimarkaði, kaupa notað erum við að draga úr losun á koltvísýringi vegna framleiðslu og flutnings á varningi. Hver ferð skiptir máli Í samgöngumálum getum við sameinast í bíla þegar verið er að skutla krökkum í frístundir eða fara til vinnu, hjólað, gengið eða notað almenningssamgöngur. Hver ferð skiptir máli. Rafmagnsbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti eru einnig hluti af lausninni, þó að það sé ekki sjálfbært að allir fari og kaupi sér nýjan bíl þegar tekið er tillit til alls framleiðsluferlisins. Flugumferðin í heiminum er sífellt að aukast og stendur fyrir um 3,5 prósentum af heildarlosun á gróðurhúsaloftegundum í heiminum. Þegar verið er að plana fríið eða vinnuferð, þá er kannski hægt að velja annan farkost en flug einhvern hluta ferðarinnar? Eða taka vinnufundinn í gegnum Skype? Það er líka hægt að láta gott af sér leiða í hinum ýmsu verkefnum t.d. á vegum Landverndar sem tengjast skógrækt eða endurheimt votlendis. Di Caprio kemur líka inn á eyðingu regnskóganna þar sem verið er að ryðja regnskóga til ræktunar á pálmaolíu. Með því að sniðganga pálmaolíu, getum við sem neytendur reynt að stuðla að minni eftirspurn eftir henni sem vonandi skilar sér til matvælaframleiðenda sem þá finna nýjar lausnir. Við neytendur höfum vald til þess að breyta. Þó svo að loftslagsbreytingarnar sem við erum að sjá nú þegar séu fremur ógnvekjandi, þá megum við ekki gefast upp, við þurfum bara að bretta upp ermarnar. Enginn getur gert allt, en við getum öll gert eitthvað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar