Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2017 19:15 Gamla handboltahetjan Sigfús Sigurðsson vill sjá gamla leikmenn koma inn og hjálpa til að við að rífa handboltann upp aftur. Sigfús vill líka fá meiri keppni inn hjá krökkunum. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, setti fram sterkar skoðanir í bloggfærslu sem birtist á Vísi í dag og Hörður Magnússon talaði við Sigfús í íþróttafréttum kvöldsins á Stöð 2. „Það virðist vera þannig að krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag. Þegar ég var gutti þá var sama hvernig veðrið var eða klukkan var við löbbuðum á æfingar eða tókum strætó,“ sagði Sigfús. „Þú ert á æfingum og það verið að kenna krökkunum. Sumir eru óstýrilátir og aðrir ekki. Maður lætur þá sem eru óstýrilátir taka armbeygjur, magaæfingar, hlaup eða spretti eða hvernig sem það er. Þá er farið og kvartað,“ segir Sigfús. „Það vantar vissa stefnumótun með það að foreldrafélögin í klúbbunum hafa of mikil völd með það hvað er verið að gera og hvað má og hvað má ekki,“ segir Sigfús.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Oft á tíðum er það þannig að þegar krakkar eru svona orkumiklir og með svona mikið skap þá eiga þau oft undir högg að sækja í svona hópum útaf því að það er verið að rétta of mikið upp í hendurnar á krökkum,“ sagði Sigfús. Sigfús kallar eftir breytingu á barna og unglingaþjálfun og hann gagnrýnir einnig skólakerfið. „Það er búið að taka meira eða minna alla keppni út. Í mörgum íþróttagreinum er það þannig að þú færð svona þáttökuverðlaun og þau líta alveg út eins og fyrstu verðlaun, önnur verðlaun eða þriðju verðlaun. Þetta virðist vera að taka þetta keppnisskap úr krökkunum,“ segir Sigfús. „Krakkar eru ekki svona tapsárir í dag eins og þau voru,“ segir Sigfús en hann telur að handboltinn eigi undir högg að sækja. „Það er á ábyrgð klúbbanna og HSÍ en líka okkar gömlu leikmannanna. Það rann upp fyrir mér eftir Evrópumótið í fyrra og svo aftur eftir HM í ár. Það er á minni ábyrgð, og á ábyrgð annarra leikmanna sem eru hættir að spila, að pota aðeins í og taka jafnvel þátt í því að rífa þetta upp aftur,“ sagði Sigfús. „Þegar ég byrjaði að spila í meistaraflokki þá voru fullir salir af áhorfendum og brjáluð stemmning. Þetta er orðið deyjandi í dag,“ sagði Sigfús en það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Gamla handboltahetjan Sigfús Sigurðsson vill sjá gamla leikmenn koma inn og hjálpa til að við að rífa handboltann upp aftur. Sigfús vill líka fá meiri keppni inn hjá krökkunum. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, setti fram sterkar skoðanir í bloggfærslu sem birtist á Vísi í dag og Hörður Magnússon talaði við Sigfús í íþróttafréttum kvöldsins á Stöð 2. „Það virðist vera þannig að krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag. Þegar ég var gutti þá var sama hvernig veðrið var eða klukkan var við löbbuðum á æfingar eða tókum strætó,“ sagði Sigfús. „Þú ert á æfingum og það verið að kenna krökkunum. Sumir eru óstýrilátir og aðrir ekki. Maður lætur þá sem eru óstýrilátir taka armbeygjur, magaæfingar, hlaup eða spretti eða hvernig sem það er. Þá er farið og kvartað,“ segir Sigfús. „Það vantar vissa stefnumótun með það að foreldrafélögin í klúbbunum hafa of mikil völd með það hvað er verið að gera og hvað má og hvað má ekki,“ segir Sigfús.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Oft á tíðum er það þannig að þegar krakkar eru svona orkumiklir og með svona mikið skap þá eiga þau oft undir högg að sækja í svona hópum útaf því að það er verið að rétta of mikið upp í hendurnar á krökkum,“ sagði Sigfús. Sigfús kallar eftir breytingu á barna og unglingaþjálfun og hann gagnrýnir einnig skólakerfið. „Það er búið að taka meira eða minna alla keppni út. Í mörgum íþróttagreinum er það þannig að þú færð svona þáttökuverðlaun og þau líta alveg út eins og fyrstu verðlaun, önnur verðlaun eða þriðju verðlaun. Þetta virðist vera að taka þetta keppnisskap úr krökkunum,“ segir Sigfús. „Krakkar eru ekki svona tapsárir í dag eins og þau voru,“ segir Sigfús en hann telur að handboltinn eigi undir högg að sækja. „Það er á ábyrgð klúbbanna og HSÍ en líka okkar gömlu leikmannanna. Það rann upp fyrir mér eftir Evrópumótið í fyrra og svo aftur eftir HM í ár. Það er á minni ábyrgð, og á ábyrgð annarra leikmanna sem eru hættir að spila, að pota aðeins í og taka jafnvel þátt í því að rífa þetta upp aftur,“ sagði Sigfús. „Þegar ég byrjaði að spila í meistaraflokki þá voru fullir salir af áhorfendum og brjáluð stemmning. Þetta er orðið deyjandi í dag,“ sagði Sigfús en það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira