Að fá að drekka sig í hel Ögmundur bjarnason skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um sölu áfengis í mjólkurbúðum sem vonir standa til að loks verði að lögum í landinu. Þessu fagna allir frjálshuga menn og telja mikil þjóðþrif. Gildir þá einu þótt öll skynsamleg rök hnígi gegn slíku fyrirkomulagi og landlæknir biðji guðina að forða þingheimi frá þessu ráði. Réttlætismál og sjálfsögð mannréttindi er að geta keypt sér („verzlað“) hvítvín með humrinum án milligöngu ríkisvaldsins. Að meina mönnum frjáls viðskipti með áfengi, jafnvel þótt ístöðulítið fólk kunni illa með það að fara, má heita að stappi nærri því ofbeldi að skylda menn, sem ekki bera til þess sérstaka löngun, að greiða skatt af tekjum sínum. Eða þeim yfirgangi kommúnista að beita neyslusköttum til að draga úr sykuráti barna. Hlýtur þá að liggja næst fyrir að ráðast gegn þeirri blindu forræðishyggju að takmarka áfengiskaup við aldur neytenda, þvert á eftirspurn og kröfur markaðarins. Heimurinn er jú fullur af peningum og allskonar og fásinna að láta það dragast að drekka þau vín sem hægt er að drekka strax. Eins og skáldið sagði sem minntist skóladaganna með hryggð yfir því að „sumir sóuðu æsku sinni í nám á meðan aðrir vörðu henni í vín“. Í þessum skóla sem sum okkar villtust í síðar minnir mig að hafi staðið á fornum bókum að ljúft væri og dýrðlegt að deyja fyrir föðurlandið. Reynsla vestrænna þjóða af því að einkavæða áfengissölu er á eina leið: áfengisneysla eykst með tilheyrandi aukningu á áfengistengdu heilsutjóni og samfélagsböli. En skítt veri með það. Við skulum vera frjálsir menn í frjálsu landi. Og frjálsir þess að drekka okkur í hel. Það er dýrðlegt og dásamlegt:Þær endalyktir öllum kunnarég einna dýrðlegastar telundir fána frjálshyggjunnarað fá að drekka sig í hel.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um sölu áfengis í mjólkurbúðum sem vonir standa til að loks verði að lögum í landinu. Þessu fagna allir frjálshuga menn og telja mikil þjóðþrif. Gildir þá einu þótt öll skynsamleg rök hnígi gegn slíku fyrirkomulagi og landlæknir biðji guðina að forða þingheimi frá þessu ráði. Réttlætismál og sjálfsögð mannréttindi er að geta keypt sér („verzlað“) hvítvín með humrinum án milligöngu ríkisvaldsins. Að meina mönnum frjáls viðskipti með áfengi, jafnvel þótt ístöðulítið fólk kunni illa með það að fara, má heita að stappi nærri því ofbeldi að skylda menn, sem ekki bera til þess sérstaka löngun, að greiða skatt af tekjum sínum. Eða þeim yfirgangi kommúnista að beita neyslusköttum til að draga úr sykuráti barna. Hlýtur þá að liggja næst fyrir að ráðast gegn þeirri blindu forræðishyggju að takmarka áfengiskaup við aldur neytenda, þvert á eftirspurn og kröfur markaðarins. Heimurinn er jú fullur af peningum og allskonar og fásinna að láta það dragast að drekka þau vín sem hægt er að drekka strax. Eins og skáldið sagði sem minntist skóladaganna með hryggð yfir því að „sumir sóuðu æsku sinni í nám á meðan aðrir vörðu henni í vín“. Í þessum skóla sem sum okkar villtust í síðar minnir mig að hafi staðið á fornum bókum að ljúft væri og dýrðlegt að deyja fyrir föðurlandið. Reynsla vestrænna þjóða af því að einkavæða áfengissölu er á eina leið: áfengisneysla eykst með tilheyrandi aukningu á áfengistengdu heilsutjóni og samfélagsböli. En skítt veri með það. Við skulum vera frjálsir menn í frjálsu landi. Og frjálsir þess að drekka okkur í hel. Það er dýrðlegt og dásamlegt:Þær endalyktir öllum kunnarég einna dýrðlegastar telundir fána frjálshyggjunnarað fá að drekka sig í hel.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar