Að fá að drekka sig í hel Ögmundur bjarnason skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um sölu áfengis í mjólkurbúðum sem vonir standa til að loks verði að lögum í landinu. Þessu fagna allir frjálshuga menn og telja mikil þjóðþrif. Gildir þá einu þótt öll skynsamleg rök hnígi gegn slíku fyrirkomulagi og landlæknir biðji guðina að forða þingheimi frá þessu ráði. Réttlætismál og sjálfsögð mannréttindi er að geta keypt sér („verzlað“) hvítvín með humrinum án milligöngu ríkisvaldsins. Að meina mönnum frjáls viðskipti með áfengi, jafnvel þótt ístöðulítið fólk kunni illa með það að fara, má heita að stappi nærri því ofbeldi að skylda menn, sem ekki bera til þess sérstaka löngun, að greiða skatt af tekjum sínum. Eða þeim yfirgangi kommúnista að beita neyslusköttum til að draga úr sykuráti barna. Hlýtur þá að liggja næst fyrir að ráðast gegn þeirri blindu forræðishyggju að takmarka áfengiskaup við aldur neytenda, þvert á eftirspurn og kröfur markaðarins. Heimurinn er jú fullur af peningum og allskonar og fásinna að láta það dragast að drekka þau vín sem hægt er að drekka strax. Eins og skáldið sagði sem minntist skóladaganna með hryggð yfir því að „sumir sóuðu æsku sinni í nám á meðan aðrir vörðu henni í vín“. Í þessum skóla sem sum okkar villtust í síðar minnir mig að hafi staðið á fornum bókum að ljúft væri og dýrðlegt að deyja fyrir föðurlandið. Reynsla vestrænna þjóða af því að einkavæða áfengissölu er á eina leið: áfengisneysla eykst með tilheyrandi aukningu á áfengistengdu heilsutjóni og samfélagsböli. En skítt veri með það. Við skulum vera frjálsir menn í frjálsu landi. Og frjálsir þess að drekka okkur í hel. Það er dýrðlegt og dásamlegt:Þær endalyktir öllum kunnarég einna dýrðlegastar telundir fána frjálshyggjunnarað fá að drekka sig í hel.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um sölu áfengis í mjólkurbúðum sem vonir standa til að loks verði að lögum í landinu. Þessu fagna allir frjálshuga menn og telja mikil þjóðþrif. Gildir þá einu þótt öll skynsamleg rök hnígi gegn slíku fyrirkomulagi og landlæknir biðji guðina að forða þingheimi frá þessu ráði. Réttlætismál og sjálfsögð mannréttindi er að geta keypt sér („verzlað“) hvítvín með humrinum án milligöngu ríkisvaldsins. Að meina mönnum frjáls viðskipti með áfengi, jafnvel þótt ístöðulítið fólk kunni illa með það að fara, má heita að stappi nærri því ofbeldi að skylda menn, sem ekki bera til þess sérstaka löngun, að greiða skatt af tekjum sínum. Eða þeim yfirgangi kommúnista að beita neyslusköttum til að draga úr sykuráti barna. Hlýtur þá að liggja næst fyrir að ráðast gegn þeirri blindu forræðishyggju að takmarka áfengiskaup við aldur neytenda, þvert á eftirspurn og kröfur markaðarins. Heimurinn er jú fullur af peningum og allskonar og fásinna að láta það dragast að drekka þau vín sem hægt er að drekka strax. Eins og skáldið sagði sem minntist skóladaganna með hryggð yfir því að „sumir sóuðu æsku sinni í nám á meðan aðrir vörðu henni í vín“. Í þessum skóla sem sum okkar villtust í síðar minnir mig að hafi staðið á fornum bókum að ljúft væri og dýrðlegt að deyja fyrir föðurlandið. Reynsla vestrænna þjóða af því að einkavæða áfengissölu er á eina leið: áfengisneysla eykst með tilheyrandi aukningu á áfengistengdu heilsutjóni og samfélagsböli. En skítt veri með það. Við skulum vera frjálsir menn í frjálsu landi. Og frjálsir þess að drekka okkur í hel. Það er dýrðlegt og dásamlegt:Þær endalyktir öllum kunnarég einna dýrðlegastar telundir fána frjálshyggjunnarað fá að drekka sig í hel.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar