Aðeins tveir úr silfurliði Íslands á ÓL í úrvalsliði Íslands í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 08:45 Ísland fagnar silfurverðlaunum á ÓL 2008. Vísir/AFP Fjórir af átta leikmönnum í úrvalsliði handboltasögunnar á Íslandi voru fastamenn í liði Bogdan Kowalczyk á níunda áratugnum. Aðeins tveir úr silfurliðinu frá Peking komst hinsvegar í liðið. Úrvalslið Íslands í handbolta karla frá upphafi handboltans til dagsins í dag hefur verið valið en Morgunblaðið fékk fólk úr handboltahreyfingunni til að velja bestu handboltamenn allra tíma á Íslandi. Kristján Jónsson hélt utan um valið og segir frá úrvalsliðinu í Morgunblaðinu í dag. Framtakið er til fyrirmyndar en í gær var tilkynnt hverjar voru í úrvalsliði kvenna. Það eru aðeins Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson, tveir langmarkahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi, sem komast í úrvalsliðið af leikmönnunum sem komu Íslandi í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Það er ljóst að það er ekkert auðvelt að gera upp á milli margra þeirra frábæru handboltamanna sem spilað hafa fyrir Ísland í gegnum tíðina. Það er nefnilega svo sannarlega nóg að taka. Liðið undir stjórn Bogdan Kowalczyk kom Íslandi aftur í hóp bestu landsliða heims á níunda áratugnum og þeir Alfreð Gíslason. Kristján Árason, Einar Þorvarðarson og Þorgils Óttar Matthiesen voru allir lykilmenn í því liði. Valdimar Grímsson, sem komst einnig í úrvalsliðið, spilaði einnig mikið með Bogdan-liðinu undir það síðasta þótt að blómatími hans með landsliðinu hafi verið eftir að Bogdan hætti. Snorri Steinn Guðjónsson, markahæsti leikstjórnandi íslenska landsliðsins frá upphafi og fastamaður í liðinu sem vann silfur í Peking og brons á EM í Austurríki virðist hafa verið langt frá því að komast í úrvalsliðið. Snorri Steinn var í úrvalsliði Ólympíuleikanna 2008 og stýrði sóknarleik landsliðsins í um tíu ár. Aron Pálmarsson, sem hefur að mestu spilað sem vinstri skytta með landsliðinu en leikstjórnandi með sínum félagsliðum, er í stöðu leikstjórnanda í úrvalsliðinu og Dagur Sigurðsson og Geir Hallsteinsson voru síðan næstir inn samkvæmt greininni í Morgunblaðinu í dag. Alexander Petersson og Róbert Gunnarsson eru dæmi um tvo aðra leikmenn úr silfurliðinu sem gerðu tilkall til sætis í úrvalsliðinu en þeir voru frábærir með íslenska landsliðinu á bestu árum þess á milli 2007 og 2012. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson fengu reyndar næstum því fullt hús því 41 af 42 álitsgjöfum Morgunblaðsins völdu þá í liðið. Þeir eru glæsilegir fulltrúar silfurliðsins í úrvalsliðinu.Úrvalsliðið: Markvörður: Einar Þorvarðarson Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson Vinstri skytta: Alfreð Gíslason Leikstjórnandi: Aron Pálmarsson Hægri skytta: Ólafur Stefánsson Hægra horn: Valdimar Grímsson Línumaður: Þorgils Óttar Matthiesen Varnarmaður: Kristján ArasonNæstir því að komast inn samkvæmt upptalinu í grein Morgunblaðsins: Dagur Sigurðsson, leikstjórnandi Geir Hallsteinsson, leikstjórnandi eða skytta Alexander Petersson, hægri skytta Geir Sveinsson, línumaður Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00 Kveður eftir 15 ára feril Geir Sveinsson valdi í gær 28 manna hóp sem hefur undirbúning fyrir HM í Frakklandi í lok desember. Róbert Gunnarsson er hættur að spila fyrir Ísland. 13. desember 2016 06:00 Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00 Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Fjórir af átta leikmönnum í úrvalsliði handboltasögunnar á Íslandi voru fastamenn í liði Bogdan Kowalczyk á níunda áratugnum. Aðeins tveir úr silfurliðinu frá Peking komst hinsvegar í liðið. Úrvalslið Íslands í handbolta karla frá upphafi handboltans til dagsins í dag hefur verið valið en Morgunblaðið fékk fólk úr handboltahreyfingunni til að velja bestu handboltamenn allra tíma á Íslandi. Kristján Jónsson hélt utan um valið og segir frá úrvalsliðinu í Morgunblaðinu í dag. Framtakið er til fyrirmyndar en í gær var tilkynnt hverjar voru í úrvalsliði kvenna. Það eru aðeins Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson, tveir langmarkahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi, sem komast í úrvalsliðið af leikmönnunum sem komu Íslandi í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Það er ljóst að það er ekkert auðvelt að gera upp á milli margra þeirra frábæru handboltamanna sem spilað hafa fyrir Ísland í gegnum tíðina. Það er nefnilega svo sannarlega nóg að taka. Liðið undir stjórn Bogdan Kowalczyk kom Íslandi aftur í hóp bestu landsliða heims á níunda áratugnum og þeir Alfreð Gíslason. Kristján Árason, Einar Þorvarðarson og Þorgils Óttar Matthiesen voru allir lykilmenn í því liði. Valdimar Grímsson, sem komst einnig í úrvalsliðið, spilaði einnig mikið með Bogdan-liðinu undir það síðasta þótt að blómatími hans með landsliðinu hafi verið eftir að Bogdan hætti. Snorri Steinn Guðjónsson, markahæsti leikstjórnandi íslenska landsliðsins frá upphafi og fastamaður í liðinu sem vann silfur í Peking og brons á EM í Austurríki virðist hafa verið langt frá því að komast í úrvalsliðið. Snorri Steinn var í úrvalsliði Ólympíuleikanna 2008 og stýrði sóknarleik landsliðsins í um tíu ár. Aron Pálmarsson, sem hefur að mestu spilað sem vinstri skytta með landsliðinu en leikstjórnandi með sínum félagsliðum, er í stöðu leikstjórnanda í úrvalsliðinu og Dagur Sigurðsson og Geir Hallsteinsson voru síðan næstir inn samkvæmt greininni í Morgunblaðinu í dag. Alexander Petersson og Róbert Gunnarsson eru dæmi um tvo aðra leikmenn úr silfurliðinu sem gerðu tilkall til sætis í úrvalsliðinu en þeir voru frábærir með íslenska landsliðinu á bestu árum þess á milli 2007 og 2012. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson fengu reyndar næstum því fullt hús því 41 af 42 álitsgjöfum Morgunblaðsins völdu þá í liðið. Þeir eru glæsilegir fulltrúar silfurliðsins í úrvalsliðinu.Úrvalsliðið: Markvörður: Einar Þorvarðarson Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson Vinstri skytta: Alfreð Gíslason Leikstjórnandi: Aron Pálmarsson Hægri skytta: Ólafur Stefánsson Hægra horn: Valdimar Grímsson Línumaður: Þorgils Óttar Matthiesen Varnarmaður: Kristján ArasonNæstir því að komast inn samkvæmt upptalinu í grein Morgunblaðsins: Dagur Sigurðsson, leikstjórnandi Geir Hallsteinsson, leikstjórnandi eða skytta Alexander Petersson, hægri skytta Geir Sveinsson, línumaður Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00 Kveður eftir 15 ára feril Geir Sveinsson valdi í gær 28 manna hóp sem hefur undirbúning fyrir HM í Frakklandi í lok desember. Róbert Gunnarsson er hættur að spila fyrir Ísland. 13. desember 2016 06:00 Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00 Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30
Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00
Kveður eftir 15 ára feril Geir Sveinsson valdi í gær 28 manna hóp sem hefur undirbúning fyrir HM í Frakklandi í lok desember. Róbert Gunnarsson er hættur að spila fyrir Ísland. 13. desember 2016 06:00
Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00
Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00
Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09