Að hafa vit fyrir þjóðinni Róbert H. Haraldsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Meirihluti þjóðarinnar vill ekki áfengi í matvöruverslanir. Sumir alþingismenn vilja á hinn bóginn fara þvert gegn vilja þjóðarinnar í þessu máli. Einn þeirra orðaði það svo að stundum þyrftu þingmenn að taka slaginn og keyra mál í gegn. Þetta vekur upp spurningu um forræðishyggju. Hvenær eiga þingmenn að hafa vit fyrir þjóðinni og þvinga hana til að gera eitthvað sem hún vill ekki gera? Forræðishyggja á sér fáa verjendur nú um stundir. En þingið hefur óneitanlega vit fyrir þjóðinni á ýmsum sviðum, t.d. með lögum um fjármálamarkaði eða lyfjaframleiðslu. Almenningur treystir þar á leiðsögn kjörinna fulltrúa sinna. Forræðishyggja áfengisfrumvarpsmanna verður því ekki fordæmd að óathuguðu máli. Skoða verður hvert mál fyrir sig. Þrennt kemur helst til álita til að réttlæta forræðishyggju flutningsmanna áfengisfrumvarpsins. Í fyrsta lagi mætti e.t.v. réttlæta forræðishyggju þeirra með vísun til þjóðarhags. En þeim þingmönnum sem vilja stórauka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar, og stuðla þannig að aukinni áfengisneyslu, hefur mistekist að sýna fram á að það sé þjóðarhagur. Þeir hafa ekki sýnt að námsárangur ungmenna batni við aukna áfengisneyslu eða að lýðheilsa batni. Þeir hafa ekki heldur sýnt að glæpum og umferðaróhöppum fækki með aukinni áfengisneyslu eða að heimilisofbeldið minnki. Umræddum þingmönnum hefur einfaldlega mistekist að sýna að þjóðarhagur kalli á aukna áfengisneyslu. Þeir geta því ekki beitt þessum rökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í öðru lagi gætu umræddir þingmenn reynt að réttlæta forræðishyggju sína í krafti þekkingar. Þeir séu einfaldlega betur upplýstir en þjóðin. En þessi rök eiga ekki við hér. Öðru nær, þjóðin virðist mun betur upplýst um afleiðingar áfengisdrykkju en umræddir þingmenn. Öfugt við þá virðist þjóðin reiðubúin að skoða reynslu einstaklinga af áfengisdrykkju og hún er til í að hlusta á rannsóknir og rök fræðimanna um afleiðingar áfengisdrykkju. Þingmennirnir geta því ekki beitt þekkingarrökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í þriðja lagi og til þrautavara gætu þingmennirnir vísað á réttlæti til að verja forræðishyggju sína. Öfugt við þjóðina berjist þeir fyrir réttlæti óháð afleiðingum. En er áfengi í matvöruverslanir réttlætismál? Réttlæti er flókið hugtak, í senn lagalegt og siðferðilegt. Það hefur enginn lagalegan rétt á að selja áfengi í matvöruverslunum. Stjórnarskráin ver ekki rétt manna til þess. Menn hafa heldur ekki siðferðilegan rétt á að selja öðrum mönnum skaðlega vöru. Öðru nær, samfélagið hefur rétt á að skipuleggja verslun með vörur sem eru skaðlegar samfélaginu. Á Íslandi er núverandi fyrirkomulag á sölu áfengis með þeim hætti að bæði einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið eru virt. Höfnum forræðishyggju áfengisfrumvarpsmanna. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar vill ekki áfengi í matvöruverslanir. Sumir alþingismenn vilja á hinn bóginn fara þvert gegn vilja þjóðarinnar í þessu máli. Einn þeirra orðaði það svo að stundum þyrftu þingmenn að taka slaginn og keyra mál í gegn. Þetta vekur upp spurningu um forræðishyggju. Hvenær eiga þingmenn að hafa vit fyrir þjóðinni og þvinga hana til að gera eitthvað sem hún vill ekki gera? Forræðishyggja á sér fáa verjendur nú um stundir. En þingið hefur óneitanlega vit fyrir þjóðinni á ýmsum sviðum, t.d. með lögum um fjármálamarkaði eða lyfjaframleiðslu. Almenningur treystir þar á leiðsögn kjörinna fulltrúa sinna. Forræðishyggja áfengisfrumvarpsmanna verður því ekki fordæmd að óathuguðu máli. Skoða verður hvert mál fyrir sig. Þrennt kemur helst til álita til að réttlæta forræðishyggju flutningsmanna áfengisfrumvarpsins. Í fyrsta lagi mætti e.t.v. réttlæta forræðishyggju þeirra með vísun til þjóðarhags. En þeim þingmönnum sem vilja stórauka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar, og stuðla þannig að aukinni áfengisneyslu, hefur mistekist að sýna fram á að það sé þjóðarhagur. Þeir hafa ekki sýnt að námsárangur ungmenna batni við aukna áfengisneyslu eða að lýðheilsa batni. Þeir hafa ekki heldur sýnt að glæpum og umferðaróhöppum fækki með aukinni áfengisneyslu eða að heimilisofbeldið minnki. Umræddum þingmönnum hefur einfaldlega mistekist að sýna að þjóðarhagur kalli á aukna áfengisneyslu. Þeir geta því ekki beitt þessum rökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í öðru lagi gætu umræddir þingmenn reynt að réttlæta forræðishyggju sína í krafti þekkingar. Þeir séu einfaldlega betur upplýstir en þjóðin. En þessi rök eiga ekki við hér. Öðru nær, þjóðin virðist mun betur upplýst um afleiðingar áfengisdrykkju en umræddir þingmenn. Öfugt við þá virðist þjóðin reiðubúin að skoða reynslu einstaklinga af áfengisdrykkju og hún er til í að hlusta á rannsóknir og rök fræðimanna um afleiðingar áfengisdrykkju. Þingmennirnir geta því ekki beitt þekkingarrökum til að réttlæta forræðishyggju sína. Í þriðja lagi og til þrautavara gætu þingmennirnir vísað á réttlæti til að verja forræðishyggju sína. Öfugt við þjóðina berjist þeir fyrir réttlæti óháð afleiðingum. En er áfengi í matvöruverslanir réttlætismál? Réttlæti er flókið hugtak, í senn lagalegt og siðferðilegt. Það hefur enginn lagalegan rétt á að selja áfengi í matvöruverslunum. Stjórnarskráin ver ekki rétt manna til þess. Menn hafa heldur ekki siðferðilegan rétt á að selja öðrum mönnum skaðlega vöru. Öðru nær, samfélagið hefur rétt á að skipuleggja verslun með vörur sem eru skaðlegar samfélaginu. Á Íslandi er núverandi fyrirkomulag á sölu áfengis með þeim hætti að bæði einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið eru virt. Höfnum forræðishyggju áfengisfrumvarpsmanna. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun