„Þetta var frábær sigur hjá okkur og það skein í gegn allan tímann að liðið er með rosalega mikinn karakter,“ segir Guðlaugur Arnarson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn.
Valsmenn unnu frábæran sigur á ÍBV 31-27 í Olís-deildinni og náðu að knýja fram oddaleik á laugardaginn.
„Það sem vantaði upp á í leiknum út í Eyjum á sunnudaginn kom fram í dag.“
Anton Rúnarsson gat ekki leikið með liðinu í kvöld vegna veikinda. Sveinn Aron Sveinsson kom ekkert við sögu í kvöld og sat allan tímann á bekknum en hann var að glíma við pest og það sama má segja um Ýmir Örn Gíslason sem var reyndar frábær í vörninni hjá Val.
„Það stakk sér niður pest hjá liðinu og það voru nokkrir leikmenn ælandi í gær. Ýmir hljóp til að mynda reglulega af bekknum í kvöld til að æla og spilaði engu að síður vörnina mjög vel. Anton var bara rúmliggjandi og gat með engu móti spilað í kvöld. Þessi karakter í strákurinn vinnur leiki.“
Guðlaugur segir að hann verði nauðsynlega að fá alla leikmenn inn í liðið fyrir laugardaginn.
„Við erum bara á leiðinni í stríð á erfiðasta útvöll landsins.“
Ælupest lagðist á Valsmenn fyrir leikinn: „Ýmir hljóp reglulega af bekknum til þess að æla“

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 31-27 | Valsmenn náðu í oddaleik
Valur náði að knýja fram oddaleik eftir sigur á ÍBV, 31-27, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla en liðin mættust í Valsheimilinu í kvöld.