Stopp nú Eva Baldursdóttir skrifar 11. september 2017 15:00 Á undanförnum dögum hafa margir risið upp gegn ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa stúlkunni Haniye Maleki og afgönskum föður hennar úr landi. Samkvæmt fréttaflutningi var þeim tilkynnt í húsakynnum stofnunarinnar í morgun að þeim yrði vísað úr landi á fimmtudag. Dómsmálaráðherra hafði upplýst það um helgina að hún myndi ekki snúa við ákvörðun Útlendingarstofnunar. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las frétt RÚV var í besta falli algjört taktleysi. Í versta falli valdníðsla. Nú á að drífa það af að vísa þessu fólki úr landi. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur tilkynnt að þau muni leggja fram frumvarp til að veita þeim ríkisborgararétt. Það frumvarp mun þurfa einhvern tíma til meðferðar hjá þinginu. Er verið að reyna vísa þeim úr landi áður en þingið getur tekið afstöðu? Að sjálfsögðu á Útlendingastofnun að bíða í ljósi þeirrar óánægju sem ríkir í samfélaginu og í ljósi boðaðra aðgerða. Það er algjört lágmark að Útlendingastofnun bíði með sína ákvörðun þangað til þingið hefur tekið afstöðu til málsins. Löggjafinn á síðasta orðið. Þar situr fólkið sem við höfum kosið til að fara með opinbert vald í umboði okkar. Mínir þingmenn ætla að láta mannúð ráða för og vonandi meirihluti þingsins. Efnið þarf að ríkja yfir forminu. Réttlætið yfir bókstafnum. Mannúðin yfir þröngri stjórnsýsluframkvæmd. Ég hvet Útlendingastofnun og ráðherra málaflokksins að bíða með þessa framkvæmd og virða lýðræðislega meðferð málsins. Ef lögfræðilegar röksemdafærslu skortir bendi ég á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hafa margir risið upp gegn ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa stúlkunni Haniye Maleki og afgönskum föður hennar úr landi. Samkvæmt fréttaflutningi var þeim tilkynnt í húsakynnum stofnunarinnar í morgun að þeim yrði vísað úr landi á fimmtudag. Dómsmálaráðherra hafði upplýst það um helgina að hún myndi ekki snúa við ákvörðun Útlendingarstofnunar. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las frétt RÚV var í besta falli algjört taktleysi. Í versta falli valdníðsla. Nú á að drífa það af að vísa þessu fólki úr landi. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur tilkynnt að þau muni leggja fram frumvarp til að veita þeim ríkisborgararétt. Það frumvarp mun þurfa einhvern tíma til meðferðar hjá þinginu. Er verið að reyna vísa þeim úr landi áður en þingið getur tekið afstöðu? Að sjálfsögðu á Útlendingastofnun að bíða í ljósi þeirrar óánægju sem ríkir í samfélaginu og í ljósi boðaðra aðgerða. Það er algjört lágmark að Útlendingastofnun bíði með sína ákvörðun þangað til þingið hefur tekið afstöðu til málsins. Löggjafinn á síðasta orðið. Þar situr fólkið sem við höfum kosið til að fara með opinbert vald í umboði okkar. Mínir þingmenn ætla að láta mannúð ráða för og vonandi meirihluti þingsins. Efnið þarf að ríkja yfir forminu. Réttlætið yfir bókstafnum. Mannúðin yfir þröngri stjórnsýsluframkvæmd. Ég hvet Útlendingastofnun og ráðherra málaflokksins að bíða með þessa framkvæmd og virða lýðræðislega meðferð málsins. Ef lögfræðilegar röksemdafærslu skortir bendi ég á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar