Bókaprentun á ekki afturkvæmt til Íslands Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. október 2017 22:05 Aldrei hefur hærra hlutfall íslenskra bóka verið prentað utan landssteinanna. Vísir/Valli Sterkt gengi krónunnar er ein helsta ástæðan fyrir því að meira en helmingur innbundinna íslenskra bóka er prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda segir að aðeins annað hrun geti gert það hagstæðara að prenta á Íslandi. Oddi tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið ætlaði að hætta að prenta innbundnar bækur í byrjun næsta árs. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Odda, segir það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær slík ákvörðun yrði tekin. „Það má segja að við höfum gefið þessu lengri möguleika en við hefðum átt að gera. Nú er bara staðan orðin þannig að við treystum ekki til að halda áfram lengur með þessa framleiðslu,“ segir hann. Í samkeppnislöndum séu önnur laun og gengi krónunnar hafi unnið gegn íslenskum prentsmiðjum undanfarið.Hærra hlutfall prentað erlendis en nokkru sinni áður Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins Grafíu sem bókagerðarmenn tilheyra, segir að 52,5% íslenskra bóka hafi verið prentaðar erlendis síðast þegar könnun var gerð á því. Það sé hæsta hlutfall frá því að slíkar mælingar hófust. Hann segir félagsmenn ágætlega í stakk búna fyrir breytingar. Félagið hafi unnið í því að undirbúa félagsmenn fyrir nýjungar. Einnig hjálpi að atvinnuástand sé almennt gott. Kristján Geir á ekki von á að prentun bóka færist aftur til Íslands í bráð. Á hrunárunum hafi það orðið hagstæðara að prenta á Íslandi en hann ætli sér þó ekki að spá öðru hruni. „Það er í rauninni það eina sem myndi búa til umhverfi til þess að við myndum fara að snúa til baka. Það er ekki að fara að gerast,“ segir hann. Menning Tengdar fréttir Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira
Sterkt gengi krónunnar er ein helsta ástæðan fyrir því að meira en helmingur innbundinna íslenskra bóka er prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda segir að aðeins annað hrun geti gert það hagstæðara að prenta á Íslandi. Oddi tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið ætlaði að hætta að prenta innbundnar bækur í byrjun næsta árs. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Odda, segir það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær slík ákvörðun yrði tekin. „Það má segja að við höfum gefið þessu lengri möguleika en við hefðum átt að gera. Nú er bara staðan orðin þannig að við treystum ekki til að halda áfram lengur með þessa framleiðslu,“ segir hann. Í samkeppnislöndum séu önnur laun og gengi krónunnar hafi unnið gegn íslenskum prentsmiðjum undanfarið.Hærra hlutfall prentað erlendis en nokkru sinni áður Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins Grafíu sem bókagerðarmenn tilheyra, segir að 52,5% íslenskra bóka hafi verið prentaðar erlendis síðast þegar könnun var gerð á því. Það sé hæsta hlutfall frá því að slíkar mælingar hófust. Hann segir félagsmenn ágætlega í stakk búna fyrir breytingar. Félagið hafi unnið í því að undirbúa félagsmenn fyrir nýjungar. Einnig hjálpi að atvinnuástand sé almennt gott. Kristján Geir á ekki von á að prentun bóka færist aftur til Íslands í bráð. Á hrunárunum hafi það orðið hagstæðara að prenta á Íslandi en hann ætli sér þó ekki að spá öðru hruni. „Það er í rauninni það eina sem myndi búa til umhverfi til þess að við myndum fara að snúa til baka. Það er ekki að fara að gerast,“ segir hann.
Menning Tengdar fréttir Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira
Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00