Range Rover Sport fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 12:00 Range Rover Sport með tengiltvinnaflrás. Range Rover Sport mun brátt fást sem tengiltvinnbíll með 2,0 lítra Ingenium vél og rafmótora sem duga bilnum til aksturs fyrstu 50 kílómetrana. Samanlagt er aflrásin í bílnum 404 hestöfl og því ekki um neinn letingja að ræða, enda fer hann sprettinn í hundraðið á 6,7 sekúndum. Ennfremur kemst hann á 137 km hraða eingöngu á rafmótorunum, en hámarkshraðinn með aðstoð brunavélarinnar er 220 km/klst. Þessi bíll verður fyrsti tengiltvinnbíll Range Rover. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,8 lítrar á hverja ekna 100 kílómetra og uppgefin mengun 64 g/km af CO2. Á sama tíma og Jaguar Land Rover kynnir þessa nýju gerð Range Rover Sport þá kynnti fyrirtækið líka enn aflmeiri SVR útgáfu bílsins með 575 hestafla 5,0 lítra V8 vél. Sá bíll er ekki nema 4,5 sekúndur að klára sprettinn í 100 og hámarkshraðinn er 283 km/klst. Nýr Range Rover Sport mun koma á 21 eða 22 tommu felgum, með breytt framljós og örlítið breyttan framstuðara. Hægt verður að panta þessa nýju gerð Range Rover Sport með tengiltvinnaflrás strax í lok þessa árs. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent
Range Rover Sport mun brátt fást sem tengiltvinnbíll með 2,0 lítra Ingenium vél og rafmótora sem duga bilnum til aksturs fyrstu 50 kílómetrana. Samanlagt er aflrásin í bílnum 404 hestöfl og því ekki um neinn letingja að ræða, enda fer hann sprettinn í hundraðið á 6,7 sekúndum. Ennfremur kemst hann á 137 km hraða eingöngu á rafmótorunum, en hámarkshraðinn með aðstoð brunavélarinnar er 220 km/klst. Þessi bíll verður fyrsti tengiltvinnbíll Range Rover. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,8 lítrar á hverja ekna 100 kílómetra og uppgefin mengun 64 g/km af CO2. Á sama tíma og Jaguar Land Rover kynnir þessa nýju gerð Range Rover Sport þá kynnti fyrirtækið líka enn aflmeiri SVR útgáfu bílsins með 575 hestafla 5,0 lítra V8 vél. Sá bíll er ekki nema 4,5 sekúndur að klára sprettinn í 100 og hámarkshraðinn er 283 km/klst. Nýr Range Rover Sport mun koma á 21 eða 22 tommu felgum, með breytt framljós og örlítið breyttan framstuðara. Hægt verður að panta þessa nýju gerð Range Rover Sport með tengiltvinnaflrás strax í lok þessa árs.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent