Breyttar aðstæður til veiða í Andakílsá Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. júní 2017 07:00 Eiríkur Hjálmarsson, talsmaður Orku náttúrunnar Allar líkur eru á að aðstæður til veiða í Andakílsá verði gjörbreyttar og erfiðar í sumar. Mun ásýnd árinnar, og ímynd hennar í huga veiðimanna, jafnframt breytast. Þetta kemur fram í bréfi Orku náttúrunnar til Umhverfisstofnunar. Þar er rakin atburðarás sem leiddi til þess að mikið af seti úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar fór niður í farveg árinnar upp úr miðjum maí. Í fyrstu var talið að um fjögur til fimm þúsund tonn af seti hefðu farið í farveg árinnar, en sérfræðingar telja nú að magnið sé fimmtán til átján þúsund tonn. Eiríkur Hjálmarsson, talsmaður Orku náttúrunnar, segir verkefnahóp hafa verið settan á fót undir lok maí til að meta hvaða aðgerðir skynsamlegast sé að ráðast í til þess að takmarka áhrif aurburðarins á lífríki árinnar. Hópurinn hefur gert mælingar í ánni og munu niðurstöður liggja fyrir bráðlega, að sögn Eiríks. Á grundvelli þeirra mun hópurinn ákveða hvort grípa eigi til aðgerða til að flýta fyrir að setið skolist úr ánni. Andakílsá framleiðir gönguseiði mest á þremur árum. Í bréfinu segir að allar líkur séu á að yngsti árgangurinn, þ.e. hrygningin síðasta haust, hafi að stærstum hluta misfarist. Þá hafi væntanlega orðið gríðarleg afföll á eldri árgöngum laxaseiða. Fyrirtækið mun leggja sig í líma við að hreinsa ána og umhverfi hennar sem best og svo fljótt sem verða má. Fyrirtækið lýsir fullri ábyrgð á atvikinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira
Allar líkur eru á að aðstæður til veiða í Andakílsá verði gjörbreyttar og erfiðar í sumar. Mun ásýnd árinnar, og ímynd hennar í huga veiðimanna, jafnframt breytast. Þetta kemur fram í bréfi Orku náttúrunnar til Umhverfisstofnunar. Þar er rakin atburðarás sem leiddi til þess að mikið af seti úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar fór niður í farveg árinnar upp úr miðjum maí. Í fyrstu var talið að um fjögur til fimm þúsund tonn af seti hefðu farið í farveg árinnar, en sérfræðingar telja nú að magnið sé fimmtán til átján þúsund tonn. Eiríkur Hjálmarsson, talsmaður Orku náttúrunnar, segir verkefnahóp hafa verið settan á fót undir lok maí til að meta hvaða aðgerðir skynsamlegast sé að ráðast í til þess að takmarka áhrif aurburðarins á lífríki árinnar. Hópurinn hefur gert mælingar í ánni og munu niðurstöður liggja fyrir bráðlega, að sögn Eiríks. Á grundvelli þeirra mun hópurinn ákveða hvort grípa eigi til aðgerða til að flýta fyrir að setið skolist úr ánni. Andakílsá framleiðir gönguseiði mest á þremur árum. Í bréfinu segir að allar líkur séu á að yngsti árgangurinn, þ.e. hrygningin síðasta haust, hafi að stærstum hluta misfarist. Þá hafi væntanlega orðið gríðarleg afföll á eldri árgöngum laxaseiða. Fyrirtækið mun leggja sig í líma við að hreinsa ána og umhverfi hennar sem best og svo fljótt sem verða má. Fyrirtækið lýsir fullri ábyrgð á atvikinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira