Orð í tíma töluð Hjörleifur Hallgrímsson skrifar 9. júní 2017 08:45 „Ég er búinn að vera formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík í aðeins í nokkrar vikur. Mér blöskrar hvernig ástandið er. Ég skammast mín fyrir þá deyfð og áhugaleysi, sem ríkir meðal þeirra, sem ráða för og eiga að gæta velferðar og virðingar gagnvart hagsmunum eldri borgara,“ segir Ellert B. Schram í ágætri grein í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Og hann heldur áfram og segist ekki sjá leið til að fara með málefni eldri borgara gagnvart stjórnvöldum þar, sem undirtektir og skilningur er enginn. Þung orð. Því má bæta hér við að einstaka alþingismaður talar um á hátíðastundum að bæta þurfi smánarleg kjör aldraðra en svo ekki meir. Og áfram heldur þetta fólk í þúsundum talið að lifa undir fátækramörkum við sult og seyru á meðan auðmenn af t.d. Engeyjarætt í ríkisstjórn velta sér í allsnægtum að öllu leyti. Það er fátt til ráða eins og Ellert bendir á og þó eru þau til en vantar samstöðu. Sbr. búsáhaldabyltingin. Það er hálf nöturlegt til þess að vita eins og komið hefur fram hjá fyrrverandi leiðtogum eldri borgara t.d. Þórunni Sveinbjarnardóttur og Hauki Ingibergssyni að allur vandi eldri borgara verði leystur með því að byggja sem flest hjúkrunarheimili og auðvitað er það góðra gjalda vert að vissu marki. Þessu fólki virðist fyrirmunað að skilja að vandinn liggur að stórum hluta í að eldri borgarar eru á svo lágum eftirlaunum og eiga jafnvel ekki fyrir mat, lyfjum, læknisaðstoð né öðru, sem kallast mannsæmandi lífskjör. Það eru nefnilega mýmörg dæmi um að eldra fólk, sem lagt hefur verið inn á sjúkrastofnanir hafi jafnvel vart verið hugað líf vegna næringarskorts. Hvers vegna? Það hefur ekki haft peninga til að kaupa handa sér góðan og næringarríkan mat né aðra lífsnauðsyn. Ef þetta fólk fengi eftirlaun við hæfi myndi vafalaust ástandið batna því margt af því vill búa áfram í heimahúsum og sjá um sig sjálft og er margt fært um það ef það hefði mannsæmandi eftirlaun. Þá þyrfti færri hjúkrunarheimili. Þetta skilja m.a. ráðherrarnir og auðmennirnir þeir Engeyjarfrændur alls ekki og því fer, sem komið er. En að lokum hvar er Grái herinn, sem stofnaður var að mér skildist til stuðnings eldri borgurum? Það lá við lúðrablæstri og söng, blaðagreinum og myndatökum í upphafi. Svo allt hljótt.Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
„Ég er búinn að vera formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík í aðeins í nokkrar vikur. Mér blöskrar hvernig ástandið er. Ég skammast mín fyrir þá deyfð og áhugaleysi, sem ríkir meðal þeirra, sem ráða för og eiga að gæta velferðar og virðingar gagnvart hagsmunum eldri borgara,“ segir Ellert B. Schram í ágætri grein í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Og hann heldur áfram og segist ekki sjá leið til að fara með málefni eldri borgara gagnvart stjórnvöldum þar, sem undirtektir og skilningur er enginn. Þung orð. Því má bæta hér við að einstaka alþingismaður talar um á hátíðastundum að bæta þurfi smánarleg kjör aldraðra en svo ekki meir. Og áfram heldur þetta fólk í þúsundum talið að lifa undir fátækramörkum við sult og seyru á meðan auðmenn af t.d. Engeyjarætt í ríkisstjórn velta sér í allsnægtum að öllu leyti. Það er fátt til ráða eins og Ellert bendir á og þó eru þau til en vantar samstöðu. Sbr. búsáhaldabyltingin. Það er hálf nöturlegt til þess að vita eins og komið hefur fram hjá fyrrverandi leiðtogum eldri borgara t.d. Þórunni Sveinbjarnardóttur og Hauki Ingibergssyni að allur vandi eldri borgara verði leystur með því að byggja sem flest hjúkrunarheimili og auðvitað er það góðra gjalda vert að vissu marki. Þessu fólki virðist fyrirmunað að skilja að vandinn liggur að stórum hluta í að eldri borgarar eru á svo lágum eftirlaunum og eiga jafnvel ekki fyrir mat, lyfjum, læknisaðstoð né öðru, sem kallast mannsæmandi lífskjör. Það eru nefnilega mýmörg dæmi um að eldra fólk, sem lagt hefur verið inn á sjúkrastofnanir hafi jafnvel vart verið hugað líf vegna næringarskorts. Hvers vegna? Það hefur ekki haft peninga til að kaupa handa sér góðan og næringarríkan mat né aðra lífsnauðsyn. Ef þetta fólk fengi eftirlaun við hæfi myndi vafalaust ástandið batna því margt af því vill búa áfram í heimahúsum og sjá um sig sjálft og er margt fært um það ef það hefði mannsæmandi eftirlaun. Þá þyrfti færri hjúkrunarheimili. Þetta skilja m.a. ráðherrarnir og auðmennirnir þeir Engeyjarfrændur alls ekki og því fer, sem komið er. En að lokum hvar er Grái herinn, sem stofnaður var að mér skildist til stuðnings eldri borgurum? Það lá við lúðrablæstri og söng, blaðagreinum og myndatökum í upphafi. Svo allt hljótt.Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar