Orð í tíma töluð Hjörleifur Hallgrímsson skrifar 9. júní 2017 08:45 „Ég er búinn að vera formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík í aðeins í nokkrar vikur. Mér blöskrar hvernig ástandið er. Ég skammast mín fyrir þá deyfð og áhugaleysi, sem ríkir meðal þeirra, sem ráða för og eiga að gæta velferðar og virðingar gagnvart hagsmunum eldri borgara,“ segir Ellert B. Schram í ágætri grein í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Og hann heldur áfram og segist ekki sjá leið til að fara með málefni eldri borgara gagnvart stjórnvöldum þar, sem undirtektir og skilningur er enginn. Þung orð. Því má bæta hér við að einstaka alþingismaður talar um á hátíðastundum að bæta þurfi smánarleg kjör aldraðra en svo ekki meir. Og áfram heldur þetta fólk í þúsundum talið að lifa undir fátækramörkum við sult og seyru á meðan auðmenn af t.d. Engeyjarætt í ríkisstjórn velta sér í allsnægtum að öllu leyti. Það er fátt til ráða eins og Ellert bendir á og þó eru þau til en vantar samstöðu. Sbr. búsáhaldabyltingin. Það er hálf nöturlegt til þess að vita eins og komið hefur fram hjá fyrrverandi leiðtogum eldri borgara t.d. Þórunni Sveinbjarnardóttur og Hauki Ingibergssyni að allur vandi eldri borgara verði leystur með því að byggja sem flest hjúkrunarheimili og auðvitað er það góðra gjalda vert að vissu marki. Þessu fólki virðist fyrirmunað að skilja að vandinn liggur að stórum hluta í að eldri borgarar eru á svo lágum eftirlaunum og eiga jafnvel ekki fyrir mat, lyfjum, læknisaðstoð né öðru, sem kallast mannsæmandi lífskjör. Það eru nefnilega mýmörg dæmi um að eldra fólk, sem lagt hefur verið inn á sjúkrastofnanir hafi jafnvel vart verið hugað líf vegna næringarskorts. Hvers vegna? Það hefur ekki haft peninga til að kaupa handa sér góðan og næringarríkan mat né aðra lífsnauðsyn. Ef þetta fólk fengi eftirlaun við hæfi myndi vafalaust ástandið batna því margt af því vill búa áfram í heimahúsum og sjá um sig sjálft og er margt fært um það ef það hefði mannsæmandi eftirlaun. Þá þyrfti færri hjúkrunarheimili. Þetta skilja m.a. ráðherrarnir og auðmennirnir þeir Engeyjarfrændur alls ekki og því fer, sem komið er. En að lokum hvar er Grái herinn, sem stofnaður var að mér skildist til stuðnings eldri borgurum? Það lá við lúðrablæstri og söng, blaðagreinum og myndatökum í upphafi. Svo allt hljótt.Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ég er búinn að vera formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík í aðeins í nokkrar vikur. Mér blöskrar hvernig ástandið er. Ég skammast mín fyrir þá deyfð og áhugaleysi, sem ríkir meðal þeirra, sem ráða för og eiga að gæta velferðar og virðingar gagnvart hagsmunum eldri borgara,“ segir Ellert B. Schram í ágætri grein í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Og hann heldur áfram og segist ekki sjá leið til að fara með málefni eldri borgara gagnvart stjórnvöldum þar, sem undirtektir og skilningur er enginn. Þung orð. Því má bæta hér við að einstaka alþingismaður talar um á hátíðastundum að bæta þurfi smánarleg kjör aldraðra en svo ekki meir. Og áfram heldur þetta fólk í þúsundum talið að lifa undir fátækramörkum við sult og seyru á meðan auðmenn af t.d. Engeyjarætt í ríkisstjórn velta sér í allsnægtum að öllu leyti. Það er fátt til ráða eins og Ellert bendir á og þó eru þau til en vantar samstöðu. Sbr. búsáhaldabyltingin. Það er hálf nöturlegt til þess að vita eins og komið hefur fram hjá fyrrverandi leiðtogum eldri borgara t.d. Þórunni Sveinbjarnardóttur og Hauki Ingibergssyni að allur vandi eldri borgara verði leystur með því að byggja sem flest hjúkrunarheimili og auðvitað er það góðra gjalda vert að vissu marki. Þessu fólki virðist fyrirmunað að skilja að vandinn liggur að stórum hluta í að eldri borgarar eru á svo lágum eftirlaunum og eiga jafnvel ekki fyrir mat, lyfjum, læknisaðstoð né öðru, sem kallast mannsæmandi lífskjör. Það eru nefnilega mýmörg dæmi um að eldra fólk, sem lagt hefur verið inn á sjúkrastofnanir hafi jafnvel vart verið hugað líf vegna næringarskorts. Hvers vegna? Það hefur ekki haft peninga til að kaupa handa sér góðan og næringarríkan mat né aðra lífsnauðsyn. Ef þetta fólk fengi eftirlaun við hæfi myndi vafalaust ástandið batna því margt af því vill búa áfram í heimahúsum og sjá um sig sjálft og er margt fært um það ef það hefði mannsæmandi eftirlaun. Þá þyrfti færri hjúkrunarheimili. Þetta skilja m.a. ráðherrarnir og auðmennirnir þeir Engeyjarfrændur alls ekki og því fer, sem komið er. En að lokum hvar er Grái herinn, sem stofnaður var að mér skildist til stuðnings eldri borgurum? Það lá við lúðrablæstri og söng, blaðagreinum og myndatökum í upphafi. Svo allt hljótt.Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar