9.300 starfsmenn Volkswagen taka snemmbúnu eftirlaunatilboði Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2017 10:54 Talsverð fækkun verður í fjölda starfsfólks Volkswagen í kjölfarið. Volkswagen hefur boðið því starfsfólki sínu sem fætt er á árunum 1955 til 1960 að hætta fyrr hjá fyrirtækinu og þiggja fyrir vikið betri eftirlaun. Er þetta liður í því að fækka starfsfólki og auka framleiðni hjá Volkswagen og hefur fyrirtækið nefnd áætlun sína “Transform 2025+”. Með þessari áætlun er meiningin að auka framleiðni um 25%. Nú þegar hafa 9.300 starfsmenn tekið þessu tilboði Volkswagen, en starfsfólk hefur frest til 31. júlí að taka þessu tilboði og því getur enn fjölgað verulega í þessum hópi. Þetta starfsfólk er á aldrinum 57 til 62 ára, svo í dæmi þeirra er um fremur snemmbúinn eftirlaunaaldur að ræða. Ekki er loku fyrir það skotið að sumir þeirra geti hugsað sér að ráða sig í önnur störf eftir starfið hjá Volkswagen og drýgja með því tekjurnar. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Volkswagen hefur boðið því starfsfólki sínu sem fætt er á árunum 1955 til 1960 að hætta fyrr hjá fyrirtækinu og þiggja fyrir vikið betri eftirlaun. Er þetta liður í því að fækka starfsfólki og auka framleiðni hjá Volkswagen og hefur fyrirtækið nefnd áætlun sína “Transform 2025+”. Með þessari áætlun er meiningin að auka framleiðni um 25%. Nú þegar hafa 9.300 starfsmenn tekið þessu tilboði Volkswagen, en starfsfólk hefur frest til 31. júlí að taka þessu tilboði og því getur enn fjölgað verulega í þessum hópi. Þetta starfsfólk er á aldrinum 57 til 62 ára, svo í dæmi þeirra er um fremur snemmbúinn eftirlaunaaldur að ræða. Ekki er loku fyrir það skotið að sumir þeirra geti hugsað sér að ráða sig í önnur störf eftir starfið hjá Volkswagen og drýgja með því tekjurnar.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent