Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2017 10:11 Tvær kísilverksmiðjur verða starfræktar í Helguvík. vísir/GVA Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. Nokkur ákvæði leyfisins hafa verið endurskoðuð og þarf fyrirtækið að uppfylla ný ákvæði til að sporna gegn lyktarmengun. 27. október 2016 kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð að fella úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar frá 11. september 2015 um að veita Thorsil ehf. starfsleyfi fyrir rekstri kísilverksmiðju á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Vegna þessa tók Umhverfisstofnun afgreiðslu málsins fyrir á ný. Auglýsti Umhverfisstofnun starfsleyfistilkynningu á tímabilinu 3. nóvember 2016 til 2. janúar 2017. . Á sama tíma og opið var fyrir athugasemdir varð mikil fréttaumræða vegna mengunar og lyktar frá annarri kísilverksmiðju á sama svæði, verksmiðju United Silicon. Urðu hörð viðbrögð hjá mörgum íbúum Reykjanesbæjar vegna ítrekaðra óhappa og örðugleika. Að loknum umsagnarfresti höfðu borist 30 einstaklingum, tvö minnisblöð frá rekstraraðila og eitt áframsent erindi frá Samgöngustofu. . Nokkrir umsagnaraðilar vöktu í athugasemdum sínum athygli á undirskriftarlista þar sem farið var fram á að Umhverfisstofnun gefi ekki út starfsleyfi fyrir kísilmálmverksmiðju Thorsil. Tæplega 3500 einstaklingar skrifuðu nöfn sín á undirskriftalistann. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að stofnunin hafi farið yfir allar athugasemdir sem bárust og breytt nokkrum ákvæðum fyrra starfsleyfis til að koma til móts við ábendingar almennings. Ber þar helst að nefna ný ákvæði um lykt frá verksmiðjunni vegna reynslu sem skapast hefur af verksmiðju United Silicon. Starfsleyfið gildir til 11. september 2031. Tengdar fréttir Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fela í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 16. september 2015 14:10 Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. Nokkur ákvæði leyfisins hafa verið endurskoðuð og þarf fyrirtækið að uppfylla ný ákvæði til að sporna gegn lyktarmengun. 27. október 2016 kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð að fella úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar frá 11. september 2015 um að veita Thorsil ehf. starfsleyfi fyrir rekstri kísilverksmiðju á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Vegna þessa tók Umhverfisstofnun afgreiðslu málsins fyrir á ný. Auglýsti Umhverfisstofnun starfsleyfistilkynningu á tímabilinu 3. nóvember 2016 til 2. janúar 2017. . Á sama tíma og opið var fyrir athugasemdir varð mikil fréttaumræða vegna mengunar og lyktar frá annarri kísilverksmiðju á sama svæði, verksmiðju United Silicon. Urðu hörð viðbrögð hjá mörgum íbúum Reykjanesbæjar vegna ítrekaðra óhappa og örðugleika. Að loknum umsagnarfresti höfðu borist 30 einstaklingum, tvö minnisblöð frá rekstraraðila og eitt áframsent erindi frá Samgöngustofu. . Nokkrir umsagnaraðilar vöktu í athugasemdum sínum athygli á undirskriftarlista þar sem farið var fram á að Umhverfisstofnun gefi ekki út starfsleyfi fyrir kísilmálmverksmiðju Thorsil. Tæplega 3500 einstaklingar skrifuðu nöfn sín á undirskriftalistann. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að stofnunin hafi farið yfir allar athugasemdir sem bárust og breytt nokkrum ákvæðum fyrra starfsleyfis til að koma til móts við ábendingar almennings. Ber þar helst að nefna ný ákvæði um lykt frá verksmiðjunni vegna reynslu sem skapast hefur af verksmiðju United Silicon. Starfsleyfið gildir til 11. september 2031.
Tengdar fréttir Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fela í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 16. september 2015 14:10 Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30
Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fela í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 16. september 2015 14:10
Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00