Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2015 14:10 Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, og Eyþór Arnalds undirrituðu fjárfestingarsamning vegna Becromals á Akureyri í júlí 2009. Í október 2014 gaf Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) íslenskum stjórnvöldum fyrirmæli um að stöðva allar greiðslur á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Íslenskum stjórnvöldum var að auki fyrirskipað að endurheimta þá ríkisaðstoð sem þegar hafði verið veitt á grundvelli laganna. Rannsókn ESA hafði þá leitt í ljós að ríkisaðstoð í fimm ívilnunarsamningum sem Ísland gerði var hvorki í samræmi við styrktarkerfið sem ESA hafði samþykkt né ríkisstyrkjareglur EES. Þar sem íslensk stjórnvöld hafa ekki orðið við fyrirmælum ESA var í dag ákveðið að vísa málinu til EFTA-dómstólsins. Þetta kemur fram í frétt á vef ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. „Tafir á endurheimtu ólögmætrar ríkisaðstoðar viðhalda þeirri samkeppnisröskun sem aðstoðin hefur í för með sér. Það er óviðunandi að nærri ári eftir að endanleg ákvörðun stofnunarinnar lá fyrir hefur Ísland enn ekki stöðvað eða endurheimt ólögmæta ríkisaðstoð. ESA á ekki önnur úrræði í þessari stöðu en að vísa málinu til EFTA-dómstólsins,“ segir Sven Erik Svedman forseti ESA. Í kjölfar formlegrar rannsóknar komst ESA árið 2014 að þeirri niðurstöðu að ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fælu í sér ríkisaðstoð sem gengi gegn EES-samningnum.Stjórnvöld ekki uppfyllt neina af kvöðunum „Íslenskum stjórnvöldum var fyrirskipað að stöðva tafarlaust allar frekari greiðslur ríkisaðstoðar á grundvelli ívilnunarsamninganna fimm og sjá til þess að endurheimta alla aðstoð sem þegar hafði verið veitt innan fjögurra mánaða, þ.e.a.s. fyrir 9. febrúar 2015. Þar að auki bar íslenskum stjórnvöldum að tilkynna ESA fyrir 9. desember 2014 heildarfjárhæð ólögmætrar aðstoðar sem veitt hafði verið og fyrirhugaðar ráðstafanir til að endurheimta hana,“ segir í frétt á vef ESA. Nærri ári eftir ákvörðun ESA hafa íslensk stjórnvöld enn ekki uppfyllt neina af þeim þremur kvöðum sem mælt var fyrir um í umræddri ákvörðun. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í október að niðurstaða ESA ætti ekki að trufla á neinn hátt þær fjárfestingar sem væru fyrirhugaðar, eins og kísilver United Silicon í Helguvík, sólarkísilver Silicor Material á Grundartanga og kísilver PCC á Húsavík. Tengdar fréttir Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Óttast ekki ákvörðun ESA um ríkisaðstoð Forsvarsmenn United Silicon og Thorsil eru fullvissir um að fjárfestingarsamningar fyrirtækjanna við ríkið verði samþykktir af Eftirlitsstofnun EFTA. Fyrirtæki á Grundartanga setti þrjár milljónir króna í samning sem var á endanum ólöglegur. 10. október 2014 07:15 Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28 Hefðu betur sleppt því að sækja um ríkisstyrk Fjárfestingarsamningur við ríkið, sem fært hefur nýju iðnfyrirtæki tvær og hálfa milljón króna í skattaívilnun, kostaði fyrirtækið hins vegar þrjár milljónir króna. 12. október 2014 19:45 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Í október 2014 gaf Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) íslenskum stjórnvöldum fyrirmæli um að stöðva allar greiðslur á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Íslenskum stjórnvöldum var að auki fyrirskipað að endurheimta þá ríkisaðstoð sem þegar hafði verið veitt á grundvelli laganna. Rannsókn ESA hafði þá leitt í ljós að ríkisaðstoð í fimm ívilnunarsamningum sem Ísland gerði var hvorki í samræmi við styrktarkerfið sem ESA hafði samþykkt né ríkisstyrkjareglur EES. Þar sem íslensk stjórnvöld hafa ekki orðið við fyrirmælum ESA var í dag ákveðið að vísa málinu til EFTA-dómstólsins. Þetta kemur fram í frétt á vef ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. „Tafir á endurheimtu ólögmætrar ríkisaðstoðar viðhalda þeirri samkeppnisröskun sem aðstoðin hefur í för með sér. Það er óviðunandi að nærri ári eftir að endanleg ákvörðun stofnunarinnar lá fyrir hefur Ísland enn ekki stöðvað eða endurheimt ólögmæta ríkisaðstoð. ESA á ekki önnur úrræði í þessari stöðu en að vísa málinu til EFTA-dómstólsins,“ segir Sven Erik Svedman forseti ESA. Í kjölfar formlegrar rannsóknar komst ESA árið 2014 að þeirri niðurstöðu að ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fælu í sér ríkisaðstoð sem gengi gegn EES-samningnum.Stjórnvöld ekki uppfyllt neina af kvöðunum „Íslenskum stjórnvöldum var fyrirskipað að stöðva tafarlaust allar frekari greiðslur ríkisaðstoðar á grundvelli ívilnunarsamninganna fimm og sjá til þess að endurheimta alla aðstoð sem þegar hafði verið veitt innan fjögurra mánaða, þ.e.a.s. fyrir 9. febrúar 2015. Þar að auki bar íslenskum stjórnvöldum að tilkynna ESA fyrir 9. desember 2014 heildarfjárhæð ólögmætrar aðstoðar sem veitt hafði verið og fyrirhugaðar ráðstafanir til að endurheimta hana,“ segir í frétt á vef ESA. Nærri ári eftir ákvörðun ESA hafa íslensk stjórnvöld enn ekki uppfyllt neina af þeim þremur kvöðum sem mælt var fyrir um í umræddri ákvörðun. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í október að niðurstaða ESA ætti ekki að trufla á neinn hátt þær fjárfestingar sem væru fyrirhugaðar, eins og kísilver United Silicon í Helguvík, sólarkísilver Silicor Material á Grundartanga og kísilver PCC á Húsavík.
Tengdar fréttir Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Óttast ekki ákvörðun ESA um ríkisaðstoð Forsvarsmenn United Silicon og Thorsil eru fullvissir um að fjárfestingarsamningar fyrirtækjanna við ríkið verði samþykktir af Eftirlitsstofnun EFTA. Fyrirtæki á Grundartanga setti þrjár milljónir króna í samning sem var á endanum ólöglegur. 10. október 2014 07:15 Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28 Hefðu betur sleppt því að sækja um ríkisstyrk Fjárfestingarsamningur við ríkið, sem fært hefur nýju iðnfyrirtæki tvær og hálfa milljón króna í skattaívilnun, kostaði fyrirtækið hins vegar þrjár milljónir króna. 12. október 2014 19:45 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45
Óttast ekki ákvörðun ESA um ríkisaðstoð Forsvarsmenn United Silicon og Thorsil eru fullvissir um að fjárfestingarsamningar fyrirtækjanna við ríkið verði samþykktir af Eftirlitsstofnun EFTA. Fyrirtæki á Grundartanga setti þrjár milljónir króna í samning sem var á endanum ólöglegur. 10. október 2014 07:15
Endurheimta alla ríkisaðstoð vegna ívilnunarsamninga Ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki: Becromal, Verne, Íslenska Kísilfélagið, Thorsil og GMR Endurvinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem gengur gegn EES-samningnum. 8. október 2014 16:28
Hefðu betur sleppt því að sækja um ríkisstyrk Fjárfestingarsamningur við ríkið, sem fært hefur nýju iðnfyrirtæki tvær og hálfa milljón króna í skattaívilnun, kostaði fyrirtækið hins vegar þrjár milljónir króna. 12. október 2014 19:45
Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15