Áskorun um lægri greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu Gunnar Ólafsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Um síðustu mánaðamót tók við völdum ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ég vil nota tækifærið og óska ráðherrum til hamingju og megi þeim vegna vel í sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um heilbrigðismál: „Ríkisstjórnin ætlar að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og gera það gagnsærra og skilvirkara. Þar þarf að meta árangur núverandi kerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, t.d. ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu.“ Ég fagna þessari stefnuyfirlýsingu og nota tækifærið og skora á ráðherra að hrinda eftirfarandi þáttum í framkvæmd: Sameina greiðsluþátttökukerfin í eitt einfalt kerfi sem er byggt á greiðsluþátttökukerfi lyfja. Hámarksþak notenda í nýju greiðsluþátttökukerfi verði 50.000 kr. á tólf mánaða tímabili. Hámarksþak aldraðra, öryrkja og barna verði 33.400 kr. á tólf mánaða tímabili. Ríkið taki þátt í að greiða fyrir sömu heilbrigðisþjónustu og það gerir í dag og sömu lyf. Til viðbótar verði sett í greiðsluþátttökukerfið tannlækningar barna og lífeyrisþega, sálfræðiþjónusta og sýklalyf fyrir alla. Bætt verði við ferðakostnaði fyrir þá sem þurfa að sækja læknisþjónustu og meðferð um langan veg. Þetta mundi auka gegnsæi greiðsluþátttökukerfisins og einfalda til muna núverandi fyrirkomulag þar sem í gildi eru tvö mismunandi greiðsluþátttökukerfi, eitt fyrir heilbrigðisþjónustu og annað fyrir lyf. Í öðru lagi væri sameiginlegt hámarksþak töluvert lægra en núverandi fyrirkomulag. Flestir sjúklingar sem nota heilbrigðisþjónustuna mikið greiða hámarksþak bæði fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf. Kostnaður þessa fólks getur orðið allt að 131.000 kr. á 12 mánaða tímabili. Þó að náist að hafa eitt sameiginlegt greiðsluþátttökukerfi með hámarksþak við 50.000 kr. yrðum við enn með hærra hámarksþak en tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð greiðir enginn meira á ári en 3.300 SEK (um 40.000 ISK) fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Nú er lag að lækka hámarksþök einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar enda hefur verið kallað eftir því, m.a. með áskorun sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Framangreindar tillögur geta kostað ríkissjóð um 5-6 milljarða króna á ári. Það er grundvallaratriði að lækka greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu, því þannig næst jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu en kannanir hafa sýnt að fimmtungur landsmanna hefur frestað heimsókn til læknis vegna kostnaðar. Ég hvet því Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til dáða í þessu máli. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu mánaðamót tók við völdum ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ég vil nota tækifærið og óska ráðherrum til hamingju og megi þeim vegna vel í sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um heilbrigðismál: „Ríkisstjórnin ætlar að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og gera það gagnsærra og skilvirkara. Þar þarf að meta árangur núverandi kerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, t.d. ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu.“ Ég fagna þessari stefnuyfirlýsingu og nota tækifærið og skora á ráðherra að hrinda eftirfarandi þáttum í framkvæmd: Sameina greiðsluþátttökukerfin í eitt einfalt kerfi sem er byggt á greiðsluþátttökukerfi lyfja. Hámarksþak notenda í nýju greiðsluþátttökukerfi verði 50.000 kr. á tólf mánaða tímabili. Hámarksþak aldraðra, öryrkja og barna verði 33.400 kr. á tólf mánaða tímabili. Ríkið taki þátt í að greiða fyrir sömu heilbrigðisþjónustu og það gerir í dag og sömu lyf. Til viðbótar verði sett í greiðsluþátttökukerfið tannlækningar barna og lífeyrisþega, sálfræðiþjónusta og sýklalyf fyrir alla. Bætt verði við ferðakostnaði fyrir þá sem þurfa að sækja læknisþjónustu og meðferð um langan veg. Þetta mundi auka gegnsæi greiðsluþátttökukerfisins og einfalda til muna núverandi fyrirkomulag þar sem í gildi eru tvö mismunandi greiðsluþátttökukerfi, eitt fyrir heilbrigðisþjónustu og annað fyrir lyf. Í öðru lagi væri sameiginlegt hámarksþak töluvert lægra en núverandi fyrirkomulag. Flestir sjúklingar sem nota heilbrigðisþjónustuna mikið greiða hámarksþak bæði fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf. Kostnaður þessa fólks getur orðið allt að 131.000 kr. á 12 mánaða tímabili. Þó að náist að hafa eitt sameiginlegt greiðsluþátttökukerfi með hámarksþak við 50.000 kr. yrðum við enn með hærra hámarksþak en tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð greiðir enginn meira á ári en 3.300 SEK (um 40.000 ISK) fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Nú er lag að lækka hámarksþök einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar enda hefur verið kallað eftir því, m.a. með áskorun sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Framangreindar tillögur geta kostað ríkissjóð um 5-6 milljarða króna á ári. Það er grundvallaratriði að lækka greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu, því þannig næst jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu en kannanir hafa sýnt að fimmtungur landsmanna hefur frestað heimsókn til læknis vegna kostnaðar. Ég hvet því Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til dáða í þessu máli. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar