Áskorun um lægri greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu Gunnar Ólafsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Um síðustu mánaðamót tók við völdum ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ég vil nota tækifærið og óska ráðherrum til hamingju og megi þeim vegna vel í sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um heilbrigðismál: „Ríkisstjórnin ætlar að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og gera það gagnsærra og skilvirkara. Þar þarf að meta árangur núverandi kerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, t.d. ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu.“ Ég fagna þessari stefnuyfirlýsingu og nota tækifærið og skora á ráðherra að hrinda eftirfarandi þáttum í framkvæmd: Sameina greiðsluþátttökukerfin í eitt einfalt kerfi sem er byggt á greiðsluþátttökukerfi lyfja. Hámarksþak notenda í nýju greiðsluþátttökukerfi verði 50.000 kr. á tólf mánaða tímabili. Hámarksþak aldraðra, öryrkja og barna verði 33.400 kr. á tólf mánaða tímabili. Ríkið taki þátt í að greiða fyrir sömu heilbrigðisþjónustu og það gerir í dag og sömu lyf. Til viðbótar verði sett í greiðsluþátttökukerfið tannlækningar barna og lífeyrisþega, sálfræðiþjónusta og sýklalyf fyrir alla. Bætt verði við ferðakostnaði fyrir þá sem þurfa að sækja læknisþjónustu og meðferð um langan veg. Þetta mundi auka gegnsæi greiðsluþátttökukerfisins og einfalda til muna núverandi fyrirkomulag þar sem í gildi eru tvö mismunandi greiðsluþátttökukerfi, eitt fyrir heilbrigðisþjónustu og annað fyrir lyf. Í öðru lagi væri sameiginlegt hámarksþak töluvert lægra en núverandi fyrirkomulag. Flestir sjúklingar sem nota heilbrigðisþjónustuna mikið greiða hámarksþak bæði fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf. Kostnaður þessa fólks getur orðið allt að 131.000 kr. á 12 mánaða tímabili. Þó að náist að hafa eitt sameiginlegt greiðsluþátttökukerfi með hámarksþak við 50.000 kr. yrðum við enn með hærra hámarksþak en tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð greiðir enginn meira á ári en 3.300 SEK (um 40.000 ISK) fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Nú er lag að lækka hámarksþök einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar enda hefur verið kallað eftir því, m.a. með áskorun sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Framangreindar tillögur geta kostað ríkissjóð um 5-6 milljarða króna á ári. Það er grundvallaratriði að lækka greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu, því þannig næst jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu en kannanir hafa sýnt að fimmtungur landsmanna hefur frestað heimsókn til læknis vegna kostnaðar. Ég hvet því Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til dáða í þessu máli. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um síðustu mánaðamót tók við völdum ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ég vil nota tækifærið og óska ráðherrum til hamingju og megi þeim vegna vel í sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um heilbrigðismál: „Ríkisstjórnin ætlar að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og gera það gagnsærra og skilvirkara. Þar þarf að meta árangur núverandi kerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, t.d. ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu.“ Ég fagna þessari stefnuyfirlýsingu og nota tækifærið og skora á ráðherra að hrinda eftirfarandi þáttum í framkvæmd: Sameina greiðsluþátttökukerfin í eitt einfalt kerfi sem er byggt á greiðsluþátttökukerfi lyfja. Hámarksþak notenda í nýju greiðsluþátttökukerfi verði 50.000 kr. á tólf mánaða tímabili. Hámarksþak aldraðra, öryrkja og barna verði 33.400 kr. á tólf mánaða tímabili. Ríkið taki þátt í að greiða fyrir sömu heilbrigðisþjónustu og það gerir í dag og sömu lyf. Til viðbótar verði sett í greiðsluþátttökukerfið tannlækningar barna og lífeyrisþega, sálfræðiþjónusta og sýklalyf fyrir alla. Bætt verði við ferðakostnaði fyrir þá sem þurfa að sækja læknisþjónustu og meðferð um langan veg. Þetta mundi auka gegnsæi greiðsluþátttökukerfisins og einfalda til muna núverandi fyrirkomulag þar sem í gildi eru tvö mismunandi greiðsluþátttökukerfi, eitt fyrir heilbrigðisþjónustu og annað fyrir lyf. Í öðru lagi væri sameiginlegt hámarksþak töluvert lægra en núverandi fyrirkomulag. Flestir sjúklingar sem nota heilbrigðisþjónustuna mikið greiða hámarksþak bæði fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf. Kostnaður þessa fólks getur orðið allt að 131.000 kr. á 12 mánaða tímabili. Þó að náist að hafa eitt sameiginlegt greiðsluþátttökukerfi með hámarksþak við 50.000 kr. yrðum við enn með hærra hámarksþak en tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð greiðir enginn meira á ári en 3.300 SEK (um 40.000 ISK) fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Nú er lag að lækka hámarksþök einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar enda hefur verið kallað eftir því, m.a. með áskorun sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Framangreindar tillögur geta kostað ríkissjóð um 5-6 milljarða króna á ári. Það er grundvallaratriði að lækka greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu, því þannig næst jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu en kannanir hafa sýnt að fimmtungur landsmanna hefur frestað heimsókn til læknis vegna kostnaðar. Ég hvet því Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til dáða í þessu máli. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar