LSR skorar á Klakka að endurskoða starfskjarastefnu

LSR segir að send hafi verið tilkynning á stjórn Klakka þar sem skorað er á stjórn félagsins að endurskoða starfskjarastefnuna sem samþykkt var.
Fréttablaðið greindi frá því í gær að stjórn Klakka hafi á hluthafafundi, mánudaginn 11. desember, samþykkt að greiða út bónusa upp á 550 milljónir króna vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna greindi einnig frá því í dag að hann hafi ekki getað komið í veg fyrir greiðslurnar sem hluthafi í Klakka vegna minnihluta eigu í félaginu. LV á 1,5 prósent af hlutafé í Klakka.
Tengdar fréttir

Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka
Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus.

Ætla að selja Lykil
Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári.

Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka
Formaður VR lætur í ljós óánægju sína vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna stjórnenda Klakka og boðar til mótmæla næstkomandi föstudag.

Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna.

Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka
Gildi lífeyrissjóður segist ekki hafa vitað af fundi eignarhaldsfélagsins Klakka, þar sem ákveðið var að veita stjórnendum kaupaukagreiðslur vegna sölunnar á Lykli og annarra eigna félagsins.

Segjast ekki hafa getað komið í veg fyrir bónuspott Klakka
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) segist ekki hafa getað komið í veg fyrir bónusgreiðslur stjórnenda og hluthafa Klakka upp á 550 milljónir króna vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins.