Segjast ekki hafa getað komið í veg fyrir bónuspott Klakka Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. desember 2017 15:06 Skrifstofur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar við Krngluna. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) segist ekki hafa getað komið í veg fyrir fyrirhugaðar bónusgreiðslur stjórnenda og stjórnarmanna Klakka upp á 550 milljónir króna vegna sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins. Fréttablaðið greindi í gær frá ákvörðuninni sem tekin var á hluthafafundi mánudaginn 11. desember.Gátu ekki komið í veg fyrir ákvörðuninaSegir í tilkynningu frá LV að sjóðurinn hafi ekki getað sinnt eðlilegri hagsmunagæslu sinni enda minnihlutaeigandi í Klakka. „Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) þykir miður þau sjónarmið sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að sjóðurinn hafi ekki sinnt eðlilegri hagsmunagæslu fyrir sjóðfélaga þegar ákveðnar voru kaupaukagreiðslur til stjórnenda og stjórnar Klakka. Meginmarkmið LV er fyrst og fremst að leitast eftir sem bestri ávöxtun á eignir sjóðfélaga til að geta greitt sem traustastan lífeyri. Í því hefur honum orðið vel ágengt á undanförnum árum. Fyrir liggur að LV hafði ekkert afl til að breyta þeirri ákvörðun sem tekin var af hálfu mikils meirihluta hluthafa Klakka.“Greiðslurnar umfram eðlileg viðmiðAuk þess telur sjóðurinn greiðslurnar umfram eðlileg viðmið. „Lífeyrissjóður verzlunarmanna telur kaupauka sem þennan umfram eðlileg viðmið og ekki í samræmi við þau sjónarmið sem starfskjarastefna sjóðsins byggir á. Lífeyrissjóðurinn var hins vegar ekki í neinni stöðu til að hindra samþykkt starfskjarastefnunnar þar sem hann á einungis óverulegan hlut í Klakka.“ Eignahlutur LV í Klakka nemur 1,5 prósent af hlutafé félagsins og er bókfærður um 47 milljónir króna hjá lífeyrissjóðnum. „Hér er því um að ræða hlut sem nemur einungis um 0,007% af um 650 milljarða eignasafni LV. Til viðbótar eiga nokkrir aðrir lífeyrissjóðir um 4 til 5% eignahlut eins og fram hefur komið í fréttum.“ Að lokum segir að fulltrúi LV í stjórn Klakka sem og aðrir lífeyrissjóðir hafi ekki sýnt kaupaukatillögunni stuðning. „Eins og fram hefur komið í tilkynningu frá Klakka eru ríflega 80% hlutafjár Klakka beint eða óbeint í eigu erlendra aðila. Þeir hafi alfarið átt frumkvæðið að hinu umdeilda kaupaukakerfi. Þá er vert að nefna að kaupaukakerfið naut ekki stuðnings þess fulltrúa í stjórn Klakka sem LV og fleiri lífeyrissjóðir tilnefndu til stjórnarsetu.“ Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Formaður VR lætur í ljós óánægju sína vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna stjórnenda Klakka og boðar til mótmæla næstkomandi föstudag. 13. desember 2017 10:34 Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23 Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka Gildi lífeyrissjóður segist ekki hafa vitað af fundi eignarhaldsfélagsins Klakka, þar sem ákveðið var að veita stjórnendum kaupaukagreiðslur vegna sölunnar á Lykli og annarra eigna félagsins. 13. desember 2017 16:46 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) segist ekki hafa getað komið í veg fyrir fyrirhugaðar bónusgreiðslur stjórnenda og stjórnarmanna Klakka upp á 550 milljónir króna vegna sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins. Fréttablaðið greindi í gær frá ákvörðuninni sem tekin var á hluthafafundi mánudaginn 11. desember.Gátu ekki komið í veg fyrir ákvörðuninaSegir í tilkynningu frá LV að sjóðurinn hafi ekki getað sinnt eðlilegri hagsmunagæslu sinni enda minnihlutaeigandi í Klakka. „Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) þykir miður þau sjónarmið sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að sjóðurinn hafi ekki sinnt eðlilegri hagsmunagæslu fyrir sjóðfélaga þegar ákveðnar voru kaupaukagreiðslur til stjórnenda og stjórnar Klakka. Meginmarkmið LV er fyrst og fremst að leitast eftir sem bestri ávöxtun á eignir sjóðfélaga til að geta greitt sem traustastan lífeyri. Í því hefur honum orðið vel ágengt á undanförnum árum. Fyrir liggur að LV hafði ekkert afl til að breyta þeirri ákvörðun sem tekin var af hálfu mikils meirihluta hluthafa Klakka.“Greiðslurnar umfram eðlileg viðmiðAuk þess telur sjóðurinn greiðslurnar umfram eðlileg viðmið. „Lífeyrissjóður verzlunarmanna telur kaupauka sem þennan umfram eðlileg viðmið og ekki í samræmi við þau sjónarmið sem starfskjarastefna sjóðsins byggir á. Lífeyrissjóðurinn var hins vegar ekki í neinni stöðu til að hindra samþykkt starfskjarastefnunnar þar sem hann á einungis óverulegan hlut í Klakka.“ Eignahlutur LV í Klakka nemur 1,5 prósent af hlutafé félagsins og er bókfærður um 47 milljónir króna hjá lífeyrissjóðnum. „Hér er því um að ræða hlut sem nemur einungis um 0,007% af um 650 milljarða eignasafni LV. Til viðbótar eiga nokkrir aðrir lífeyrissjóðir um 4 til 5% eignahlut eins og fram hefur komið í fréttum.“ Að lokum segir að fulltrúi LV í stjórn Klakka sem og aðrir lífeyrissjóðir hafi ekki sýnt kaupaukatillögunni stuðning. „Eins og fram hefur komið í tilkynningu frá Klakka eru ríflega 80% hlutafjár Klakka beint eða óbeint í eigu erlendra aðila. Þeir hafi alfarið átt frumkvæðið að hinu umdeilda kaupaukakerfi. Þá er vert að nefna að kaupaukakerfið naut ekki stuðnings þess fulltrúa í stjórn Klakka sem LV og fleiri lífeyrissjóðir tilnefndu til stjórnarsetu.“
Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Formaður VR lætur í ljós óánægju sína vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna stjórnenda Klakka og boðar til mótmæla næstkomandi föstudag. 13. desember 2017 10:34 Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23 Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka Gildi lífeyrissjóður segist ekki hafa vitað af fundi eignarhaldsfélagsins Klakka, þar sem ákveðið var að veita stjórnendum kaupaukagreiðslur vegna sölunnar á Lykli og annarra eigna félagsins. 13. desember 2017 16:46 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15
Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16
Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Formaður VR lætur í ljós óánægju sína vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna stjórnenda Klakka og boðar til mótmæla næstkomandi föstudag. 13. desember 2017 10:34
Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23
Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka Gildi lífeyrissjóður segist ekki hafa vitað af fundi eignarhaldsfélagsins Klakka, þar sem ákveðið var að veita stjórnendum kaupaukagreiðslur vegna sölunnar á Lykli og annarra eigna félagsins. 13. desember 2017 16:46