Rómeó og Júlía í Leipzig Brynhildur Björnsdóttir skrifar 19. desember 2017 10:45 Bækur Ekki gleyma mér Kristín Jóhannsdóttir Bjartur Kápa: Jón Ásgeir 283 bls. Prentuð í Finnlandi Árið 1987 bjó ung, íslensk stúlka í Austur- Þýskalandi í nokkra mánuði og kynntist manni sem hún lýsir svo á bókarkápu: „Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins. Af hverju hvarf hann fyrirvaralaust úr lífi mínu?“ Í bókinni Ekki gleyma mér lýsir Kristín Jóhannsdóttir þessu ástarævintýri sem átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á líf hennar, kynnum sínum af hinum dularfulla og ómótstæðilega Sebastian sem var heill og sannur þegar hann var með henni en aðrir hlutar lífs hans voru óræðir og leyndardómsfullir sem varð til þess að þegar hún leit til baka mörgum árum síðar varð henni ljóst að hún yrði að fá svarið við því af hverju hann hvarf þegar hún þarfnaðist hans mest. Hún leggur því af stað til Leipzig til að rekja þræði og slóðir úr hinu gamla Austur-Þýskalandi þar sem allt var skrásett og enginn vissi hver fylgdist með öðrum. Þetta er sönn saga og mjög persónuleg bók, má jafnvel segja að hún sé ævisöguleg, þó hún reki kannski ekki nema hluta lífs höfundar þá er það sá hluti sem mest áhrif hefur haft á líf hennar. Höfundur styðst við nákvæmar dagbækur sem hún hélt á þessum árum og tekst þannig að draga upp mjög áhugaverða og sannfærandi mynd af daglegu lífi í Austur-Þýskalandi á árunum áður en Berlínarmúrinn féll. Hún lýsir fábreyttu vöruúrvali, jafnvel skorti, á meðan voru starfræktar verslanir þar sem allt fékkst en aðeins var hægt að versla fyrir erlenda gjaldmiðla. Öllu alvarlegri voru þó njósnirnar sem allir vissu af en enginn ræddi um, sú staðreynd að haldnar voru skýrslur um minnstu hreyfingu hvers og eins, bæði erlendra gesta sem heimamanna, og út frá því teknar ákvarðanir um framtíð og tækifæri viðkomandi. Það er eiginlega þessi hluti bókarinnar sem er áhugaverðastur þó sagan af elskendunum sem hefði næstum verið hægt að líma utan á umslagið af Heroes David Bowie sé vissulega markverð fyrir margra hluta sakir. Höfundur starfaði árum saman sem blaðamaður og pistlahöfundur og henni lætur betur að lýsa umhverfi, staðháttum og atburðum en tilfinningum. Stundum leyfir hún dagbókinni að tala og það er einna helst í þeim köflum sem lesandinn kemst næst því að hrífast með af tilfinningum og persónuleika elskendanna. Bókin er eins og áður sagði sjálfsævisöguleg og eins og stundum vill verða í slíkum bókum gerist það að eins konar glufa eða eyðiland verður milli sannleikans og frásagnarinnar sem lesandinn finnur fyrir, einhver fjarlægð sem stundum verður til þess að lesandinn nær ekki að lifa sig inn í atburðarásina. Dagbækur Kristínar hjálpa henni vafalaust að halda sig við sannleikann og staðreyndirnar en það má aðeins velta fyrir sér hvort frásögn þar sem heitar og sterkar tilfinningar leika svo stórt hlutverk hefði þurft aðeins meira krydd eða safa þó slíkt hafi mögulega ekki verið fyrir hendi í hinum skrásetta veruleika. Það breytir því ekki að sagan er spennandi og rígheldur lesandanum, ekki hvað síst vegna sögu elskendanna og örlaga þeirra.Niðurstaða: Áhugaverð bók en hefði þurft aðeins meira krydd í tilfinningalíf persónanna. Bókmenntir Mest lesið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Ekki gleyma mér Kristín Jóhannsdóttir Bjartur Kápa: Jón Ásgeir 283 bls. Prentuð í Finnlandi Árið 1987 bjó ung, íslensk stúlka í Austur- Þýskalandi í nokkra mánuði og kynntist manni sem hún lýsir svo á bókarkápu: „Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins. Af hverju hvarf hann fyrirvaralaust úr lífi mínu?“ Í bókinni Ekki gleyma mér lýsir Kristín Jóhannsdóttir þessu ástarævintýri sem átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á líf hennar, kynnum sínum af hinum dularfulla og ómótstæðilega Sebastian sem var heill og sannur þegar hann var með henni en aðrir hlutar lífs hans voru óræðir og leyndardómsfullir sem varð til þess að þegar hún leit til baka mörgum árum síðar varð henni ljóst að hún yrði að fá svarið við því af hverju hann hvarf þegar hún þarfnaðist hans mest. Hún leggur því af stað til Leipzig til að rekja þræði og slóðir úr hinu gamla Austur-Þýskalandi þar sem allt var skrásett og enginn vissi hver fylgdist með öðrum. Þetta er sönn saga og mjög persónuleg bók, má jafnvel segja að hún sé ævisöguleg, þó hún reki kannski ekki nema hluta lífs höfundar þá er það sá hluti sem mest áhrif hefur haft á líf hennar. Höfundur styðst við nákvæmar dagbækur sem hún hélt á þessum árum og tekst þannig að draga upp mjög áhugaverða og sannfærandi mynd af daglegu lífi í Austur-Þýskalandi á árunum áður en Berlínarmúrinn féll. Hún lýsir fábreyttu vöruúrvali, jafnvel skorti, á meðan voru starfræktar verslanir þar sem allt fékkst en aðeins var hægt að versla fyrir erlenda gjaldmiðla. Öllu alvarlegri voru þó njósnirnar sem allir vissu af en enginn ræddi um, sú staðreynd að haldnar voru skýrslur um minnstu hreyfingu hvers og eins, bæði erlendra gesta sem heimamanna, og út frá því teknar ákvarðanir um framtíð og tækifæri viðkomandi. Það er eiginlega þessi hluti bókarinnar sem er áhugaverðastur þó sagan af elskendunum sem hefði næstum verið hægt að líma utan á umslagið af Heroes David Bowie sé vissulega markverð fyrir margra hluta sakir. Höfundur starfaði árum saman sem blaðamaður og pistlahöfundur og henni lætur betur að lýsa umhverfi, staðháttum og atburðum en tilfinningum. Stundum leyfir hún dagbókinni að tala og það er einna helst í þeim köflum sem lesandinn kemst næst því að hrífast með af tilfinningum og persónuleika elskendanna. Bókin er eins og áður sagði sjálfsævisöguleg og eins og stundum vill verða í slíkum bókum gerist það að eins konar glufa eða eyðiland verður milli sannleikans og frásagnarinnar sem lesandinn finnur fyrir, einhver fjarlægð sem stundum verður til þess að lesandinn nær ekki að lifa sig inn í atburðarásina. Dagbækur Kristínar hjálpa henni vafalaust að halda sig við sannleikann og staðreyndirnar en það má aðeins velta fyrir sér hvort frásögn þar sem heitar og sterkar tilfinningar leika svo stórt hlutverk hefði þurft aðeins meira krydd eða safa þó slíkt hafi mögulega ekki verið fyrir hendi í hinum skrásetta veruleika. Það breytir því ekki að sagan er spennandi og rígheldur lesandanum, ekki hvað síst vegna sögu elskendanna og örlaga þeirra.Niðurstaða: Áhugaverð bók en hefði þurft aðeins meira krydd í tilfinningalíf persónanna.
Bókmenntir Mest lesið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira