Sorry seems to be the hardest word Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 30. október 2017 07:00 Í leiðara í Fréttablaðinu, 12. nóvember 2015, fullyrti aðalritstjóri 365 að fréttaflutningur Fréttablaðsins af Hlíðamálinu væri réttur og ekkert tilefni væri til að biðjast afsökunar. Þetta væri bara góð blaðamennska. Með dómi héraðsdóms tveimur árum síðar voru þrettán ummæli sem fjórir blaðamenn 365 höfðu viðhaft ómerkt auk þess sem umfjöllun Stöðvar 2 var talin brot á friðhelgi einkalífs. Af því tilefni skrifaði aðalritstjórinn nýjan leiðara í Fréttablaðið, 27. október sl., þar sem hann staðhæfði að með dómi héraðsdóms hafi verið þrengt svo að andrými fjölmiðla að það gæti vart talist annað en ritskoðun.Og í viðtali við Vísi sagði aðalritstjórinn: „Í dómnum er gengið alltof langt í að takmarka umfjöllun af rannsóknum í kynferðisbrotamálum. Ég er ósammála því, að það megi ekki fjalla um kynferðisbrot, sem eru til rannsóknar.“ Þvert á það sem ritstjórinn segir er farið yfir hver og ein ummæli lið fyrir lið með rökstuddum hætti í dómnum og aðeins hluti þeirra ómerktur. Í rökstuðningi dómsins segir meðal annars: „Dómurinn tekur undir þau sjónarmið stefndu að mikilvægt sé að flytja fréttir af rannsókn lögreglu af kynferðisbrotamálum ... Þrátt fyrir að sterkt sé tekið til orða um að ætluð brota stefnefnda hafi verið hrottaleg þykir stefnda ekki hafa farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar.“ Héraðsdómur er því sammála aðalritstjóranum um mikilvægi þess að fluttar séu fréttir af kynferðisbrotamálum sem sæta rannsókn lögreglu. Af rökstuðningi dómsins er jafnframt ljóst að héraðsdómur veitir blaðamönnum 365 verulegt svigrúm til þess að kveða fast að orði og jafnvel fara rangt með. Hvers vegna segir þá aðalritstjórinn að dómurinn takmarki umfjöllun um kynferðisbrot sem eru til rannsóknar? Líklega telur aðalritstjórinn heppilegra að veifa röngu tré en öngvu og freista þess þannig að beina athyglinni frá því augljósa í málinu. Sem er að aðalritstjóranum og blaðamönnunum fjórum varð alvarlega á í messunni og lögðu þannig líf tveggja manna í rúst. Einhverjum kynni að þykja afsökunarbeiðni við hæfi.Höfundur er hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara í Fréttablaðinu, 12. nóvember 2015, fullyrti aðalritstjóri 365 að fréttaflutningur Fréttablaðsins af Hlíðamálinu væri réttur og ekkert tilefni væri til að biðjast afsökunar. Þetta væri bara góð blaðamennska. Með dómi héraðsdóms tveimur árum síðar voru þrettán ummæli sem fjórir blaðamenn 365 höfðu viðhaft ómerkt auk þess sem umfjöllun Stöðvar 2 var talin brot á friðhelgi einkalífs. Af því tilefni skrifaði aðalritstjórinn nýjan leiðara í Fréttablaðið, 27. október sl., þar sem hann staðhæfði að með dómi héraðsdóms hafi verið þrengt svo að andrými fjölmiðla að það gæti vart talist annað en ritskoðun.Og í viðtali við Vísi sagði aðalritstjórinn: „Í dómnum er gengið alltof langt í að takmarka umfjöllun af rannsóknum í kynferðisbrotamálum. Ég er ósammála því, að það megi ekki fjalla um kynferðisbrot, sem eru til rannsóknar.“ Þvert á það sem ritstjórinn segir er farið yfir hver og ein ummæli lið fyrir lið með rökstuddum hætti í dómnum og aðeins hluti þeirra ómerktur. Í rökstuðningi dómsins segir meðal annars: „Dómurinn tekur undir þau sjónarmið stefndu að mikilvægt sé að flytja fréttir af rannsókn lögreglu af kynferðisbrotamálum ... Þrátt fyrir að sterkt sé tekið til orða um að ætluð brota stefnefnda hafi verið hrottaleg þykir stefnda ekki hafa farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar.“ Héraðsdómur er því sammála aðalritstjóranum um mikilvægi þess að fluttar séu fréttir af kynferðisbrotamálum sem sæta rannsókn lögreglu. Af rökstuðningi dómsins er jafnframt ljóst að héraðsdómur veitir blaðamönnum 365 verulegt svigrúm til þess að kveða fast að orði og jafnvel fara rangt með. Hvers vegna segir þá aðalritstjórinn að dómurinn takmarki umfjöllun um kynferðisbrot sem eru til rannsóknar? Líklega telur aðalritstjórinn heppilegra að veifa röngu tré en öngvu og freista þess þannig að beina athyglinni frá því augljósa í málinu. Sem er að aðalritstjóranum og blaðamönnunum fjórum varð alvarlega á í messunni og lögðu þannig líf tveggja manna í rúst. Einhverjum kynni að þykja afsökunarbeiðni við hæfi.Höfundur er hæstaréttarlögmaður