Leikskólinn 101 – hafa skal það sem sannara reynist Hulda Björk Halldórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 15:38 Ég rita þessa grein eftir að hafa hlustað á viðtal við Jakob Frímann Magnússon, foreldri barns á Leikskólanum 101, í Bítinu þriðjudaginn 4. júlí. Þar fer hann stuttlega yfir málefni Leikskólans 101 og ástæður þess að honum var lokað. Í máli sínu fer Jakob mjög frjálslega með staðreyndir og fegrar sannleikann svo ekki sé meira sagt. Ég á barn sem dvaldi á leikskólanum árin 2012-2013 og því stendur þetta mál mér mjög nærri. Mér finnst mjög mikilvægt að hið rétta komi fram í málinu, börnin okkar eiga það inni hjá okkur. Í fyrsta lagi er það rangt að stúlkurnar hafi farið sjálfar með málið í fjölmiðla. Þær fóru fyrst með málið til Barnaverndar Reykjavíkur sem tók málið upp. Kastljós fjallaði stuttlega um málið þegar niðurstöður lágu fyrir í málinu. Aldrei birtust þær í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir að málið fór í fjölmiðla var sú að á leikskólanum voru 29 börn á þessum tíma sem áttu foreldra vel flest tóku málið mjög nærri sér og töldu málið varða fleiri en bara sig og sín börn. Skólinn hafði jú verið starfandi í fjölda ára. Í öðru lagi var niðurstaða málsins ekki sú að börnin hafi verið of mörg á leikskólanum. Í bréfi sem okkur foreldrum leikskólans barst eftir lokun hans kom fram að sýnt þótti að annmarkar hafi verið á starfsemi Leikskólans 101 og að ómálga börn hafi verið beitt harðræði. Þar er einnig talið ámælisvert að eigandi leikskólans og stjórnandi hafi ekki haft yfirsýn með framkomu starfsmanna sinna við þau börn sem á leikskólanum dvöldu. Einnig er fróðlegt að lesa álit Umboðsmanns barna (Ofbeldi á ungbarnaleikskóla) þar sem því er lýst að embættið er ósammála túlkun ákæruvaldsins á núgildandi lögum og telur framkomu starfsmanna leikskólans brjóta gegn réttindum barna. Lokaorð álitsins eru þessi: „Umboðsmaður barna lítur málið alvarlegum augum. Hann skorar á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara til að endurskoða túlkun sína á ofangreindum refsiákvæðum. Ef ákvæðin verða hins vegar áfram túlkuð með þessum hætti er brýnt að breyta barnaverndarlögum og árétta enn frekar að hvers kyns líkamleg valdbeiting gegn börnum sé refsiverð.“ Þarna greinir Umboðsmanna barna og lögreglunni á um hvort rassskellingar séu falli undir hugtakið „líkamlega refsing“ eða ekki. Álitið má lesa í heild sinni hér: https://www.barn.is/frettir/2014/09/ofbeldi-a-ungbarnaleikskola-alit/ Það getur verið að fólk sé ósammála um hvað teljist sem ofbeldi. Ég verð að segja það hér að ég er algjörlega ósammála að það sé í lagi af starfsfólki uppeldisstofnana, eða nokkrum öðrum, að dangla í, rassskella, bregða fæti fyrir, toga í fætur og draga eftir gólfi, beita börn harðræði eða ofbeldi á nokkrun hátt. Sama hversu erfiðar aðstæður þínar eru persónulega. Allt eru þetta lýsingar sem okkur foreldrum barnanna á leikskólanum voru gefnar. Dæmi nú hver sem vill. Í þriðja lagi var það ekki mín upplifun að eitthvað hafi verið loðið í meðferð málsins gagnvart okkur sem foreldrum. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hélt okkur vel upplýstum með bréfaskriftum allan tímann og síminn var alltaf opinn hjá þeim ef við vildum hringja. Og það gerði ég, oft, og kann Halldóru D. Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra, miklar þakkir fyrir að halda vel utan um málið og upplýsa mig vel og vandlega um það. Í fjórða lagi er lexían í málinu að mínu viti ekki að finna í grein Jakobs Frímanns sem hann ritar á Vísi 3. júlí 2017 og nefnist Refsa fyrst, spyrja svo? eins og talað er um í Bítinu. Lexían var miklu dýrari en 45 mínútur í dag á bíl (hvora leið) og dýrari vistunargjöld (tímabundið) fyrir börnin okkar. Lexían var að mínu viti sú að standa þarf betur að eftirliti og aðhaldi við einkarekna leikskóla og dagforeldra. Við fylgjumst ekki með hvað fer þar fram dags daglega, hvaða uppeldisaðferðum er beitt, hvaða næringu þau fá, örvun eða umhyggju. Við treystum bara á brjóstvit þeirra sem reka þessar stofnanir. Með öðrum orðum við vonum bara það besta. Þegar mál sem þessi koma upp eigum við ennfremur að taka þau alvarlega og vinna úr ábendingum frá fagaðilum, í þessu tilfelli Umboðsmanni barna og Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Sópum ekki þessum óþægilegu staðreyndum undir teppið þó það sé vissulega einfaldari veruleiki að lifa í að allir séu góðir við börnin okkar. Önnur er því miður stundum raunin. Fjölmiðlar voru gagnrýndir í Bítinu fyrir litla heimildavinnu og vanhugsuð vinnubrögð. Ég get ekki endilega fallist á að það hafi verið raunin árið 2013 þegar málið kom upp. En nú árið 2017 er því hins vegar svo farið að fjölmiðlar fá falleinkunn í umfjöllun sinni um málið. Engin heimildavinna var unnin af hálfu þáttastjórnenda fyrir viðtalið heldur viðmælanda leyft að alhæfa einhliða um málið í rúmar 12 mínútur í morgunþætti Bylgjunnar. Ekki einu sinni voru upphöfð mótmæli þegar viðmælandinn lýsti því að það væri eðlilegt að starfmaður ungbarnaleikskóla verði pirraður og hristi til barn. Svo í lokin „léttu þau upp stemninguna“ með því að hlýða á nýtt lag frá Stuðmönnum. Við hljótum að geta fjallað um þessi mál af meiri alvöru, virðingu og þekkingu. Til stúlknanna sem komu upp um málið vil ég aftur segja takk. Takk fyrir að þora að segja frá, takk fyrir að hafa vit á því að taka atvikin upp á myndband því þið vissuð að annars yrði ykkur ekki trúað. Það er ykkur að þakka að ekki fleiri börn þurftu að sæta harðræðis á leikskólanum 101. Börnin á 101 voru á aldrinum 9 mánaða til 2 ára. Þau kunnu fæst að tala og þess vegna alls ekki að segja frá. Það er ykkur að þakka að rödd þeirra fékk að heyrast. Hlustum betur, spyrjum meira, segjum frá og pössum börnin okkar. Þau hljóta að eiga það skilið.Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Refsa fyrst, spyrja svo? Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni "flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið. 3. júlí 2017 09:45 Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég rita þessa grein eftir að hafa hlustað á viðtal við Jakob Frímann Magnússon, foreldri barns á Leikskólanum 101, í Bítinu þriðjudaginn 4. júlí. Þar fer hann stuttlega yfir málefni Leikskólans 101 og ástæður þess að honum var lokað. Í máli sínu fer Jakob mjög frjálslega með staðreyndir og fegrar sannleikann svo ekki sé meira sagt. Ég á barn sem dvaldi á leikskólanum árin 2012-2013 og því stendur þetta mál mér mjög nærri. Mér finnst mjög mikilvægt að hið rétta komi fram í málinu, börnin okkar eiga það inni hjá okkur. Í fyrsta lagi er það rangt að stúlkurnar hafi farið sjálfar með málið í fjölmiðla. Þær fóru fyrst með málið til Barnaverndar Reykjavíkur sem tók málið upp. Kastljós fjallaði stuttlega um málið þegar niðurstöður lágu fyrir í málinu. Aldrei birtust þær í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir að málið fór í fjölmiðla var sú að á leikskólanum voru 29 börn á þessum tíma sem áttu foreldra vel flest tóku málið mjög nærri sér og töldu málið varða fleiri en bara sig og sín börn. Skólinn hafði jú verið starfandi í fjölda ára. Í öðru lagi var niðurstaða málsins ekki sú að börnin hafi verið of mörg á leikskólanum. Í bréfi sem okkur foreldrum leikskólans barst eftir lokun hans kom fram að sýnt þótti að annmarkar hafi verið á starfsemi Leikskólans 101 og að ómálga börn hafi verið beitt harðræði. Þar er einnig talið ámælisvert að eigandi leikskólans og stjórnandi hafi ekki haft yfirsýn með framkomu starfsmanna sinna við þau börn sem á leikskólanum dvöldu. Einnig er fróðlegt að lesa álit Umboðsmanns barna (Ofbeldi á ungbarnaleikskóla) þar sem því er lýst að embættið er ósammála túlkun ákæruvaldsins á núgildandi lögum og telur framkomu starfsmanna leikskólans brjóta gegn réttindum barna. Lokaorð álitsins eru þessi: „Umboðsmaður barna lítur málið alvarlegum augum. Hann skorar á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara til að endurskoða túlkun sína á ofangreindum refsiákvæðum. Ef ákvæðin verða hins vegar áfram túlkuð með þessum hætti er brýnt að breyta barnaverndarlögum og árétta enn frekar að hvers kyns líkamleg valdbeiting gegn börnum sé refsiverð.“ Þarna greinir Umboðsmanna barna og lögreglunni á um hvort rassskellingar séu falli undir hugtakið „líkamlega refsing“ eða ekki. Álitið má lesa í heild sinni hér: https://www.barn.is/frettir/2014/09/ofbeldi-a-ungbarnaleikskola-alit/ Það getur verið að fólk sé ósammála um hvað teljist sem ofbeldi. Ég verð að segja það hér að ég er algjörlega ósammála að það sé í lagi af starfsfólki uppeldisstofnana, eða nokkrum öðrum, að dangla í, rassskella, bregða fæti fyrir, toga í fætur og draga eftir gólfi, beita börn harðræði eða ofbeldi á nokkrun hátt. Sama hversu erfiðar aðstæður þínar eru persónulega. Allt eru þetta lýsingar sem okkur foreldrum barnanna á leikskólanum voru gefnar. Dæmi nú hver sem vill. Í þriðja lagi var það ekki mín upplifun að eitthvað hafi verið loðið í meðferð málsins gagnvart okkur sem foreldrum. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hélt okkur vel upplýstum með bréfaskriftum allan tímann og síminn var alltaf opinn hjá þeim ef við vildum hringja. Og það gerði ég, oft, og kann Halldóru D. Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra, miklar þakkir fyrir að halda vel utan um málið og upplýsa mig vel og vandlega um það. Í fjórða lagi er lexían í málinu að mínu viti ekki að finna í grein Jakobs Frímanns sem hann ritar á Vísi 3. júlí 2017 og nefnist Refsa fyrst, spyrja svo? eins og talað er um í Bítinu. Lexían var miklu dýrari en 45 mínútur í dag á bíl (hvora leið) og dýrari vistunargjöld (tímabundið) fyrir börnin okkar. Lexían var að mínu viti sú að standa þarf betur að eftirliti og aðhaldi við einkarekna leikskóla og dagforeldra. Við fylgjumst ekki með hvað fer þar fram dags daglega, hvaða uppeldisaðferðum er beitt, hvaða næringu þau fá, örvun eða umhyggju. Við treystum bara á brjóstvit þeirra sem reka þessar stofnanir. Með öðrum orðum við vonum bara það besta. Þegar mál sem þessi koma upp eigum við ennfremur að taka þau alvarlega og vinna úr ábendingum frá fagaðilum, í þessu tilfelli Umboðsmanni barna og Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Sópum ekki þessum óþægilegu staðreyndum undir teppið þó það sé vissulega einfaldari veruleiki að lifa í að allir séu góðir við börnin okkar. Önnur er því miður stundum raunin. Fjölmiðlar voru gagnrýndir í Bítinu fyrir litla heimildavinnu og vanhugsuð vinnubrögð. Ég get ekki endilega fallist á að það hafi verið raunin árið 2013 þegar málið kom upp. En nú árið 2017 er því hins vegar svo farið að fjölmiðlar fá falleinkunn í umfjöllun sinni um málið. Engin heimildavinna var unnin af hálfu þáttastjórnenda fyrir viðtalið heldur viðmælanda leyft að alhæfa einhliða um málið í rúmar 12 mínútur í morgunþætti Bylgjunnar. Ekki einu sinni voru upphöfð mótmæli þegar viðmælandinn lýsti því að það væri eðlilegt að starfmaður ungbarnaleikskóla verði pirraður og hristi til barn. Svo í lokin „léttu þau upp stemninguna“ með því að hlýða á nýtt lag frá Stuðmönnum. Við hljótum að geta fjallað um þessi mál af meiri alvöru, virðingu og þekkingu. Til stúlknanna sem komu upp um málið vil ég aftur segja takk. Takk fyrir að þora að segja frá, takk fyrir að hafa vit á því að taka atvikin upp á myndband því þið vissuð að annars yrði ykkur ekki trúað. Það er ykkur að þakka að ekki fleiri börn þurftu að sæta harðræðis á leikskólanum 101. Börnin á 101 voru á aldrinum 9 mánaða til 2 ára. Þau kunnu fæst að tala og þess vegna alls ekki að segja frá. Það er ykkur að þakka að rödd þeirra fékk að heyrast. Hlustum betur, spyrjum meira, segjum frá og pössum börnin okkar. Þau hljóta að eiga það skilið.Höfundur er móðir.
Refsa fyrst, spyrja svo? Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni "flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið. 3. júlí 2017 09:45
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun