Hversu oft viltu borga fyrir húsið þitt? Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 25. júlí 2017 07:00 Að geta safnað fyrir útborgun og komið yfir sig þaki á sanngjörnum kjörum. Að geta skipulagt fjármál heimilisins til lengri tíma. Að geta sparað fasta upphæð mánaðarlega, án þess að hún rýrni og vitað þannig hvenær ég get farið með fjölskylduna í sumarfrí. Að vita hvað matur, drykkur, gallabuxur, strigaskór, kuldagalli og allt hitt, kostar að jafnaði. Atvinnuöryggið sem felst í því að vita að vinnustaðurinn minn býr við stöðugt rekstrarumhverfi. Þetta ætti auðvitað að vera sjálfsagt í okkar heimshluta?… en það er það ekki – ekki á Íslandi. Það er ekki í boði og raunar man ekkert okkar eftir slíkum stöðugleika. Ástæðan: Krónuhagkerfið. Þetta þýðir ekki að lífskjör séu slæm á Íslandi. Þetta þýðir að enn er verk að vinna. Og til þess erum við stjórnmálamenn kjörnir: til að gera betur. En þá þarf líka að horfast í augu við rót vandans: Krónuvandann. Þeir, sem neita að viðurkenna þá sífelldu óvissu sem krónan veldur íslenskum heimilum og fyrirtækjum, þurfa að hugsa sinn gang. Það felst enginn stöðugleiki í stöðugri óvissu. Það þýðir ekki lengur að bjóða Íslendingum upp á að vita ekki hvað húsið þeirra mun kosta á endanum. Það eina sem við vitum fyrir víst er að við þurfum að borga eignina margfalt, á meðan nágrannar okkar í Evrópu borga húsnæðið sitt 1,5-2 sinnum. Hér munar milljónum króna sem fólk gæti sannarlega notað í þarfari og skemmtilegri hluti en okurvaxtagreiðslur. Þetta er ástæðan fyrir því að við í Viðreisn höfum talað og munum halda áfram að tala hátt og skýrt fyrir raunhæfum lausnum á krónuvandanum. Við munum áfram tala fyrir myntráði – að halda krónunni en binda hana við annan gjaldmiðil – og fyrir framtíðarmöguleikum þess að taka upp evru með ESB-aðild. Viðreisn mun aldrei hætta að tala og berjast fyrir stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu með almannahagsmuni, en ekki sérhagsmuni, að leiðarljósi.Höfundur er þingmaður og varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Að geta safnað fyrir útborgun og komið yfir sig þaki á sanngjörnum kjörum. Að geta skipulagt fjármál heimilisins til lengri tíma. Að geta sparað fasta upphæð mánaðarlega, án þess að hún rýrni og vitað þannig hvenær ég get farið með fjölskylduna í sumarfrí. Að vita hvað matur, drykkur, gallabuxur, strigaskór, kuldagalli og allt hitt, kostar að jafnaði. Atvinnuöryggið sem felst í því að vita að vinnustaðurinn minn býr við stöðugt rekstrarumhverfi. Þetta ætti auðvitað að vera sjálfsagt í okkar heimshluta?… en það er það ekki – ekki á Íslandi. Það er ekki í boði og raunar man ekkert okkar eftir slíkum stöðugleika. Ástæðan: Krónuhagkerfið. Þetta þýðir ekki að lífskjör séu slæm á Íslandi. Þetta þýðir að enn er verk að vinna. Og til þess erum við stjórnmálamenn kjörnir: til að gera betur. En þá þarf líka að horfast í augu við rót vandans: Krónuvandann. Þeir, sem neita að viðurkenna þá sífelldu óvissu sem krónan veldur íslenskum heimilum og fyrirtækjum, þurfa að hugsa sinn gang. Það felst enginn stöðugleiki í stöðugri óvissu. Það þýðir ekki lengur að bjóða Íslendingum upp á að vita ekki hvað húsið þeirra mun kosta á endanum. Það eina sem við vitum fyrir víst er að við þurfum að borga eignina margfalt, á meðan nágrannar okkar í Evrópu borga húsnæðið sitt 1,5-2 sinnum. Hér munar milljónum króna sem fólk gæti sannarlega notað í þarfari og skemmtilegri hluti en okurvaxtagreiðslur. Þetta er ástæðan fyrir því að við í Viðreisn höfum talað og munum halda áfram að tala hátt og skýrt fyrir raunhæfum lausnum á krónuvandanum. Við munum áfram tala fyrir myntráði – að halda krónunni en binda hana við annan gjaldmiðil – og fyrir framtíðarmöguleikum þess að taka upp evru með ESB-aðild. Viðreisn mun aldrei hætta að tala og berjast fyrir stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu með almannahagsmuni, en ekki sérhagsmuni, að leiðarljósi.Höfundur er þingmaður og varaformaður Viðreisnar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun