Fögnum þeim sem þora! Guðrún Tinna Ólafsdóttir skrifar 8. september 2017 09:30 Frá árinu 2010 hefur árlegur fjöldi nýskráðra fyrirtækja hér á landi vaxið úr 1.600 í 2.600. Á bak við nýtt fyrirtæki er frumkvöðull með hugmynd og framtíðarsýn. Fyrir hann er stóra verkefnið næstu árin að byggja upp jákvæð tengsl við fjölda aðila, jafnt bein viðskiptatengsl og hugrenningatengsl sem kalla má ímynd. Úr þessum tengslum er markmiðið að búa til heildstætt vörumerki sem heldur áfram að þroskast og dafna. Hvort sem fyrirtækið er byggt á hæfileikum eins manns til að veita öðrum tiltekna þjónustu eða er ætlað að sigra heiminn með nýstárlegri vöru, þá er áskorunin ávallt hin sama – að byggja upp vörumerki í vitund viðskiptavina, samstarfsaðila og fjárfesta þar sem gagnkvæmt traust ríkir. Því traust skiptir lykilmáli við val á vörumerki og við hverja við eigum viðskipti. Sérstaða vörumerkisins, saga þess, þarf að vera áhugaverð og vel skilgreind fyrir markhópinn og það fjármagn sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Hvernig er hægt að hámarka nýtingu fjármagns og tíma til að byggja upp fyrirtæki með sterka innviði og mannauð, sem á í uppbyggilegu og virku gagnkvæmu samtali við samstarfsaðila á réttum viðskiptasvæðum, með vel skilgreindar sölu-, markaðs- og flutningsleiðir að teknu tilliti til framlegðar án þess að fara af leið? Á hverjum degi standa þessi nýju fyrirtæki frammi fyrir þessari spurningu.Sterkir hluthafar mikilvægir Það er mjög mikilvægt fyrir lítið fyrirtæki að hafa sterka hluthafa með sameiginlega sýn og þekkingu á því sviði sem fyrirtækið starfar til að ná þessum árangri. En ekki síður að fjárfestarnir standi þétt við bakið á starfsfólkinu við að taka öll litlu og flóknu skrefin sem liggja að baki því að byggja upp heildstætt vörumerki. Því skiptir lykilmáli rétt samsetning hluthafa og fyrirtækja. Þekking íslenskra fjárfesta og áhugi á að byggja upp sprotafyrirtæki hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Því ber að fagna. Án áhættufjármagns og þekkingar á sprotaumhverfi myndu mörg þessara fyrirtækja enn vera hugmynd á borði frumkvöðulsins. Einna mikilvægast er þó að fyrirtækið sjálft og einstaklingarnir á bak við það hafi trú á sjálfum sér og vörumerkinu, læri stöðugt af þeim mistökum sem þeir munu gera og einkum að þeir fagni litlu sigrunum á þeirri leið að búa til arðsamt fyrirtæki, hvort sem því er ætlað smátt eða risastórt hlutverk. Á bak við hvert og eitt þessara fyrirtækja og vörumerkja eru frumkvöðlar, stjórnendur, starfsmenn og fjárfestar. Allir eru að taka áhættu, faglega og fjárhagslega. Flestir eru að búa til verðmæti. Að fá hugmynd, stofna fyrirtæki á bak við hugmyndina, byggja upp vel skilgreint vörumerki og í kjölfarið búa til verðmæti krefst hugrekkis, tíma, eldmóðs, áræðni og fjármagns. Fögnum því þeim sem þora! Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2010 hefur árlegur fjöldi nýskráðra fyrirtækja hér á landi vaxið úr 1.600 í 2.600. Á bak við nýtt fyrirtæki er frumkvöðull með hugmynd og framtíðarsýn. Fyrir hann er stóra verkefnið næstu árin að byggja upp jákvæð tengsl við fjölda aðila, jafnt bein viðskiptatengsl og hugrenningatengsl sem kalla má ímynd. Úr þessum tengslum er markmiðið að búa til heildstætt vörumerki sem heldur áfram að þroskast og dafna. Hvort sem fyrirtækið er byggt á hæfileikum eins manns til að veita öðrum tiltekna þjónustu eða er ætlað að sigra heiminn með nýstárlegri vöru, þá er áskorunin ávallt hin sama – að byggja upp vörumerki í vitund viðskiptavina, samstarfsaðila og fjárfesta þar sem gagnkvæmt traust ríkir. Því traust skiptir lykilmáli við val á vörumerki og við hverja við eigum viðskipti. Sérstaða vörumerkisins, saga þess, þarf að vera áhugaverð og vel skilgreind fyrir markhópinn og það fjármagn sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Hvernig er hægt að hámarka nýtingu fjármagns og tíma til að byggja upp fyrirtæki með sterka innviði og mannauð, sem á í uppbyggilegu og virku gagnkvæmu samtali við samstarfsaðila á réttum viðskiptasvæðum, með vel skilgreindar sölu-, markaðs- og flutningsleiðir að teknu tilliti til framlegðar án þess að fara af leið? Á hverjum degi standa þessi nýju fyrirtæki frammi fyrir þessari spurningu.Sterkir hluthafar mikilvægir Það er mjög mikilvægt fyrir lítið fyrirtæki að hafa sterka hluthafa með sameiginlega sýn og þekkingu á því sviði sem fyrirtækið starfar til að ná þessum árangri. En ekki síður að fjárfestarnir standi þétt við bakið á starfsfólkinu við að taka öll litlu og flóknu skrefin sem liggja að baki því að byggja upp heildstætt vörumerki. Því skiptir lykilmáli rétt samsetning hluthafa og fyrirtækja. Þekking íslenskra fjárfesta og áhugi á að byggja upp sprotafyrirtæki hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Því ber að fagna. Án áhættufjármagns og þekkingar á sprotaumhverfi myndu mörg þessara fyrirtækja enn vera hugmynd á borði frumkvöðulsins. Einna mikilvægast er þó að fyrirtækið sjálft og einstaklingarnir á bak við það hafi trú á sjálfum sér og vörumerkinu, læri stöðugt af þeim mistökum sem þeir munu gera og einkum að þeir fagni litlu sigrunum á þeirri leið að búa til arðsamt fyrirtæki, hvort sem því er ætlað smátt eða risastórt hlutverk. Á bak við hvert og eitt þessara fyrirtækja og vörumerkja eru frumkvöðlar, stjórnendur, starfsmenn og fjárfestar. Allir eru að taka áhættu, faglega og fjárhagslega. Flestir eru að búa til verðmæti. Að fá hugmynd, stofna fyrirtæki á bak við hugmyndina, byggja upp vel skilgreint vörumerki og í kjölfarið búa til verðmæti krefst hugrekkis, tíma, eldmóðs, áræðni og fjármagns. Fögnum því þeim sem þora! Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar