Það er alltaf stutt í glensið hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Þeir kvöddu fyrir jólafrí í gærkvöldi með vænum skammti af mistökum og hlægilegum atviknum í liðnum „Hætt'essu.“
Meðal þess sem var tekið fyrir voru misheppnaðar sendingar, dýfa og sérstök athygli var sett á langskot yfir allan völlin sem eiga það til að lenda ekki í markinu, þrátt fyrir að það standi autt.
Þá settu þeir út á einbeittan hlaupastíl Kára Kristjáns Kristjánssonar og afleitt vítaskot Lovísu Thompson.
En myndir eru betri en þúsund orð, þetta skemmtilega myndbrot má sjá í spilaranum hér að ofan.
