Ríkidæmi eða fátækt? Halldór Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði rétt fyrir kosningar þann 19.10. 2016 í myndbandsupptöku Sjálfstæðisflokksins: „Ég er mjög hreykinn af þeim árangri sem Sjálfsstæðisflokkurinn hefur náð á þessu kjörtímabili. Það sem ég er þó einna stoltastur af, eru mestu kjarabætur fyrir aldraða í áratugi. Við höfum tryggt öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu, og með frítekjumarkið, óháð því hvaðan tekjurnar koma, þá verður kerfið réttlátara, betra í alla staði og skiljanlegra. Við höfum náð mjög miklum árangri, við viljum gera enn betur fyrir alla Íslendinga. Það verða nefnilega allir að vera með.“ Þessi lágmarksframfærsla finnst hvergi og frítekjumarkið sem áður var 109 þúsund kr. á mánuði var lækkað af sömu ríkisstjórn eftir kosningar, fyrst í lagafrumvarpi í 0 kr og síðan hækkað í 25 þúsund kr. á mánuði frá og með 1. janúar sl.! Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Víglínunni á Stöð 2 þann 18. mars sl., að kaupmáttaraukning á Íslandi síðustu ár hefði verið 20%, og orðrétt sagði hann: ?Ef við skoðum bara opinberar tölur frá OECD, frá World Economic Forum ? þá liggur fyrir að Ísland er ekki bara í flokki með Norðurlöndunum þegar kemur að lífsgæðum fólks, heldur erum við í toppnum, við erum kannski annað eða þriðja innan Norðurlandanna.? Forystumenn ríkisstjórnar og Samtaka atvinnulífsins vísa til erlendra aðila um hversu gott ástand sé á Íslandi, hvergi meiri hagvöxtur o.s.frv. Í þessari viðmiðun er öryrkjum sleppt úr samanburðinum, en tekjur annarra stétta miðaðar við landsmeðaltal, þannig að þessi niðurstaða segir okkur frá hinum mikla mismun á milli ríkra og fátækra hér á landi!Fyrir hönd þeirra fátæku Í janúar 2016 kom út ný skýrsla frá Unicef á Íslandi þar sem fram kom að um 9,1% barna liði efnislegan skort í landinu. Þessi tala hefur nú hækkað um 2%. Fjöldinn er líklega um 10 þúsund börn í fátækt og um 2.000 börn í sárri fátækt. Nýlega hefur einnig komið fram hvernig öryrkjar eru meðhöndlaðir í nakinni fátækt og enn meiri en áður, með nýrri löggjöf almannatrygginga, sem skerðir bætur á móti öllum hækkunum, þannig að þeir standa mun verr en áður. Jafnframt er þeim hótað að sett verði lög um að þeir sæti starfsmati og fái greidda örorku eftir því, án tryggingar um vinnu eða atvinnuleysisbætur fái þeir ekki vinnu við sitt hæfi til að takast á við skerðinguna. Gleymum því ekki að öryrkjar verða líka eldri borgarar og þá versnar hlutskipti þeirra enn frekar. Í nýrri greiningu, sem unnin var árið 2016 af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um hag aldraðra, kemur fram að af 1.800 manna úrtaki var svarhlutfall aðeins 59%. Af þeim sem svöruðu sögðust 17% hafa undir 200 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur heimilis á mánuði. Hvað skyldu margir hafa sleppt því að svara í úrtakinu, sem búa við svipaðar aðstæður? Ef reiknað er út frá þessari niðurstöðu Félagsvísindastofnunar kemur fram að 9 til 12 þúsund eldri borgarar búa við fátækt hér á landi. Ekki fá þessir eldri borgarar að njóta lífeyrissjóðsgreiðslna, sem þeir áttu að fá að njóta á efri árum, því ríkissjóður hirðir í raun þær lífeyrisgreiðslur, um 30 milljarða á ári, til sparnaðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Síðan 1969 hefur öllum verið skylt að greiða í lífeyrissjóð og var frá upphafi talað um að þeir ættu sínar innistæður, enda greiða þeir sjálfir til sjóðanna af launum sínum gegn mótframlagi atvinnurekanda. Þetta eru umsamin og lögbundin kjör allra launþega. Ríkið hefur hirt þetta af fólki smátt og smátt með lögum. Það er ekkert annað en þjófnaður, sem alþingismenn hljóta að hafa samvisku til að taka á. Flokkur fólksins hefur talað fyrir því, að látið verði reyna á lögmæti þessara aðgerða fyrir dómi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði rétt fyrir kosningar þann 19.10. 2016 í myndbandsupptöku Sjálfstæðisflokksins: „Ég er mjög hreykinn af þeim árangri sem Sjálfsstæðisflokkurinn hefur náð á þessu kjörtímabili. Það sem ég er þó einna stoltastur af, eru mestu kjarabætur fyrir aldraða í áratugi. Við höfum tryggt öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu, og með frítekjumarkið, óháð því hvaðan tekjurnar koma, þá verður kerfið réttlátara, betra í alla staði og skiljanlegra. Við höfum náð mjög miklum árangri, við viljum gera enn betur fyrir alla Íslendinga. Það verða nefnilega allir að vera með.“ Þessi lágmarksframfærsla finnst hvergi og frítekjumarkið sem áður var 109 þúsund kr. á mánuði var lækkað af sömu ríkisstjórn eftir kosningar, fyrst í lagafrumvarpi í 0 kr og síðan hækkað í 25 þúsund kr. á mánuði frá og með 1. janúar sl.! Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Víglínunni á Stöð 2 þann 18. mars sl., að kaupmáttaraukning á Íslandi síðustu ár hefði verið 20%, og orðrétt sagði hann: ?Ef við skoðum bara opinberar tölur frá OECD, frá World Economic Forum ? þá liggur fyrir að Ísland er ekki bara í flokki með Norðurlöndunum þegar kemur að lífsgæðum fólks, heldur erum við í toppnum, við erum kannski annað eða þriðja innan Norðurlandanna.? Forystumenn ríkisstjórnar og Samtaka atvinnulífsins vísa til erlendra aðila um hversu gott ástand sé á Íslandi, hvergi meiri hagvöxtur o.s.frv. Í þessari viðmiðun er öryrkjum sleppt úr samanburðinum, en tekjur annarra stétta miðaðar við landsmeðaltal, þannig að þessi niðurstaða segir okkur frá hinum mikla mismun á milli ríkra og fátækra hér á landi!Fyrir hönd þeirra fátæku Í janúar 2016 kom út ný skýrsla frá Unicef á Íslandi þar sem fram kom að um 9,1% barna liði efnislegan skort í landinu. Þessi tala hefur nú hækkað um 2%. Fjöldinn er líklega um 10 þúsund börn í fátækt og um 2.000 börn í sárri fátækt. Nýlega hefur einnig komið fram hvernig öryrkjar eru meðhöndlaðir í nakinni fátækt og enn meiri en áður, með nýrri löggjöf almannatrygginga, sem skerðir bætur á móti öllum hækkunum, þannig að þeir standa mun verr en áður. Jafnframt er þeim hótað að sett verði lög um að þeir sæti starfsmati og fái greidda örorku eftir því, án tryggingar um vinnu eða atvinnuleysisbætur fái þeir ekki vinnu við sitt hæfi til að takast á við skerðinguna. Gleymum því ekki að öryrkjar verða líka eldri borgarar og þá versnar hlutskipti þeirra enn frekar. Í nýrri greiningu, sem unnin var árið 2016 af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um hag aldraðra, kemur fram að af 1.800 manna úrtaki var svarhlutfall aðeins 59%. Af þeim sem svöruðu sögðust 17% hafa undir 200 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur heimilis á mánuði. Hvað skyldu margir hafa sleppt því að svara í úrtakinu, sem búa við svipaðar aðstæður? Ef reiknað er út frá þessari niðurstöðu Félagsvísindastofnunar kemur fram að 9 til 12 þúsund eldri borgarar búa við fátækt hér á landi. Ekki fá þessir eldri borgarar að njóta lífeyrissjóðsgreiðslna, sem þeir áttu að fá að njóta á efri árum, því ríkissjóður hirðir í raun þær lífeyrisgreiðslur, um 30 milljarða á ári, til sparnaðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Síðan 1969 hefur öllum verið skylt að greiða í lífeyrissjóð og var frá upphafi talað um að þeir ættu sínar innistæður, enda greiða þeir sjálfir til sjóðanna af launum sínum gegn mótframlagi atvinnurekanda. Þetta eru umsamin og lögbundin kjör allra launþega. Ríkið hefur hirt þetta af fólki smátt og smátt með lögum. Það er ekkert annað en þjófnaður, sem alþingismenn hljóta að hafa samvisku til að taka á. Flokkur fólksins hefur talað fyrir því, að látið verði reyna á lögmæti þessara aðgerða fyrir dómi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun