

Ríkidæmi eða fátækt?
Þessi lágmarksframfærsla finnst hvergi og frítekjumarkið sem áður var 109 þúsund kr. á mánuði var lækkað af sömu ríkisstjórn eftir kosningar, fyrst í lagafrumvarpi í 0 kr og síðan hækkað í 25 þúsund kr. á mánuði frá og með 1. janúar sl.!
Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Víglínunni á Stöð 2 þann 18. mars sl., að kaupmáttaraukning á Íslandi síðustu ár hefði verið 20%, og orðrétt sagði hann: ?Ef við skoðum bara opinberar tölur frá OECD, frá World Economic Forum ? þá liggur fyrir að Ísland er ekki bara í flokki með Norðurlöndunum þegar kemur að lífsgæðum fólks, heldur erum við í toppnum, við erum kannski annað eða þriðja innan Norðurlandanna.? Forystumenn ríkisstjórnar og Samtaka atvinnulífsins vísa til erlendra aðila um hversu gott ástand sé á Íslandi, hvergi meiri hagvöxtur o.s.frv. Í þessari viðmiðun er öryrkjum sleppt úr samanburðinum, en tekjur annarra stétta miðaðar við landsmeðaltal, þannig að þessi niðurstaða segir okkur frá hinum mikla mismun á milli ríkra og fátækra hér á landi!
Fyrir hönd þeirra fátæku
Í janúar 2016 kom út ný skýrsla frá Unicef á Íslandi þar sem fram kom að um 9,1% barna liði efnislegan skort í landinu. Þessi tala hefur nú hækkað um 2%. Fjöldinn er líklega um 10 þúsund börn í fátækt og um 2.000 börn í sárri fátækt.
Nýlega hefur einnig komið fram hvernig öryrkjar eru meðhöndlaðir í nakinni fátækt og enn meiri en áður, með nýrri löggjöf almannatrygginga, sem skerðir bætur á móti öllum hækkunum, þannig að þeir standa mun verr en áður. Jafnframt er þeim hótað að sett verði lög um að þeir sæti starfsmati og fái greidda örorku eftir því, án tryggingar um vinnu eða atvinnuleysisbætur fái þeir ekki vinnu við sitt hæfi til að takast á við skerðinguna. Gleymum því ekki að öryrkjar verða líka eldri borgarar og þá versnar hlutskipti þeirra enn frekar.
Í nýrri greiningu, sem unnin var árið 2016 af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um hag aldraðra, kemur fram að af 1.800 manna úrtaki var svarhlutfall aðeins 59%. Af þeim sem svöruðu sögðust 17% hafa undir 200 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur heimilis á mánuði. Hvað skyldu margir hafa sleppt því að svara í úrtakinu, sem búa við svipaðar aðstæður? Ef reiknað er út frá þessari niðurstöðu Félagsvísindastofnunar kemur fram að 9 til 12 þúsund eldri borgarar búa við fátækt hér á landi.
Ekki fá þessir eldri borgarar að njóta lífeyrissjóðsgreiðslna, sem þeir áttu að fá að njóta á efri árum, því ríkissjóður hirðir í raun þær lífeyrisgreiðslur, um 30 milljarða á ári, til sparnaðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Síðan 1969 hefur öllum verið skylt að greiða í lífeyrissjóð og var frá upphafi talað um að þeir ættu sínar innistæður, enda greiða þeir sjálfir til sjóðanna af launum sínum gegn mótframlagi atvinnurekanda. Þetta eru umsamin og lögbundin kjör allra launþega. Ríkið hefur hirt þetta af fólki smátt og smátt með lögum. Það er ekkert annað en þjófnaður, sem alþingismenn hljóta að hafa samvisku til að taka á. Flokkur fólksins hefur talað fyrir því, að látið verði reyna á lögmæti þessara aðgerða fyrir dómi.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Garðurinn okkar fyllist af illgresi
Davíð Bergmann skrifar

Nýtt landsframlag – og hvað svo?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum
Gunnar Salvarsson skrifar

Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu?
Hermann Helguson skrifar

Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari
Sigvaldi Einarsson skrifar

Er einnig von á góðakstri Strætó í ár?
Stefán Hrafn Jónsson skrifar

Ferðumst saman í Reykjavík
Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Þúsundir barna bætast við umferðina
Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Öndum rólega
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Réttur barna versus veruleiki
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Framtíð villta laxins hangir á bláþræði
Elvar Örn Friðriksson skrifar

„Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins
Birgir Finnsson skrifar

Við lifum ekki á tíma fasisma
Hjörvar Sigurðsson skrifar

Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við
Halldór Þór Svavarsson skrifar

Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi?
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Þakkir til Sivjar
Arnar Sigurðsson skrifar

Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum
Ómar Torfason skrifar

Betri strætó strax í dag
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Viltu skilja bílinn eftir heima?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050?
Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar

Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum
Vigdís M. Jónsdóttir skrifar

Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli?
Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar

Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta?
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana
Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar

Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims
Sigvaldi Einarsson skrifar

Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar

Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú
Halla Þorvaldsdóttir skrifar