Sænski sendiherrann segir heimalandið stefna í að verða einræðisríki Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2017 09:45 Håkan Juholt tók við embætti sendiherra í haust. Vísir/AFP Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, segir að Svíþjóð stefni í að verða einræðisríki. Hann telur að sérfræðingar muni stýra landinu í framtíðinni, allt á kostnað sænsks almennings. Þetta segir Juholt í ítarlegu samtali við Svenska dagbladet sem birtist um helgina. Alice Bah Kuhnke, ráðherra menningar- og lýðræðismála í Svíþjóð, hefur gagnrýnt sendiherrann fyrir orðin. „Þetta er merkilegt. Það er hlutverk sendiherra, líkt og hjá ríkisstjórn, að koma á rétta mynd af landi okkar á framfæri og styðja við bakið á landi okkar úti í heimi,“ segir ráðherrann í samtali við TT. Juholt tók við embætti sendiherra á Íslandi fyrir nokkrum vikum og heimsóttu blaðamenn Svenska dagbladet hann í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Barst talið meðal annars að framtíð Svíþjóðar og lýðræðisins. Telur Juholt að framtíðin sé ekki björt hvað lýðræðið varðar. Vill hann meina að Svíar séu á góðri leið með að afnema lýðræðið í landinu. „Ég tel ekki að hætta sé einræði með skriðdrekum á Sergels torgi [í Stokkhólmi], heldur sérfræðingaræði þar sem gildi almennra borgara ráði ekki för. Við erum að missa lýðræðið úr hendi. Færri eru þjóðkjörnir, stjórnmálaflokkarnir trappa hugmyndafræðina sína niður. Jú, ég tel hættu á að það verði einræði þegar fram í sækir.“ Auk Bah Kuhnke hefur Karin Enström, talsmaður Moderaterna í utanríkismálum gagnrýnt Juholt, en flokkurinn er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi. Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur sömuleiðis tjáð sig mun málið. „Hann verður að útskýra sjálfur hvað hann er að hugsa. Hann mun eflaust einnig læra það innan skamms, myndi ég halda, hvað felst í því að vera sendiherra.“ Juholt kom til landins með Norrænu í byrjun september. Virðist sem að hann hafi aðlagast íslenski þjóð ágætlega ef marka má myndskeið Svenska dagbladet þar sem sjá má Juholt taka víkingaklappið á Ingólfstorgi eftir að íslenska karlalandsliðið hafði tryggt sér sæti á HM. Var hann þar klæddur peysu með áletruninni YOLO (You only live once).Uppfært 10:50: Håkan Juholt segir að sænskir fjölmiðlar hafi margir gróflega rangtúlkað orð sín sem hann lét falla í viðtalinu við Svenska dagbladet. Inntakið í máli hans hafi verið að nauðsynlegt væri í löndum eins og Svíþjóð og Íslandi, og raunar víða, að hlúa að lýðræðinu á hverjum degi. Sé það ekki gert kunni illa að fara. Honum þykir miður ef orð hans hafi verið orðuð á þann veg að hægt hafi verið að túlka þau í þá veru sem margir sænskir fjölmiðlar gerðu. Tengdar fréttir Juholt afhendir trúnaðarbréf: Kom til landsins með Norrænu Fyrrverandi formaður sænskra Jafnaðarmanna afhenti Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt í gær en hann hefur tekið til starfa sem sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. 13. september 2017 15:55 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, segir að Svíþjóð stefni í að verða einræðisríki. Hann telur að sérfræðingar muni stýra landinu í framtíðinni, allt á kostnað sænsks almennings. Þetta segir Juholt í ítarlegu samtali við Svenska dagbladet sem birtist um helgina. Alice Bah Kuhnke, ráðherra menningar- og lýðræðismála í Svíþjóð, hefur gagnrýnt sendiherrann fyrir orðin. „Þetta er merkilegt. Það er hlutverk sendiherra, líkt og hjá ríkisstjórn, að koma á rétta mynd af landi okkar á framfæri og styðja við bakið á landi okkar úti í heimi,“ segir ráðherrann í samtali við TT. Juholt tók við embætti sendiherra á Íslandi fyrir nokkrum vikum og heimsóttu blaðamenn Svenska dagbladet hann í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Barst talið meðal annars að framtíð Svíþjóðar og lýðræðisins. Telur Juholt að framtíðin sé ekki björt hvað lýðræðið varðar. Vill hann meina að Svíar séu á góðri leið með að afnema lýðræðið í landinu. „Ég tel ekki að hætta sé einræði með skriðdrekum á Sergels torgi [í Stokkhólmi], heldur sérfræðingaræði þar sem gildi almennra borgara ráði ekki för. Við erum að missa lýðræðið úr hendi. Færri eru þjóðkjörnir, stjórnmálaflokkarnir trappa hugmyndafræðina sína niður. Jú, ég tel hættu á að það verði einræði þegar fram í sækir.“ Auk Bah Kuhnke hefur Karin Enström, talsmaður Moderaterna í utanríkismálum gagnrýnt Juholt, en flokkurinn er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi. Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur sömuleiðis tjáð sig mun málið. „Hann verður að útskýra sjálfur hvað hann er að hugsa. Hann mun eflaust einnig læra það innan skamms, myndi ég halda, hvað felst í því að vera sendiherra.“ Juholt kom til landins með Norrænu í byrjun september. Virðist sem að hann hafi aðlagast íslenski þjóð ágætlega ef marka má myndskeið Svenska dagbladet þar sem sjá má Juholt taka víkingaklappið á Ingólfstorgi eftir að íslenska karlalandsliðið hafði tryggt sér sæti á HM. Var hann þar klæddur peysu með áletruninni YOLO (You only live once).Uppfært 10:50: Håkan Juholt segir að sænskir fjölmiðlar hafi margir gróflega rangtúlkað orð sín sem hann lét falla í viðtalinu við Svenska dagbladet. Inntakið í máli hans hafi verið að nauðsynlegt væri í löndum eins og Svíþjóð og Íslandi, og raunar víða, að hlúa að lýðræðinu á hverjum degi. Sé það ekki gert kunni illa að fara. Honum þykir miður ef orð hans hafi verið orðuð á þann veg að hægt hafi verið að túlka þau í þá veru sem margir sænskir fjölmiðlar gerðu.
Tengdar fréttir Juholt afhendir trúnaðarbréf: Kom til landsins með Norrænu Fyrrverandi formaður sænskra Jafnaðarmanna afhenti Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt í gær en hann hefur tekið til starfa sem sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. 13. september 2017 15:55 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Juholt afhendir trúnaðarbréf: Kom til landsins með Norrænu Fyrrverandi formaður sænskra Jafnaðarmanna afhenti Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt í gær en hann hefur tekið til starfa sem sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. 13. september 2017 15:55