30% aukning bílasölu í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 10:02 Aukningin í bílasölu er 13,7% það sem af er ári. Í nýliðnum ágúst voru 30% fleiri nýir bílar skráðir en í ágúst í fyrra, en alls voru skráðir nú 1.522 nýir fólksbílar. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31 ágúst hefur aukist um 13,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 17.095 stk. á móti 15.034 stk. á árinu 2016, eða aukning um 2.061 bíl. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 44,7% af heildinni á þessum fyrstu átta mánuðum ársins. Það sem af er ári er búið að nýskrá 1.052 hreina rafmagnsbíla og 710 tvinnbíla sem setur Ísland í annað sæti á eftir Noregi varðandi hlutfall rafmagnsbíla af heildarskráningu af Evrópulöndunum, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent
Í nýliðnum ágúst voru 30% fleiri nýir bílar skráðir en í ágúst í fyrra, en alls voru skráðir nú 1.522 nýir fólksbílar. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31 ágúst hefur aukist um 13,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 17.095 stk. á móti 15.034 stk. á árinu 2016, eða aukning um 2.061 bíl. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 44,7% af heildinni á þessum fyrstu átta mánuðum ársins. Það sem af er ári er búið að nýskrá 1.052 hreina rafmagnsbíla og 710 tvinnbíla sem setur Ísland í annað sæti á eftir Noregi varðandi hlutfall rafmagnsbíla af heildarskráningu af Evrópulöndunum, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent