Jón Arnór ekki búinn að ákveða neitt 6. september 2017 22:12 Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu. Ísland lauk leik í kvöld þegar liðið tapaði fimmta leik sínum í jafnmörgum leikjum, en í kvöld tapaði Ísland fyrir gestgjöfum Finna í hörkuleik sem tapaðist 83-79. „Við vorum í þeirri stöðu sem við sáum fyrir okkur. Við ætluðum okkur að vera inn í leiknum í lokin. Við gerum mistök. Kvörtum aðeins í dómaranum og ég veit ekki hvað þeir skora mörg stig í þessari sókn og ná því mómentinu sín megin,” sagði Jón Arnór í samtali við Arnar Björnsson. Finnar skoruðu sjö stig í einni og sömu sókninni eftir að Ísland fékk dæma á sig tæknivillu. Ísland var meðal annars með yfirhöndina í þriðja leikhlutanum, en þá féllu ekki hlutir með liðinu til að mynda nokkrir dómar og Finnar sigu hægt og rólega fram úr. „Ég fer útaf með fimm villur sem var hrikalega klaufalegt og eitthvað sem ég þarf að lifa með. Við áttum enn séns á að vinna, en það vantaði herslumuninn.” „Það er búið að berja okkur niður ansi oft í þessu móti. Við ætluðum okkur að ná saman fjórum leikhlutum og við náðum því í dag. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og okkar frammistöðu í dag. Stemningin var stórkostleg og okkur líður vel undir þannig kringumstæðum.” „Stuðningsmenn Finnlands og Íslands harmónuðu vel saman og héldu uppi fjörinu allan leikinn. Ég mun örugglega hugsa um það meira á morgun hversu mikið ég naut þess, en það er bara erfitt að kyngja því að hafa ekki unnið leikinn. Ég hugsa kannski til baka á morgun og verð léttari.” „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir, sérstaklega í lokin á leiknum. Við blokkum skot hjá þeim og algjörlega glórulaust dæmt tvö víti. Það er kannski eitthvað sem má búast við þegar það eru tólf þúsund Finnar í stúkunni og þeir á sínum heimavelli.” Mikið hefur verið rætt og ritað um hvað hinn 34 ára gamli og bráðum 35 ára, geri í haust. Er hann hættur með landsliðinu eða hyggst hann halda áfram? „Ég bara veit það ekki. Ég er ekki búinn að hugsa um það og ákveða neitt. Auðvitað er þetta tilfinning sem þú færð hvergi annarsstaðar. Þetta er hlutur sem þú átt eftir að sakna þegar maður hættir og það verður erfitt að stíga frá þessu. Ég tek mér tíma og hugsa málið. Ég sé svo til.” „Það er eiginlega ótrúlegt að ég sé standandi hér enn þá og að ég hafi spilað svona mikið. Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í úrslitaleiknum gegn Grindavík. Það er nánast fáranlegt.” „Ég er ótrúlega þakklátur að hafa fengið að taka þátt í þessu móti og að deila þessum mómentum með mínum liðsfélögum og fólkinu. Ég er ævinlega þakklátur fyrir það,” sagði Jón Arnór að lokum. Allt viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. 6. september 2017 20:38 Hlynur: Langar ekki að vera hent út úr landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:02 Logi fékk afmælisköku eftir leikinn í gær Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson hélt upp á 36 ára afmælið sitt í gær og náði því í annað skiptið á sínum ferli að spila Eurobasket leik á afmælisdaginn sinn. 6. september 2017 14:30 Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Frábær frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins dugði ekki til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket í kvöld. 6. september 2017 19:30 Pavel: Strákarnir sem eru að koma upp eru miklu hæfileikaríkari en við vorum Pavel Ermolinskij spilaði sinn besta leik á EM þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu í kvöld. 6. september 2017 20:40 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu. Ísland lauk leik í kvöld þegar liðið tapaði fimmta leik sínum í jafnmörgum leikjum, en í kvöld tapaði Ísland fyrir gestgjöfum Finna í hörkuleik sem tapaðist 83-79. „Við vorum í þeirri stöðu sem við sáum fyrir okkur. Við ætluðum okkur að vera inn í leiknum í lokin. Við gerum mistök. Kvörtum aðeins í dómaranum og ég veit ekki hvað þeir skora mörg stig í þessari sókn og ná því mómentinu sín megin,” sagði Jón Arnór í samtali við Arnar Björnsson. Finnar skoruðu sjö stig í einni og sömu sókninni eftir að Ísland fékk dæma á sig tæknivillu. Ísland var meðal annars með yfirhöndina í þriðja leikhlutanum, en þá féllu ekki hlutir með liðinu til að mynda nokkrir dómar og Finnar sigu hægt og rólega fram úr. „Ég fer útaf með fimm villur sem var hrikalega klaufalegt og eitthvað sem ég þarf að lifa með. Við áttum enn séns á að vinna, en það vantaði herslumuninn.” „Það er búið að berja okkur niður ansi oft í þessu móti. Við ætluðum okkur að ná saman fjórum leikhlutum og við náðum því í dag. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og okkar frammistöðu í dag. Stemningin var stórkostleg og okkur líður vel undir þannig kringumstæðum.” „Stuðningsmenn Finnlands og Íslands harmónuðu vel saman og héldu uppi fjörinu allan leikinn. Ég mun örugglega hugsa um það meira á morgun hversu mikið ég naut þess, en það er bara erfitt að kyngja því að hafa ekki unnið leikinn. Ég hugsa kannski til baka á morgun og verð léttari.” „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir, sérstaklega í lokin á leiknum. Við blokkum skot hjá þeim og algjörlega glórulaust dæmt tvö víti. Það er kannski eitthvað sem má búast við þegar það eru tólf þúsund Finnar í stúkunni og þeir á sínum heimavelli.” Mikið hefur verið rætt og ritað um hvað hinn 34 ára gamli og bráðum 35 ára, geri í haust. Er hann hættur með landsliðinu eða hyggst hann halda áfram? „Ég bara veit það ekki. Ég er ekki búinn að hugsa um það og ákveða neitt. Auðvitað er þetta tilfinning sem þú færð hvergi annarsstaðar. Þetta er hlutur sem þú átt eftir að sakna þegar maður hættir og það verður erfitt að stíga frá þessu. Ég tek mér tíma og hugsa málið. Ég sé svo til.” „Það er eiginlega ótrúlegt að ég sé standandi hér enn þá og að ég hafi spilað svona mikið. Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í úrslitaleiknum gegn Grindavík. Það er nánast fáranlegt.” „Ég er ótrúlega þakklátur að hafa fengið að taka þátt í þessu móti og að deila þessum mómentum með mínum liðsfélögum og fólkinu. Ég er ævinlega þakklátur fyrir það,” sagði Jón Arnór að lokum. Allt viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. 6. september 2017 20:38 Hlynur: Langar ekki að vera hent út úr landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:02 Logi fékk afmælisköku eftir leikinn í gær Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson hélt upp á 36 ára afmælið sitt í gær og náði því í annað skiptið á sínum ferli að spila Eurobasket leik á afmælisdaginn sinn. 6. september 2017 14:30 Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Frábær frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins dugði ekki til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket í kvöld. 6. september 2017 19:30 Pavel: Strákarnir sem eru að koma upp eru miklu hæfileikaríkari en við vorum Pavel Ermolinskij spilaði sinn besta leik á EM þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu í kvöld. 6. september 2017 20:40 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. 6. september 2017 20:38
Hlynur: Langar ekki að vera hent út úr landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:02
Logi fékk afmælisköku eftir leikinn í gær Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson hélt upp á 36 ára afmælið sitt í gær og náði því í annað skiptið á sínum ferli að spila Eurobasket leik á afmælisdaginn sinn. 6. september 2017 14:30
Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Frábær frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins dugði ekki til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket í kvöld. 6. september 2017 19:30
Pavel: Strákarnir sem eru að koma upp eru miklu hæfileikaríkari en við vorum Pavel Ermolinskij spilaði sinn besta leik á EM þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu í kvöld. 6. september 2017 20:40