Körfubolti

Hlynur: Langar ekki að vera hent út úr landsliðinu

Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta.

„Þegar við vorum sjö stigum yfir hittum við ekki úr opnum þristum sem hefðu getað drepið þá,“ sagði Hlynur í samtali við Arnar Björnsson eftir leik.

„Við vorum orðnir ansi lappalausir undir restina. Það var ekki mikið eftir á tankinum. Ég viðurkenni að ég var alveg búinn á því undir lokin.“

En var þetta síðasti landsleikur Hlyns á ferlinum?

„Ég hef ekki tekið ákvörðun en auðvitað hef ég hugsað um það. Ég held að það sé ágætt að taka ekki ákvarðanir núna. Ég er ekki alveg í standi til þess. En auðvitað sér maður ferilinn „flassa“ fyrir augunum á sér. Það er ansi langt síðan maður byrjaði og þetta er djöfulsins hark stundum,“ sagði Hlynur.

„Maður finnur að maður er ekki eilífur. Maður reynir að halda í þetta en má ekki gera það of lengi. Mig langar ekki að vera hent út.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.